Á seinni hluta nítjándu aldar var sú hugmynd útbreidd á Íslandi að það ætti ekki að kenna sjómönnum að synda þar sem það myndi bara lengja dauðastríðið ef þeir féllu útbyrðis. Fyrir vikið dóu margir sjómenn að óþörfu þegar þeir fóru í sjóinn úr árabátum, jafnvel nánast uppi í harða landi. Langan tíma tók að breyta þessu viðhorfi hér á landi og byrja að kenna fólki sund. Þetta kemur fram í bók þjóðfræðinganna Katrínar Snorradóttur og Valdimars Hafstein um sundmenningu Íslands sem heitir einfaldlega: Sund.
Í bókinni er sundiðkun og -ást Íslendinga sett í sögulegt samhengi og teiknuð upp mynd af því af hverju sundlaugarnar skipta svo miklu máli í íslensku samfélagi og af hverju íslenska …
Athugasemdir