Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ný könnun: Öryrkjar búa við mikla fátækt og slæma andlega líðan

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar könn­un­ar sýna svarta mynd af stöðu ör­yrkja á Ís­landi. Þar kem­ur fram að fjár­hags­staða og and­leg líð­an þeirra sé síð­ur en svo góð. Eru það ein­stæð­ir for­eldr­ar á ör­orku­líf­eyri, end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri og ör­orku­styrk sem standa hvað verst.

Ný könnun: Öryrkjar búa við mikla fátækt og slæma andlega líðan
Öryrkjar Sjö af hverjum tíu segjast búa við slæma andlega líðan. Mynd: Shutterstock

Niðurstöður nýrrar könnunar sýna svarta mynd af stöðu öryrkja á Íslandi. Þar kemur fram að fjárhagsstaða og andleg líðan þeirra sé síður en svo góð. Eru það einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk sem standa hvað verst.

Öryrkjabandalag Íslands og Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, stóðu fyrir könnuninni. Var hún lögð fyrir þá sem voru með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk í október þessa árs.

Bág fjárhagsstaða

Í ljós kom að ríflega þrír af hverjum tíu sem eru á örorku- eða endurhæfingarstyrk sögðust búa við skort á efnislegum gæðum. Tveir af hverjum tíu við sára fátækt. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar og fjórir af hverjum tíu að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. 

Margir hafa þurft að neita sér um tannlækna- og sálfræðiþjónustu eða rúmlega fjórir af hverjum tíu. Skrifast það langoftast á háan kostnað. 

Spurð hve mikil áhrif óvæntur kostnaður upp á 80.000 krónur hefði segjast sjö af hverjum tíu ekki myndu geta staðið undir honum nema með því að stofna til skulda. Meira en helmingur þátttakenda segir fjárhagsstöðu sína verri en fyrir ári síðan.

Einstæðir foreldrar hafa það hvað verst

Fjárhagur einstæðra foreldra með örorkustyrk, endurhæfingar- eða örorkulífeyri er hvað verstur. En rúmlega þrír af hverjum tíu þeirra búa við verulegan skort.

Tæpur helmingur einstæðra foreldra segist ekki geta veitt börnum sínum næringarríkan mat og nauðsynlegan klæðnað, greitt kostnað vegna félagslífs þeirra eða haldið afmæli fyrir þau.

Yfirgnæfandi meirihluti einstæðra mæðra á örorkustyrk á erfitt með að mæta óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar, eða níu af hverjum tíu. Hefur fjórðungur þeirra þurft á mataraðstoð að halda á síðastliðnu ári. 

Rúm 60% einstæðra foreldra búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði og átta af hverjum tíu við slæma andlega heilsu. 

Slæm andleg líðan og einangrun

Ekki er geðheilsa annarra svarenda mikið betri einhleypra foreldra. Sjö af hverjum tíu segjast búa við slæma andlega líðan. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir félagslegri einangrun. Koma þar karlar á endurhæfingarlífeyri hvað verst út. 

Hátt hlutfall fólks hefur nær daglega hugsað að það væri betra ef það væri dáið eða hugsað um að skaða sig. Er staðan hvað verst meðal karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 og meðal kvenna undir þrítugu.

Rúmlega 3.500 svör við könnuninni bárust, er það um 19% svarhlutfall. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Gylfason skrifaði
    afhverju líða einstæðum einstaklingum betur en einstætt foreldri, ? svo endar greinin á að tala um að hugsanir um sjálfskaða séu algengar meðal karla og kvenna, en ekkert minnst á hvort þeir einstaklingar séu einstæðir eða foreldri.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Hvernig samfélag kemur fram við sína veikustu einstaklinga segir allt um það hvernig samfélagið er.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár