Ríkið sparar sér 350 milljónir í vaxtabætur vegna þess að íbúðaverð hækkaði

Eigna- og tekju­skerð­inga­mörk vaxta­bóta­kerf­is­ins verða ekki hækk­uð. Alls munu bæt­ur 95 pró­sent þeirra sem fengu þær 2022 skerð­ast þar sem virði íbúða þeirra, og þar með bók­fært eig­ið fé, hækk­aði um­tals­vert milli ára. Ástæð­an er sú að fast­eigna­mat hækk­aði.

Ríkið sparar sér 350 milljónir í vaxtabætur vegna þess að íbúðaverð hækkaði
Dregur úr útgjöldum Í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur kemur fram að 12.500 eigendur fasteigna sem fengu vaxtabætur í fyrra munu verða fyrir skerðingu á þeim á næsta ári. Mynd: AFP

Gera má ráð fyrir því að hækkun fasteignamats milli áranna 2023 og 2024 leiði til þess að greiðslur vegna vaxtabóta lækki um 350 milljónir króna á næsta ári. Alls munu vaxtabætur 95 prósent þeirra sem fengu vaxtabætur árið 2022 lækka vegna þessa. Um er að ræða 12.500 eigendur fasteigna. 

Ástæðan er sú að vaxtabótakerfið inniheldur eigna- og tekjuskerðingarmörk. Réttur til vaxtabóta byrjar að skerðast hjá einhleypum þegar eigið fé þeirra í húsnæði – eign umfram skuldir – fer yfir 7,5 milljónir króna og hjá hjónum eða sambúðarfólki þegar eigið féð fer yfir tólf milljónir króna. Hann fellur svo niður hjá einstæðingum þegar eigið fé þeirra í húsnæði miðað við fasteignamat fer yfir tólf milljónir króna og hjá hjónum eða sambúðarfólki gerist það þegar eigið féð fer yfir 19,2 milljónir króna. Fasteignamat næsta árs er í heild 11,7 prósent hærra á landsvísu og við það eykst bókfærð eign heimila í húsnæði …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Undarleg röksemdafærsla. Fólk sem fékk hjálp við að stada undir skuldbindingum. Missir hjálpina vegna þess að verðmæti eigna sem ekki á að selja eykst. Þýðir þetta ekki bara að fólkið stendur ekki undir skuldbindingunum og verður að selja. Eftir söluna er fólkið á götunni og þarf að kaupa eða leigja eitthvað ennþá dýrara. Það eina góða við þetta er að þá þarf ríkið ekki að fóðra fjármagnseigendur eins mikið og áður.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár