Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Pressa í hádeginu: „Aldrei nokkurn tíma séð svona hrikalegar aðstæður“

Morten Rostrup, norsk­ur lækn­ir sem starf­að hef­ur á flest­um átaka­svæð­um í heim­in­um á veg­um Lækna án landa­mæra síð­ustu tæpu þrjá­tíu ár, seg­ist aldrei hafa séð ann­an eins hryll­ing og á Gaza. „Þessu verð­ur að ljúka. Núna,“ seg­ir Morten um loft­árás­ir Ísra­els­hers.

<span>Pressa í hádeginu:</span> „Aldrei nokkurn tíma séð svona hrikalegar aðstæður“
Við getum ekki horft upp á þetta lengur Morten Rostrup hefur starfað sem læknir á flestum átakasvæðum í heiminum frá því árið 1996 en segir að hvergi hafi ástandið verið jafn skelfilegt og á Gaza síðustu vikur. Tvær milljónir séu fastar á átakasvæði undir stöðugum árásum og geta ekki flúið ,,Við getum ekki horft uppá þetta lengur. Þetta er hræðilegt. Þessu verður að ljúka. Núna." Mynd: úr einkasafni

Morten Rostrup var staddur í Osló þegar Pressa náði tali af honum en hann hefur verið í reglulegum samskiptum við samstarfsfólk sitt sem starfar á Gaza síðustu tvo mánuði.

Morten segir að á miðvikudag hafi hann fengið upplýsingar um að öllum vegum sem liggja að Al-Aqsa sjúkrahúsinu, sem er á miðri Gazaströndinni, hafi verið lokað. Því hafi ekki verið hægt að koma þangað lyfjum, vatni, mat eða eldsneyti sem knýr rafmagnið þar. „Við erum í hættu á að klára eldsneytið algerlega. Fólk í öndunarvélum mun deyja,“ segir Morten Rostrup.

Særð palestínsk börn bíða eftir læknisaðstoðMyndin var tekin 5. desember á Nasser spítalanum í Khan Yunis á Gaza.

Hætta á útbreiðslu sjúkdóma

Hann segir að um helmingur sjúklinga, sem koma á heilsugæslustöðvar þar sem starfsfólk Lækna án landamæra starfar, séu börn yngri en fimm ára, „Við erum með marga sjúklinga á barnsaldri með brunasár, alvarleg brunasár.“

Þá séu sjúkdómar þegar farnir að breiðast út enda séu þrengslin yfirgengileg, fólk geti ekkert flúið, sé innilokað. „Það er mikil hætta á útbreiðslu sjúkdóma því að smit dreifast hratt,“ segir Morten og bætir við að ónæmiskerfi fólks á svæðinu sé afar veikburða „sem er afleiðing þessa grimma hernaðar í tvo mánuði“.

Morten segist hafa unnið á flestum stríðssvæðum í heiminum síðan árið 1996.

„Ég hef unnið í Írak, ég hef unnið í Sýrlandi, ég hef unnið í Afganistan, ég hef unnið í Líbíu.“ Aldrei hafi hann þó séð jafnskelfilegt ástand og ríki á Gaza. „Ég hef aldrei séð svona ástand þar sem tvær milljónir manna eru innilokuð á stríðssvæði þar sem eru látlausar sprengjuárásir.“

„Hvar er þrýstingurinn á Ísrael að stöðva þessar ómannúðlegu sprengjuárásir á saklausa borgara?“

Á flestum átakasvæðum, segir Morten, hafi fólk að minnsta kosti þann möguleika að flýja. „Þannig að ég verð að segja að á mínum 27 ára ferli, starfandi á stríðssvæðum, hef ég aldrei séð svona hrikalegar aðstæður. Og þetta er í gangi dag eftir dag og heimurinn fylgist með. Horfir á sjónvarpið og sér þetta, og hvar er þrýstingurinn á Ísrael að stöðva þessar ómannúðlegu sprengjuárásir á saklausa borgara?“

Á dagskrá Pressu

Viðtalið við Morten Rostrup verður sýnt í heild sinni í dag, föstudag, í þættinum Pressu, sem er á dagskrá í hádeginu alla föstudaga. Í kjölfar þess verða Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, í pallborðsumræðu í beinni útsendingu til að ræða málefni Palestínu.

Í síðari hluta Pressu verður svo viðtal við Guðlaug Þór Þórðarsson umhverfisráðherra, sem talar frá Sameinuðu arabísuku furstadæmunum, þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir, og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, segir frá hver raunveruleg þróun hlýnandi veðurfars hefur verið. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar sem kom af loftslagsráðstefnunni í nótt, Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfisnefndar Alþingis, og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, ræða svo loftslagsmálin í beinni útsendingu.

Útsendingu Pressu seinkar í dag til 13.00 vegna tæknilegra ástæðna.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum
Fréttir

Vikt­or Trausta­son tek­ur lít­ið mark á skoð­ana­könn­un­um

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár