Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vonar að fjölskyldan þurfi ekki að bregða búi til að tryggja öryggi sonar síns

Hjörv­ar Árni Leós­son, fað­ir drengs sem glím­ir við fjöl­þætta fötl­un, seg­ir að ákvörð­un sveit­ar­stjórn Skaga­fjarð­ar um að loka Grunn­skól­an­um aust­an Vatna á Hól­um koma syni sín­um og fjöl­skyldu sér­lega illa. Ekk­ert til­lit hafi ver­ið tek­ið til son­ar hans þeg­ar ákvörð­un­in var tek­in. Til að mynda sé ekki gert ráð fyr­ir syni hans í skóla­bíl næsta vet­ur.

Vonar að fjölskyldan þurfi ekki að bregða búi til að tryggja öryggi sonar síns
Hjörvar Árni Leósson og sonur hans á Fjölskyldan hefur þurft að berjast fyrir því fá viðunandi þjónustu og traust aðgengi í leikskólanum á Hólum. Mynd: Mynd/Aðsent

Hjörvar Árni Leósson bóndi, sem er faðir drengs með flogaveiki, hreyfi- og þroskaskerðingu, óttast að þurfa að flytja úr sveitinni austan Vatna í Skagafirði, vegna lokunar á starfsstöð grunnskólans á Hólum í Hjaltadal.

Hjörvar segir að aðgengismál fyrir börn með fötlun í algjörum ólestri í grunn- og leikskólum í Skagafirði. Í færslu sem Hjörvar birti á Facebook-síðu sinni segir hann að sveitarfélagið hafi ítrekað brugðist í skólaþjónustunni, sérstaklega gagnvart þeim sem búa fyrir utan Sauðárkrók.

Hjörvar býr í Laufkoti austan megin í Skagafirðinum. Fram að þessu hefur Grunnskólinn austan Vatna, eins og hann heitir, haldið úti starfsemi á Hofsósi og svo á Hólum í Hjaltadal, þar sem sonur Hjörvars hefur sótt skóla. Fyrr í þessum mánuði tók byggðarráð Skagafjarðar ákvörðun um að loka Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Ástæðurnar að baki ákvörðuninni, sem getið er í fundargerðinni, eru sagðar vera að erfitt sé að tryggja nemendum grunnskólans austan Vatna á Hólum nægilega þjónustu.

Hjörvar segir að sveitarfélagið hafi ekki sinnt skyldu sinni um að tryggja gott aðgengi fyrir börn með fötlun. Nauðsynlegar lagfæringar hafi verið gerðar of seint, gjarnan eftir að vandamál hafi komið upp. Nú ber svo við að sonur hans mun sækja skóla sem er talsvert lengra í burtu frá heimili fjölskyldunnar. 

Í samtali við Heimildina segir Hjörvar að fjölskyldan hafi upphaflega séð fyrir sér að „fyrstu árin yrði hann á Hólum, þar sem grunnskólinn er rekinn í sama húsnæði og leikskólinn, umhverfi sem hann þekkir á leikskólanum í sama húsi eru líka starfsmenn sem þekkja hann. Við sáum fram á að hægt væri að hafa einhverja skörun við leikskólann þessi fyrstu ár til að auðvelda honum umskiptin.“

Í færslunni á Facebook bendir Hjörvar á nokkur dæmi sem sýnir hversu illa í stakk búinn, skólinn á Hofsósi er til þess að taka á móti börnum sem eru með hreyfihömlun. Til að mynda sé undirlag á bílaplani og útileiksvæði skólans ekki fært þeim sem styðjast við stoðtæki. Þá eru dyr í skólanum víða ófærar hreyfihömluðum án aðstoðar og víða vantar rampa við þröskulda. Sömuleiðis sé ekki gert nægilega vel ráð fyrir aðgengi hreyfihamlaðra í matsal og íþróttasal skólans.

Þá bætir Hörður við í samtali við Heimildina, að ekki sé gert ráð fyrir syni hans í skólabíl næsta vetur. „Það er hvorki gert ráð fyrir honum né stuðningsaðila fyrir hann í þeim gögnum. Það má svo því líta á að aðgengi hans að skólanum takmarkist strax við afleggjarann að heimili okkar. Auðvitað er það eitthvað sem má leysa en af hverju er ekkert samtal og samráð og af hverju eru allar ráðstafanir gerðar eftir á?“ spyr hann.

Langvarandi skortur á nauðsynlegri þjónustu

Á stuttri skólagöngu sinni hefur son Hjörvars reglulega skort nauðsynlega þjónustu. Til að mynda hefur ekki tekist að ráða stuðningsaðila fyrir drenginn á leikskólanum síðan að stuðningsaðili hans hætti störfum og flutti úr sveitarfélaginu, fyrir tveimur árum. Strákurinn hefur mjög skerta tjáningu með tali og tjáir sig þar að leiðandi með táknum.

Þá hefur ekki tekist að manna leikskólann með þeim hætti að hægt sé að halda úti fullu leikskólastarf. „Þetta hefur orðið til þessa að hann hefur ekki nýtt leikskóla nema að hálfu leyti meira og minna þessi tvö ár,“ segir Hjörvar.

Hann segir fjölskyldu sína hafa barist fyrir því lengi að sveitarfélagið myndi laga leikskólalóðina á Hólum. Til að mynda segir hann fjölskylduna hafa þurft að fá réttindagæslumann fatlaðra til þess að þrýsta á sveitarfélagið til ganga hraðar til verka. Nú sé leikskólalóðin til fyrirmyndar, en Hjörvar leyfir sér að efa að breytingarnar að væru enn „komnar til framkvæmda ef réttindagæslumaður hefði ekki tilkynnt sveitarfélagið vegna slæms aðgengis“.

Ólíðandi aðstæður

Þá gagnrýnir Hjörvar sömuleiðis fyrirhyggjuleysi sveitarfélagsins og seinagang í framkvæmdum þegar kemur að aðgengismálum í skólum. Um leið og drengurinn mun hefja skólagöngu sína næsta haust hefjast framkvæmdir í skólanum á Hofsósi. Til stendur til að byggja íþróttahús, færa mötuneytið og gera aðrar breytingar innanhúss til þess að bæta aðgengi. Þessar framkvæmdir munu skapa „ólíðandi aðstæður“ fyrir son hans, nánast allt skólagöngu hans, ef ekki kemur til flutninga.

„Við erum ekki bara að missa draum okkar um líf í sveitinni sem við höfum unnið að í tæpan áratug“
Hjörvar Árni Leósson
Bóndi á Laufkoti í Skagafirði

Í samtali segist Hjörvar vona að hann þurfi ekki flytja á brott til þess að tryggja öryggi og velferð sonar síns. Fjölskyldan stundi búskap, þar sem heimili og vinna eru samtvinnuð.

„Við erum ekki bara að missa draum okkar um líf í sveitinni sem við höfum unnið að í tæpan áratug, æskuheimili barnanna okkar, fara úr nærsamfélagi sem er okkur mjög kært frá vinum og vandamönnum, heldur erum við líka atvinnulaus,“ segir Hjörvar um aðstæðurnar sem skapast ef hann neyðist til að flytja. Hann skorar á sveitarstjórn Skaga að draga þessa ákvörðun til baka.  

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár