Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þorsteinn Már kaupir fjallaskála í Noregi á 265 milljónir króna

Fjalla­skáli sem Þor­steinn Már Bald­vins­son festi kaup á í Nor­egi seld­ist með af­slætti, en hann hafði ver­ið á sölu í eitt ár. Þor­steinn Már ætl­ar sér ekki að flytja til Nor­egs en son­ur hans, Bald­vin, flutti þang­að ný­ver­ið ásamt fjöl­skyldu sinni.

Þorsteinn Már kaupir fjallaskála í Noregi á 265 milljónir króna
Þorsteinn Már Baldvsinsson Skálinn hefur staðið á sölu í ár og keypti Þorsteinn hann á afslætti. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og eigandi Samherjasamstæðunnar um áratugaskeið, festi nýlega kaup á fjallaskála fyrir utan litla skíðabæinn Hafjell í austur Noregi. Norski fjölmiðillinn DN greindi frá þessu fyrr í mánuðinum.

Skálinn er 254 fermetra nýbygging. Upphaflegt verð skálans var 23,9 milljónir norskra króna, sem nemur 316.240.000 íslenskra króna. Skálinn hefur staðið á sölu í ár og keypti Þorsteinn hann á 20 milljónir norskra króna eða 264.636.000 íslenskra króna. Hægt er að sjá mynd af skálanum hér. 

Í svari Þorsteins Más til norska fjölmiðilsins DN segist hann ekki vera að flytja til Noregs. Hann sé að smíða skip í Noregi en þess að auki á hann nokkrar fjárfestingar í Noregi.

Heildarárstekjur Þorsteins Más voru um 357 milljónir króna í fyrra samkvæmt Hátekjulista Heimildarinnar. Eigið fé þeirra félaga sem mynda Samherjasamstæðuna, og voru lengi vel að stórum hluta í eigu Þorsteins Más, Helgu S. Guðmundsdóttur fyrrverandi eiginkonu hans og Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, var um 160 milljarðar króna í lok árs 2021. Þau færðu eignarhaldið á Samherja hf. til barna sinna árið 2020 og seldu erlenda starfsemi samstæðunnar til Baldvins Þorsteinssonar, sonar Þorsteins Más, í lok síðasta árs. 

Auður Þorsteins Más var metinn á um 110 milljarða króna af Frjálsri verslun í apríl síðastliðnum. 

Baldvin fluttur til Noregs

Baldvin, sem hefur undanfarin ár stýrt erlendri starfsemi Samherja, býr nú ásamt fjölskyldu sinni í bænum Jar í Noregi. Þaðan rekur hann sjávarútvegsfyrirtækið Öldu Seafood. Baldvin er með skráð lögheimili sitt í Noregi en það var áður skráð í Hollandi þar sem hann bjó og leiddi alþjóð­­lega starf­­semi Sam­herja.

Í smáskilaboðum sem hann sendi DN sagði Baldvin að Noregur hefði alltaf verið mikilvægt viðskiptaland fyrir Samherjasamstæðuna. Hún væri að byggja þar skip auk þess sem hún stæði í öðrum fjárfestingum þar í landi. „Ég hef áður búið á meginlandinu. Noregur, með nálægð sína við Ísland, er þægilegri staður fyrir mig að búa.“

Keypti Öldu fyrir óuppgefið verð

Alda Seafood hefur haldið utan um erlenda starf­semi Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, fyr­ir­tæki á sviði veiða, vinnslu og sölu sjá­v­­­ar­af­­urða í Evr­­ópu og Norð­­ur­-Am­er­íku. Fjár­fest­inga­fé­lagið Sæból til­heyrir líka Öldu. Það félag á tvö dótt­­­­­ur­­­­­fé­lög, Esju Shipp­ing Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­­­­­festi á Kýp­­­­­ur. Þau félög héldu meðal ann­­­­­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­­­­­íu, þar sem sam­­­­­stæðan og stjórn­­­­­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­­­­­ast yfir ódýran kvóta. Alda Seafood á 40 prósent af norska útgerðarfélaginu Eskøy, en samkvæmt norskum lögum mega útlendingar eiga að hámarki 40 prósent í norskum útgerðum. Auk þess á Sæból þrjú dótt­ur­fé­lög í Fær­eyj­um, þar á meðal Spf Tind­hólm.

Baldvin keypti Öldu Seafood af Samherja Holding undir lok síðasta árs. Í frétt Morgunblaðsins af kaupunum var haft eftir Þorsteini Má að ástæðan fyrir söl­unni væru kyn­slóða­skipti sem átt hafi sér stað innan Sam­herja, og að salan á Öldu væri eðli­legt fram­hald af því. „Við telj­um að fé­lagið sé vel komið í hans hönd­um og þeirra stjórn­­enda sem hafa starfað þar.“  Í frétt Morg­un­blaðs­ins var ekki greint frá því á hvaða verði Bald­vin keypti Öldu Seafood né hvernig kaupin voru fjár­mögn­uð og ekki er hægt að sjá hver verðmiðinn var í ársreikningi Samherja Holding, sem í dag heitir ESTIA ehf. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Kvótakerfið er sóðalegasta pólitíska spilling í íslandssögunni hingað til. Svo koma hinar auðlindirnar.
    4
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hann (þorsteinn Már) er bara ekkert ríkur.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár