Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flugumferðarstjórar nýta verkfallsréttinn í sjötta sinn á níu árum

Arn­ar Hjálms­son, formað­ur Fé­lags ís­lenskra flug­um­ferð­ar­stjóra seg­ir að það sé aldrei auð­velt að boða til verk­falla. Hann mæt­ir þó bjart­sýnn á næsta fund með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem hald­in er klukka þrjú í dag.

Flugumferðarstjórar nýta verkfallsréttinn í sjötta sinn á níu árum
Formaður Verkfall flugumferðarstjóra hófst í nótt með með verkstöðvun sem varði frá fjögur í nótt til tíu í fyrramálið og fresta þurfti fjölmörgum flugferðum. Arnar Hjálmsson er formaður stéttarfélags þeirra. Mynd: RÚV

Arn­ar Hjálms­son, formaður Fé­lags íslenskra flug­um­ferðar­stjóra segir að það sé aldrei auðvelt að boða til verkfalla, „hvað þá síður að horfa upp á það verða að veruleika.“ 

Verkfall flugumferðarstjóra hófst á klukkan fjögur í gærnótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin hafði umtalsverð áhrif á flug þúsunda ferðalanga. Viðræður milli Félags flugumferðarstjóra og Samtaka Atvinnulífsins munu fara fram í dag klukkan þrjú í dag. 

Spurður um það hvort hann sé vongóður fyrir næsta fund segist Arnar öllu jafna mæta bjartsýnn á fundina, „en vongóður svona á miðað við hvernig þessu lauk í gær? Já já eigum við ekki bara leyfa okkur að vera það? Við sjáum hvernig þetta þróast,“ segir Arnar. 

Flóknar viðræður framundan

Viðræður milli Félags flugumferðarstjóra og Samtaka Atvinnulífsins hafa gengið erfiðlega fyrir sig. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur gagnrýnt framgöngu flugumferðarstjóra og sagt að aðgerðirnar gætu skemmt fyrir vinnu við að koma á nýrri þjóðarsátt á meðal allra aðila á vinnumarkaði, sem sé vandasamt verk á þessum tímum vegna hárrar verðbólgu og stýrivaxta.

Spurður út í þessa gagnrýni segist formaðurinn vera móttækilegur fyrir því að hlusta á og ræða þá gagnrýni, bætir við að það sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins virðist ekki hafa áttað „sig á í byrjun er að við erum enn þá í síðustu samningslotu. Við erum að senda út þessa skammtímasamninga núna fyrir okkar félagsmenn. Það var uppleggið, sem að aðrir sömdu um fyrir tæpu ári síðan. Við erum í raun síðastir í þeirri lotu. Hvort að okkar útspil skemmi fyrir því, það verður bara að koma í ljós,“ segir Arnar.

HeildarlaunFlugumferðarstjórar eru með um 1,5 milljónir króna á mánuði að meðaltali í heildarlaun. Inni í þeirri tölu er þó töluverð yfirvinna.

Þá tekur Arnar fram að Félag flugumferðarstjóra hafi opnað á þann möguleika að gera samning til lengri tíma en þær viðræður hafi ekki náð langt. Meðal annars, vegna þess að Samtök atvinnulífsins gátu ekki samþykkt þau skilyrði sem flugumferðarstjórar settu fyrir lengri samning. 

Flugumferðarstjórar  hafa boðað til verkfalls sex sinnum á níu árum

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur bent á að á síðastliðnum fimm árum hafi flugumferðarstjórar boðað til þriggja verkfalla. Árið 2021 samþykktu þeir að beita verkfallsaðgerðum, sem var aflýst nokkrum dögum áður en til vinnustöðvunar kom. Árið 2019 boðaði FÍF til vinnustöðvunar í formi þjálfunarbanns sem gilti um alla félagsmenn sem starfa hjá Isavia.

Þá beittu flugumferðarstjórar verkfallsaðgerðum þrjú sumur í röð milli áranna 2014 og 2016,  með því að boða til yfirvinnubanns. Árið 2016 samþykkti Alþingi að setja lög á verkfall flugumferðarstjóra þar sem áframhaldandi verkfallsaðgerðir voru bannaðar og gerðardómur skipaður til þess að skera úr um kjaradeiluna.  

Laun og kjör flugumferðarstjóra þykja góð

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hag­stofu Íslands eru grunnlaun þeirra sem starfa við flugumsjón 915.000 krónur á mánuði. Meðaltal regluleg heildarlaun, eru regluleg laun að viðbættum launum fyrir mælda yfirvinnu, tæplega ein og hálf milljón krónu á mánuði. 

Spurður út í umræðu sem farið hefur stað um laun flugumferðastjóra segir Arnar að hafa verði í huga þá miklu yfirvinnu sem flugumferðastjórar sinna og segir ráðamenn hjá Isavia geta vottað til um það.

Til samanburðar voru föst laun nýráðinna flugþjóna, árið 2020, í kringum 290 þúsund krónur á mánuði með vaktaálagi. Flugþjónar með tíu ára starfsreynslu voru með rétt yfir 400 hundruð þúsund krónur á mánuði.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár