Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Sagði skilið við íslenska nýnasista: „Sorglegur, rasískur saumaklúbbur“

Ung­ur mað­ur úr Mos­fells­bæ sér eft­ir að hafa átt að­ild að ís­lensku nýnas­ista­hreyf­ing­unni Norð­ur­vígi. Hann seg­ir frá því sem gerð­ist raun­veru­lega í starfi hóps­ins, allt fram að því að hann var hand­tek­inn á Lækj­ar­torgi. Hann seg­ist hafa lært að skilja heim­inn bet­ur.

Sagði skilið við íslenska nýnasista: „Sorglegur, rasískur saumaklúbbur“
Norðurvígi Norrænir nýnasistar komu saman á Lækjartorgi í september 2019. Var það stuttu áður en Gunnar sagði skilið við hreyfinguna.

„Þetta er allt í fortíðinni fyrir mér. Manstu eftir nasistasamtökunum Norðurvígi? Ég datt inn í þau þegar ég var ungur polli. En svo þroskast maður og hættir að vera heimskur. Ég er ekki í þeim lengur og ég styð þetta ekki neitt.“ 

Þetta segir Gunnar, fyrrum meðlimur í Norðurvígi, í samtali við Heimildina. Gunnar er ekki hans raunverulega nafn en hann hefur viljað fjarlægja sig eins mikið og hann getur frá þátttöku sinni í íslensku nýnasistahreyfingunni. „Ég er búinn að vera að aftengja mig alveg 100% frá þessu,“ segir hann. Fjallað hefur verið um hreyfinguna í fjölmiðlum síðustu ár, meðal annars um hvernig samtökin lokka til sín unglinga í viðkvæmri stöðu, en fram að þessu hefur ekki birst frásögn frá innanbúðarmönnum af því sem gerist að tjaldabaki.

Norðurvígi er íslenski armur Norrænu mótspyrnuhreyfingarinnar (e. Nordic resistance movement) sem eru samtök nýnasista á Norðurlöndunum. Nafnið Norðurvígi er þó ekki upprunalegt nafn samtakanna. Gunnar útskýrir að Norðurvígi hafi upphaflega verið heitið á fréttamiðli þeirra.

„Einhvern veginn byrjaði fólk að kalla þetta eftir fréttamiðlinum, sem er ótrúlega fyndið. Og er bara gott, held ég, því það tekur svolítið af þeim kraftinn. Þeir eru bara þessi fréttamiðill einhvers staðar.“

Tíu meðlimir þegar mest lét 2019

Gunnar útskýrir fyrir blaðamanni að hann hafi leiðst út í Norðurvígi í gegnum spjallsíðu á netinu árið 2019. Þá var hann var aðeins 17 ára gamall. Hann segist ekki muna nafn vefsíðunnar en líkir hanni við 4Chan. Á síðunni hafi engar reglur gilt um hvað fólk mátti segja. „Og maður er 17 ára og hefur enga rökhugsun,“ segir hann. 

Sökum aldurs segist Gunnar hafa verið ginnkeyptur fyrir þeim áróðri sem viðgekkst inni á síðunni. „Ég fer að hugsa að það sé eitthvað rétt í honum [áróðrinum]. Þá ákveð ég að fara að spyrjast eftir þessu.“ Hann skrifar þessar ákvarðanir á uppreisnarhug unglingsáranna. Hann segir að um tímabil hafi verið að ræða. „Svona phase kjaftæði.“

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Sé lítinn mun á samsæriskenningum nýnasista um annað fólk en þá sjálfa og íslamista lesefnið. Hamas, ISIS , al Qaida , Talibanar, Hezbollah eru með sama plan og sömu staðhæfingar um gyðinga. Það virðast þó ekki allir sjá það. Kommúnistar á Vesturlöndum og víðar styðja íslamista hreyfingar þó þær séu nasískar í flestum stefnumálum og íhaldssamari en repúblikana flokkurinn í Ameríku. Það væri hlægileg staðreynd ef hún væri ekki svona sorgleg staðfesting á að ofbeldi þessarra tveggja hópa er réttlætt án neins annars en fordóma. Bara gyðingahatrið úr forinni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
2
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
4
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
Brosir gegnum sárin
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
10
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
10
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár