Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur dregist saman á Íslandi fimm ársfjórðunga í röð. Samkvæmt gagnasafni Hagstofu Íslands, sem nær aftur til loka árs 2010, þá er það í fyrsta sinn á þrettán árum sem það gerist. Samdrátturinn á þriðja ársfjórðungi var 2,7 prósent. Á ársfjórðungnum á undan var hann 5,2 prósent, sem var mesti samdráttur í kaupmætti síðan undir lok árs 2010, þegar hann lækkaði um sjö prósent.
Á mannamáli þýðir samdráttur í kaupmætti ráðstöfunartekna – þeirra tekna sem standa eftir þegar fólk er búið að borga skatta og önnur gjöld af launum sínum – að virði þeirra peninga sem fólk á eftir rýrnar. Það fær minna fyrir þá. Ástæðan er verðbólga og vaxtahækkanir. Hlutirnir kosta meira, afborganir eru hærri og krónutala launa heldur ekki í við það. Ráðstöfunartekjur í krónum talið jukust um 4,8 prósent frá lokum september í fyrra og fram til loka sama mánaðar í ár. Vísitala neysluverðs, sem …
Athugasemdir