Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ingó veðurguð sendir annarri konu kröfu

Ingólf­ur Þór­ar­ins­son, bet­ur þekkt­ur sem tón­list­ar­mað­ur­inn Ingó veð­ur­guð, sendi á dög­un­um kröfu­bréf til konu sem lét niðr­andi um­mæli um hann falla á net­inu ár­ið 2022. Sú sem fékk kröf­una seg­ir að hún hafi vilj­að sýna stuðn­ing við þo­lend­ur með um­mæl­un­um. Lög­mað­ur hans úti­lok­ar ekki að fleiri slík bréf verði send í fram­tíð­inni.

Ingó veðurguð sendir annarri konu kröfu
Kröfubréf Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hefur verið duglegur að senda fólki kröfubréf fyrir að halda því fram að hann sé ofbeldismaður.

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Ingó veðurguð, sendi á dögunum kröfubréf til konu sem lét ummæli um hann falla á netinu árið 2022. Þetta staðfestir Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, í samtali við Heimildina. Hún segir ekki loku fyrir það skotið að fleiri kröfur verði sendar á hendur fólki fyrir að hafa tjáð sig um Ingólf á samfélagsmiðlum með meiðandi hætti.

„Hann ætlar ekki að sitja undir því að vera sakaður um að nauðga konum og beita ofbeldi,“ segir hún. Í kröfubréfinu var farið fram á að ummælin væru leiðrétt eða afturkölluð og beðist afsökunar á þeim. Ingólfur krefur konuna um greiðslu 250 þúsund króna í miskabætur og til viðbótar 150 þúsund króna í lögmannskostnað, ellegar áskilji hann sér rétt til að fara fram á „fullar miskabætur honum til handa sem og málskostnað“.

Auður tekur fram að þetta sé ekki herför gegn neinum og segist vona að hægt verði að ná samkomulagi við þá stefndu svo málið endi ekki fyrir dómi. „Það er náttúrulega það sem við vildum helst vilja.“ Ekki er ljóst hvað myndi felast í slíku samkomulagi, en ef marka má kröfurbéf er það að viðkomandi biðji Ingólf afsökunar, dragi ummæli til baka og greiði miskabætur.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SA
    Sigurgeir Arnarson skrifaði
    Í mínum huga er Ingólfur ekkert annað en siðlaust kvenfyrirlitningargrey
    1
  • SJ
    Svala Jónsdóttir skrifaði
    Ætlar hann að hafa þetta að féþúfu, að hafa fé út úr konum sem ætluðu ekki að gera annað en að standa með þolendum ofbeldis?
    2
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Lítil menni,bara pínu pínu pínu lítill kall
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Best er að fara í gjaldþrot í svona málum. Láta Góa sitja uppi með kostnaðinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár