Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vísindamenn fylla palla Alþingis og mótmæla yfirvofandi „fjöldauppsögn“

Vís­inda­menn fjöl­menntu á pöll­um Al­þing­is í dag og mót­mæltu nið­ur­skurði í sam­keppn­is­sjóði Vís­inda- og tækni­ráðs. „Þetta er helsta tæk­ið okk­ar til að þjálfa unga vís­inda­menn og unga sér­fræð­inga,“ seg­ir Erna Magnús­dótt­ir, dós­ent og formað­ur stjórn­ar Líf­vís­inda­set­urs HÍ.

Vísindamenn fylla palla Alþingis og mótmæla yfirvofandi „fjöldauppsögn“
Mótmæli Fjárveitingar til sjóðsins á Íslandi eru mun lægri en í sambærilegum sjóðum hjá nágrannalöndum. Mynd: Golli

„Ég er mjög stressuð yfir þessum niðurskurði því þetta þýðir að mögulega á næsta ári þarf ég að leita að annarri vinnu,“ segir Katrín Möller, nýdoktor við Háskóla Íslands. Fjöldi vísindamanna mættu á palla Alþingis í dag og mótmæltu niðurskurð í samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs. Niðurskurðurinn var tilkynntur í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Niðurskurðurinn nemur 1,1 milljarði.

Katrín sótti nýlega um nýdoktors styrk hjá Rannís. Styrkurinn er einn þeirra sem niðurskurðurinn gæti bitnað á. „Sjóðurinn er ekkert allt of stór og ekkert allt of miklar líkur á að maður muni fá hann en núna minka líkurnar en þá meira.“

Erna Magnúsdóttirdósent og formaður stjórnar Lífvísindaseturs HÍ, á mótmælunum.

„Þetta er helsta tækið okkar til að þjálfa unga vísindamenn og unga sérfræðinga. Hérna eru margir ungir vísindamenn sem hafa áhyggjur af því að halda áfram með verkefni sín eftir jól,“ segir Erna Magnúsdóttir, dósent og formaður stjórnar Lífvísindaseturs HÍ, …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu