Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Afklæddir Palestínumenn barðir og niðurlægðir af Ísraelsher

Tug­ir manna voru hand­tekn­ir í að­gerð­um Ísra­els­hers, neydd­ir til að af­klæð­ast og krjúpa á jörð­inni. Ísra­els­her seg­ir hand­tekna vera með­limi Ham­as, en með­al hand­tek­inna eru blaða­mað­ur, lækn­ar og aldr­að­ir.

Afklæddir Palestínumenn barðir og niðurlægðir af Ísraelsher
Afkæddir palestínskir fangar Tugir palestínskra karlmanna voru handteknir í gær, barðir og neyddir til að afklæðast.

Myndir af klæðalitlum palestínskum mönnum krjúpandi á jörðinni, umkringdir ísraelskum hermönnum með byssur, hafa dreifst víða í dag og í gær um samfélagsmiðla. Myndirnar eru frá því í gær og sýna fjöldahandtökur karlmanna frá Palestínu af Ísraelsher.

Tugir hafa verið handteknir að sögn ísraelskra hernaðaryfirvalda í aðgerð sem átti sér stað á Norður-Gasa. Mennirnir voru handteknir í Jabalia-flóttamannabúðunum og á nærliggjandi svæðum. Ísraelsher hefur ekki gefið skýringar á aðgerðinni, né staðfest hvort að um meðlimi Hamas eða almenna borgara sé að ræða.

Palestínskir fangar umkringdir hermönnum Ísraelshers

Blaðamaður Al Jazeera, Dima Khatib, deilir myndbandi af handteknu mönnunum á samfélagsmiðlinum X og segir að meðal þeirra beri hún kennsl á blaðamaðinn Diaa Al Kahlout. Hann hafi ekki flúið til suðurs þar sem hann hafi þurft að sjá um aldraða móður sína og barn með fötlun, sem hafi ekki getað rýmt svæðið. Kahlout er blaðamaður fréttamiðilsins The New Arab, …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VEK
    Védís Elsa Kristjánsdóttir skrifaði
    Enda fordæma Bandaríkjamenn ekki þessar aðfarir né annað sem Ísraelsmenn gera.
    0
  • IHÁ
    Ingvar Helgi Árnason skrifaði
    Man ekki einhver eftir Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad, sem bandaríski herinn notaði til að niðurlægja nakta fanga sína?
    0
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Fyrrum fórnarlömb nasista umbreytst í sömu skrímslin. Þyngra en tárum taki að sjá þetta gerast, ísraelsmenn eru algjörlega heillum horfnir.
    0
  • IHÁ
    Ingvar Helgi Árnason skrifaði
    Ljótt er ef satt reynist
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þetta er bara seinni Helförin.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár