Varar við áhrifum „stökkbreytingar“ sem orðið hefur á árinu 2023

Veð­ur­fræð­ing­ur­inn Ein­ar Svein­björns­son seg­ist í nýj­asta þætti Pressu ekki leng­ur vera bjart­sýnn á að mann­kyn­ið nái að hindra að hlýn­un jarð­ar fari yf­ir 1,5 gráðu, eft­ir að hafa fylgst með örri hlýn­un hafs­ins á ár­inu.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þá óvæntu þróun sem sést hefur á hitastigi jarðar síðastliðið ár vera til marks um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. „Þetta hefur komið dálítið bratt að okkur og menn héldu kannski að þetta yrði veðurlagið sem verði á síðari hluta aldarinnar,“ sagði hann í viðtali hjá Margréti Marteinsdóttur í nýjasta þætti Pressu, þjóðmálaþætti Heimildarinnar.

Spurður hvort hann haldi að það muni takast að halda hlýnuninni undir 1,5 gráðu segist Einar svartsýnni á það en áður. „Einu sinni var ég bara frekar bjartsýnn á þetta allt saman en ég er það eiginlega ekki lengur því mér finnst ekkert ganga.“

Hann segir það blasa við að draga þurfi verulega úr notkun á jarðefnaeldsneyti. „En skrefin í þá átt eru fá. Mér sýnist þau ekki núna þessar vikurnar ætla að verða neitt stærri en að undanförnu, því miður. Það er mín tilfinning.“

Hér má horfa á annan þátt Pressu í heild sinni:

Stökkbreyting á hitatölum

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár