Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmanni frá ótilgreindu Afríkuríki í vil í byrjun nóvember; ógilti niðurstöðu kærunefndar útlendingamála og sagði til um að taka ætti mál hans upp að nýju. Nefndin og Útlendingastofnun höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ekki samkynhneigður.
Ríkið var dæmt til að greiða tvær og hálfa milljón í málskostnað en það ætlar að áfrýja dómnum, segir lögmaður mannsins, jafnvel þó að fjölmörg vitni hafi stigið fram fyrir dómi og sagt að ekki væri efni til að efast um að maðurinn væri að segja satt.
Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaðurinn, telur borðleggjandi að maðurinn muni vinna málið.
„Þetta er einhver þrjóska hjá ríkinu,“ segir Helgi. „Hann mun vinna málið. Maðurinn er bara samkynhneigður, það er engum blöðum um það að fletta. Það er ólöglegt í landinu sem hann kemur frá. Þú ferð bara í fangelsi þar, ef þú ert ekki laminn fyrst.“
Heimaland mannsins er …
Athugasemdir