Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkið sparar sér 350 milljónir í vaxtabætur vegna þess að íbúðaverð hækkaði

Eigna- og tekju­skerð­inga­mörk vaxta­bóta­kerf­is­ins verða ekki hækk­uð. Alls munu bæt­ur 95 pró­sent þeirra sem fengu þær 2022 skerð­ast þar sem virði íbúða þeirra, og þar með bók­fært eig­ið fé, hækk­aði um­tals­vert milli ára. Ástæð­an er sú að fast­eigna­mat hækk­aði.

Ríkið sparar sér 350 milljónir í vaxtabætur vegna þess að íbúðaverð hækkaði
Dregur úr útgjöldum Í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur kemur fram að 12.500 eigendur fasteigna sem fengu vaxtabætur í fyrra munu verða fyrir skerðingu á þeim á næsta ári. Mynd: AFP

Gera má ráð fyrir því að hækkun fasteignamats milli áranna 2023 og 2024 leiði til þess að greiðslur vegna vaxtabóta lækki um 350 milljónir króna á næsta ári. Alls munu vaxtabætur 95 prósent þeirra sem fengu vaxtabætur árið 2022 lækka vegna þessa. Um er að ræða 12.500 eigendur fasteigna. 

Ástæðan er sú að vaxtabótakerfið inniheldur eigna- og tekjuskerðingarmörk. Réttur til vaxtabóta byrjar að skerðast hjá einhleypum þegar eigið fé þeirra í húsnæði – eign umfram skuldir – fer yfir 7,5 milljónir króna og hjá hjónum eða sambúðarfólki þegar eigið féð fer yfir tólf milljónir króna. Hann fellur svo niður hjá einstæðingum þegar eigið fé þeirra í húsnæði miðað við fasteignamat fer yfir tólf milljónir króna og hjá hjónum eða sambúðarfólki gerist það þegar eigið féð fer yfir 19,2 milljónir króna. Fasteignamat næsta árs er í heild 11,7 prósent hærra á landsvísu og við það eykst bókfærð eign heimila í húsnæði …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Undarleg röksemdafærsla. Fólk sem fékk hjálp við að stada undir skuldbindingum. Missir hjálpina vegna þess að verðmæti eigna sem ekki á að selja eykst. Þýðir þetta ekki bara að fólkið stendur ekki undir skuldbindingunum og verður að selja. Eftir söluna er fólkið á götunni og þarf að kaupa eða leigja eitthvað ennþá dýrara. Það eina góða við þetta er að þá þarf ríkið ekki að fóðra fjármagnseigendur eins mikið og áður.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár