Þá breyttist allt
Skemmtileg viðtalsbók sem endurspeglar fjölbreyttan samtímans. Efnistökin hefðu þó mátt vera hnitmiðaðri og formið á sögunum sömuleiðis.
Þegar yfir mann hellist tilfinningin „heimur versnandi fer“ getur verið ágætt að rifja upp það sem breyst hefur til batnaðar á síðustu árum og þar má sannarlega nefna aukinn fjölbreytileika mannlífsins hér á landi. Líkt og bent er á í formála bókarinnar Þá breyttist allt hefur á aðeins tveimur áratugum orðið ótrúleg fjölgun í hópi erlendra ríkisborgara á Íslandi, úr 10.000 manns í 65.000.
Á bak við þessar tölur eru jafnmargar sögur, heilar 65.000 manneskjur af holdi og blóði, og með bók sinni vilja höfundarnir greinilega minna á manneskjulega þáttinn í þessum breytingum á samsetningu íslensks samfélags, að fjölbreytt samfélag sé auðugra fyrir vikið. Á mörgum sviðum eigum við enn eftir að átta okkur á því og grípa tækifærið til að stíga nýjan takt; pólitísk völd og menningarlegt auðmagn hafa lítt þokast undan sömu rössunum og hugmyndin um innflytjendur sem „erlent vinnuafl“ fyrst og fremst er lífseig.
Í bókinni er …
Athugasemdir