Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flugumferðarstjórar nýta verkfallsréttinn í sjötta sinn á níu árum

Arn­ar Hjálms­son, formað­ur Fé­lags ís­lenskra flug­um­ferð­ar­stjóra seg­ir að það sé aldrei auð­velt að boða til verk­falla. Hann mæt­ir þó bjart­sýnn á næsta fund með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem hald­in er klukka þrjú í dag.

Flugumferðarstjórar nýta verkfallsréttinn í sjötta sinn á níu árum
Formaður Verkfall flugumferðarstjóra hófst í nótt með með verkstöðvun sem varði frá fjögur í nótt til tíu í fyrramálið og fresta þurfti fjölmörgum flugferðum. Arnar Hjálmsson er formaður stéttarfélags þeirra. Mynd: RÚV

Arn­ar Hjálms­son, formaður Fé­lags íslenskra flug­um­ferðar­stjóra segir að það sé aldrei auðvelt að boða til verkfalla, „hvað þá síður að horfa upp á það verða að veruleika.“ 

Verkfall flugumferðarstjóra hófst á klukkan fjögur í gærnótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin hafði umtalsverð áhrif á flug þúsunda ferðalanga. Viðræður milli Félags flugumferðarstjóra og Samtaka Atvinnulífsins munu fara fram í dag klukkan þrjú í dag. 

Spurður um það hvort hann sé vongóður fyrir næsta fund segist Arnar öllu jafna mæta bjartsýnn á fundina, „en vongóður svona á miðað við hvernig þessu lauk í gær? Já já eigum við ekki bara leyfa okkur að vera það? Við sjáum hvernig þetta þróast,“ segir Arnar. 

Flóknar viðræður framundan

Viðræður milli Félags flugumferðarstjóra og Samtaka Atvinnulífsins hafa gengið erfiðlega fyrir sig. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur gagnrýnt framgöngu flugumferðarstjóra og sagt að aðgerðirnar gætu skemmt fyrir vinnu við að koma á nýrri þjóðarsátt á meðal allra aðila á vinnumarkaði, sem sé vandasamt verk á þessum tímum vegna hárrar verðbólgu og stýrivaxta.

Spurður út í þessa gagnrýni segist formaðurinn vera móttækilegur fyrir því að hlusta á og ræða þá gagnrýni, bætir við að það sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins virðist ekki hafa áttað „sig á í byrjun er að við erum enn þá í síðustu samningslotu. Við erum að senda út þessa skammtímasamninga núna fyrir okkar félagsmenn. Það var uppleggið, sem að aðrir sömdu um fyrir tæpu ári síðan. Við erum í raun síðastir í þeirri lotu. Hvort að okkar útspil skemmi fyrir því, það verður bara að koma í ljós,“ segir Arnar.

HeildarlaunFlugumferðarstjórar eru með um 1,5 milljónir króna á mánuði að meðaltali í heildarlaun. Inni í þeirri tölu er þó töluverð yfirvinna.

Þá tekur Arnar fram að Félag flugumferðarstjóra hafi opnað á þann möguleika að gera samning til lengri tíma en þær viðræður hafi ekki náð langt. Meðal annars, vegna þess að Samtök atvinnulífsins gátu ekki samþykkt þau skilyrði sem flugumferðarstjórar settu fyrir lengri samning. 

Flugumferðarstjórar  hafa boðað til verkfalls sex sinnum á níu árum

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur bent á að á síðastliðnum fimm árum hafi flugumferðarstjórar boðað til þriggja verkfalla. Árið 2021 samþykktu þeir að beita verkfallsaðgerðum, sem var aflýst nokkrum dögum áður en til vinnustöðvunar kom. Árið 2019 boðaði FÍF til vinnustöðvunar í formi þjálfunarbanns sem gilti um alla félagsmenn sem starfa hjá Isavia.

Þá beittu flugumferðarstjórar verkfallsaðgerðum þrjú sumur í röð milli áranna 2014 og 2016,  með því að boða til yfirvinnubanns. Árið 2016 samþykkti Alþingi að setja lög á verkfall flugumferðarstjóra þar sem áframhaldandi verkfallsaðgerðir voru bannaðar og gerðardómur skipaður til þess að skera úr um kjaradeiluna.  

Laun og kjör flugumferðarstjóra þykja góð

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hag­stofu Íslands eru grunnlaun þeirra sem starfa við flugumsjón 915.000 krónur á mánuði. Meðaltal regluleg heildarlaun, eru regluleg laun að viðbættum launum fyrir mælda yfirvinnu, tæplega ein og hálf milljón krónu á mánuði. 

Spurður út í umræðu sem farið hefur stað um laun flugumferðastjóra segir Arnar að hafa verði í huga þá miklu yfirvinnu sem flugumferðastjórar sinna og segir ráðamenn hjá Isavia geta vottað til um það.

Til samanburðar voru föst laun nýráðinna flugþjóna, árið 2020, í kringum 290 þúsund krónur á mánuði með vaktaálagi. Flugþjónar með tíu ára starfsreynslu voru með rétt yfir 400 hundruð þúsund krónur á mánuði.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár