Ingó veðurguð sendir annarri konu kröfu

Ingólf­ur Þór­ar­ins­son, bet­ur þekkt­ur sem tón­list­ar­mað­ur­inn Ingó veð­ur­guð, sendi á dög­un­um kröfu­bréf til konu sem lét niðr­andi um­mæli um hann falla á net­inu ár­ið 2022. Sú sem fékk kröf­una seg­ir að hún hafi vilj­að sýna stuðn­ing við þo­lend­ur með um­mæl­un­um. Lög­mað­ur hans úti­lok­ar ekki að fleiri slík bréf verði send í fram­tíð­inni.

Ingó veðurguð sendir annarri konu kröfu
Kröfubréf Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hefur verið duglegur að senda fólki kröfubréf fyrir að halda því fram að hann sé ofbeldismaður.

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Ingó veðurguð, sendi á dögunum kröfubréf til konu sem lét ummæli um hann falla á netinu árið 2022. Þetta staðfestir Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, í samtali við Heimildina. Hún segir ekki loku fyrir það skotið að fleiri kröfur verði sendar á hendur fólki fyrir að hafa tjáð sig um Ingólf á samfélagsmiðlum með meiðandi hætti.

„Hann ætlar ekki að sitja undir því að vera sakaður um að nauðga konum og beita ofbeldi,“ segir hún. Í kröfubréfinu var farið fram á að ummælin væru leiðrétt eða afturkölluð og beðist afsökunar á þeim. Ingólfur krefur konuna um greiðslu 250 þúsund króna í miskabætur og til viðbótar 150 þúsund króna í lögmannskostnað, ellegar áskilji hann sér rétt til að fara fram á „fullar miskabætur honum til handa sem og málskostnað“.

Auður tekur fram að þetta sé ekki herför gegn neinum og segist vona að hægt verði að ná samkomulagi við þá stefndu svo málið endi ekki fyrir dómi. „Það er náttúrulega það sem við vildum helst vilja.“ Ekki er ljóst hvað myndi felast í slíku samkomulagi, en ef marka má kröfurbéf er það að viðkomandi biðji Ingólf afsökunar, dragi ummæli til baka og greiði miskabætur.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SA
    Sigurgeir Arnarson skrifaði
    Í mínum huga er Ingólfur ekkert annað en siðlaust kvenfyrirlitningargrey
    2
  • SJ
    Svala Jónsdóttir skrifaði
    Ætlar hann að hafa þetta að féþúfu, að hafa fé út úr konum sem ætluðu ekki að gera annað en að standa með þolendum ofbeldis?
    2
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Lítil menni,bara pínu pínu pínu lítill kall
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Best er að fara í gjaldþrot í svona málum. Láta Góa sitja uppi með kostnaðinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár