Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ákvað sjö ára gömul að starfa fyrir mæðrastyrksnefnd

Anna H. Pét­urs­dótt­ir er formað­ur mæðra­styrksnefnd­ar Reykja­vík­ur. Hún seg­ir und­ir­bún­ing fyr­ir jól­in ganga vel og ger­ir ráð fyr­ir að í kring­um 1.500 heim­ili sæki sér að­stoð í ár. Þeg­ar Anna var að­eins sjö ára göm­ul sagði hún móð­ur sinni að í fram­tíð­inni ætl­aði hún að starfa fyr­ir mæðra­styrksnefnd.

Ákvað sjö ára gömul að starfa fyrir mæðrastyrksnefnd
Formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Anna H. Pétursdóttir gerir ráð fyrir að um 1500 heimili sæki sér aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Undirbúningur gengur vel, við erum bara á fullu,“ segir Anna H. Pétursdóttir, sem hefur verið formaður mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur frá 2015, aðspurð hvernig undirbúningur fyrir jólin gangi. 

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur verið sjálfstætt starfandi síðan árið 1939. Á bak við nefndina standa sex kvenfélög: Hvítabandið, Hvöt, Félag Sjálfstæðiskvenna, Félag háskólakvenna, Framsókn, Alþýðuflokkur og Thorvaldsensfélagið. 

Meðal þeirrar aðstoðar sem stendur til boða hjá mæðrastyrksnefnd eru matarúthlutanir. Sú aðstoð stendur til boða allt árið en fjöldi þeirra sem nýta sér hana eykst fyrir hver jól. Eftir að matarúthlutuninni er lokið úthlutar mæðrastyrksnefnd jólagjöfum.

Þar sem umsóknarfrestur var nýliðinn þegar blaðakona Heimildarinnar náði tali af Önnu gat hún ekki sagt nákvæmlega til um hve margir höfðu sótt um aðstoð. Anna gerir hins vegar ráð fyrir að fjöldinn verði svipaður og í fyrra. „Við eigum von á svona 1.500 heimilum. Í kringum það.“

400 heimili alla jafna

Fjöldi þeirra sem sækja um hefur staðið í stað síðustu ár. Anna segir 1.500 heimili engu að síður mikinn fjölda og er alltaf mest aðsókn fyrir jólin.

Eftir efnahagshrunið 2008 sóttu um 2.000 heimili sér aðstoð. „Það hefur ekki verið mikil aukning. Við höfum farið upp í 2.000 heimili, til dæmis í hruninu, þá fór þetta alveg upp í 2.000 heimili. Svo var þetta líka mikið í Covid af því að það voru margir sem höfðu bara ekki efni á jólunum þá.“

Anna segir mikinn mun á því að vinna fyrir mæðrastyrksnefnd fyrir jólin og á öðrum tímum ársins. „Já, það er mjög mikill munur. Það eru svo miklu fleiri sem koma, á þessum tveimur dögum sem við erum með opið erum við að fá 1.500 heimili en í venjulegri viku erum við með 400 heimili.“

Hefur hópurinn sem sækir sér aðstoð frá mæðrastyrksnefnd eitthvað breyst?

„Nei, hann hefur nú lítið breyst, eiginlega ekkert,“ svarar Anna. Hún segir öryrkja og ellilífeyrisþega stóran hluta af hópnum en einnig fólk sem er að koma úr meðferðum og búa á áfangaheimilum eins og Draumasetrinu. „Þessu fólki erum við að hjálpa.“

Að eigin sögn hefur Anna alltaf haft þörf fyrir að hjálpa fólki. Hún vinnur fullt starf í sjálfboðaliðavinnu og segist hafa gaman af starfinu sínu. „Meira að segja þegar ég var sjö ára þá sagði ég við mömmu þegar ég heyrði talað um mæðrastyrksnefnd: Þetta ætla ég að gera þegar ég verð stór. Og ég stóð við það.“

Anna H. PétursdóttirSagði við móður sína aðeins sjö ára gömul að hún ætlaði að starfa fyrir mæðrastyrksnefnd.

Árið 2012 stofnaði mæðrastyrksnefnd menntunarsjóð og hefur Anna tekið þátt í honum síðan þá. Sjóðnum er ætlað „að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi“.

Nú, rúmlega 10 árum síðar, hafa nokkur hundruð konur verið styrktar til náms. „Við erum búin að hjálpa meira en 500 konum að mennta sig. Þetta skólaár erum við með 60 konur. Við erum að reyna að fá konurnar til að mennta sig svo þær þurfi ekki að leita til okkar. Geti farið að vinna og sinnt sér og börnunum sínum,“ útskýrir Anna en hægt er að styrkja bæði mæðrastyrksnefnd og menntunarsjóðinn á Mæður.is.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár