„Ég er mjög stressuð yfir þessum niðurskurði því þetta þýðir að mögulega á næsta ári þarf ég að leita að annarri vinnu,“ segir Katrín Möller, nýdoktor við Háskóla Íslands. Fjöldi vísindamanna mættu á palla Alþingis í dag og mótmæltu niðurskurð í samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs. Niðurskurðurinn var tilkynntur í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Niðurskurðurinn nemur 1,1 milljarði.
Katrín sótti nýlega um nýdoktors styrk hjá Rannís. Styrkurinn er einn þeirra sem niðurskurðurinn gæti bitnað á. „Sjóðurinn er ekkert allt of stór og ekkert allt of miklar líkur á að maður muni fá hann en núna minka líkurnar en þá meira.“
„Þetta er helsta tækið okkar til að þjálfa unga vísindamenn og unga sérfræðinga. Hérna eru margir ungir vísindamenn sem hafa áhyggjur af því að halda áfram með verkefni sín eftir jól,“ segir Erna Magnúsdóttir, dósent og formaður stjórnar Lífvísindaseturs HÍ, …
Athugasemdir