Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Varar við áhrifum „stökkbreytingar“ sem orðið hefur á árinu 2023

Veð­ur­fræð­ing­ur­inn Ein­ar Svein­björns­son seg­ist í nýj­asta þætti Pressu ekki leng­ur vera bjart­sýnn á að mann­kyn­ið nái að hindra að hlýn­un jarð­ar fari yf­ir 1,5 gráðu, eft­ir að hafa fylgst með örri hlýn­un hafs­ins á ár­inu.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þá óvæntu þróun sem sést hefur á hitastigi jarðar síðastliðið ár vera til marks um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. „Þetta hefur komið dálítið bratt að okkur og menn héldu kannski að þetta yrði veðurlagið sem verði á síðari hluta aldarinnar,“ sagði hann í viðtali hjá Margréti Marteinsdóttur í nýjasta þætti Pressu, þjóðmálaþætti Heimildarinnar.

Spurður hvort hann haldi að það muni takast að halda hlýnuninni undir 1,5 gráðu segist Einar svartsýnni á það en áður. „Einu sinni var ég bara frekar bjartsýnn á þetta allt saman en ég er það eiginlega ekki lengur því mér finnst ekkert ganga.“

Hann segir það blasa við að draga þurfi verulega úr notkun á jarðefnaeldsneyti. „En skrefin í þá átt eru fá. Mér sýnist þau ekki núna þessar vikurnar ætla að verða neitt stærri en að undanförnu, því miður. Það er mín tilfinning.“

Hér má horfa á annan þátt Pressu í heild sinni:

Stökkbreyting á hitatölum

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár