Læknar án landamæra vinna á tveimur spítölum í Gasa. Þeir eru Nasser-spítalinn og Aqsa-spítalinn. Þar dvelja um þúsund sjúklingar og kemur margt slasað fólk þangað inn. „Það er mjög erfitt að veita sjúklingum viðunandi læknisaðstoð,“ segir norski læknirinn Morten Rostrup í nýjasta þætti Pressu.
Morten starfar fyrir Lækna án landamæra og á að baki langan feril á stríðssvæðum. Hann segir þó engar aðstæður líkjast þeim sem nú eru á Gasasvæðinu.
Grafalvarleg staða
Morten lýsir stöðunni á spítölum Gasa sem grafalvarlegri. En engar birgðir bárust þeim á spítalann, engin lyf eða sjúkrabúnaður. Eru þar „700 sjúklingar á þeim spítala og á hverjum degi er komið með 150-200 slasaða einstaklinga þangað,“ segir hann.
Staðan núna er alvarleg þar sem læknarnir eru varla færir um að aðstoða sjúklinga og eru í hættu á að eldsneyti klárist algörlega. „Fólk í öndunarvélum mun deyja. Við erum líka með margt fólk með langvinna sjúkdóma sem fær …
Ríkisstjórn VG liða styður þennan viðbjóð , þessi barna morð ?