Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu, í kjölfar athugunar á aðgerðum Landsbankans gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, að bankinn hafi brotið gegn nokkrum ákvæðum laga sem sett voru til að árið 2018 til að vinna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ekki var þó talið tilefni til þess að beita viðurlögum vegna brotanna en við það mat var meðal annars horft til eðlis og umfangs brotanna og hvort um ítrekuð brot hefði verið að ræða.
Athugun eftirlitsins hófst í apríl í fyrra og niðurstöður hennar lágu fyrir í nóvember síðastliðnum. Hún var gerð opinber í gær með birtingu tilkynningar á vef Seðlabanka Íslands.
Þar er farið yfir þær athugasemdir sem fjármálaeftirlitið gerði og hvaða úrbóta væri krafist úr hendi Landsbankans.
Átta atriði
Um er að ræða átta atriði sem gerðar voru athugasemdir við og krafist úrbóta á. Fyrst ber að nefna að mat á áhættu vegna millibankaviðskipta var ekki …
Athugasemdir (1)