Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ragnar Þór Ingólfsson: „Mótmælin beindust að stjórnendum Gildis, ekki starfsfólki“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son seg­ir ásak­arnin­ar í bréfi, sem stjórn­end­ur líf­eyr­is­sjóðs­ins Gildi sendu til stjórn­ar VR, koma sér á óvart. Hann seg­ist sjálf­ur ekki hafa haft sig mik­ið frammi á mót­mæla­fund­in­um sem hafi far­ið frið­sam­lega fram. Þá vís­ar ásök­un­um um árás­ir gegn eig­in fé­lags­mönn­um á bug. Mót­mæl­in hafi ekki beinst að starfs­fólki Gild­is, held­ur stjórn­end­um sjóðs­ins.

Ragnar Þór Ingólfsson: „Mótmælin beindust að stjórnendum Gildis, ekki starfsfólki“
Ragna Þór Ingólfsson formaður VR vísar ásökunum stjórnenda Gildis á bug. Mynd: Bára Huld Beck

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, hafnar fullyrðingum um framgöngu og hegðun hans á mótmælafundi sem átti sér stað í húsakynnum Gildis lífeyrissjóðs, sem birtust í kvörtunarbréfi sem Gildi sendi stjórn VR. Í samtali við Heimildina segir Ragnar engum hafi stafað ógn eða hætt af þeim sem voru að mótmæla. Mótmælin hafi farið „mjög friðsamlega fram“ sem aðrir sem voru viðstaddir mótmælin geti staðfest. 

„Þarna voru börn, eldra fólk, Grindvíkingar sem eru í mikilli óvissu og í skelfilegri stöðu. Þarna voru formenn annarra verkalýðsfélaga eins og verkalýðsfélag Grindavíkur og sömuleiðis vélstjóra og sjómannafélag Grindavíkur,“ segir Ragnar Þór.

Tilgangur mótmælanna var að þrýsta á lífeyrissjóðinn að koma betur til móts við íbúa Grindavíkur sem eiga húsnæðislán hjá sjóðnum.  

Ragnar segir yfirlýsinguna um framferði sitt koma sér á gríðarlega á óvart og sig hafa farið á farið á „fjölda funda með fólki úr pólitíkinni þar sem skoðanaskipti eru mun hvassari og harkalegri heldur en þau sem fóru þarna fram“.

Þá tekur hann fram sjálfur hafi hann nánast ekkert tekið til máls. Fundinum hafi að mestu verið stýrt af Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur og hafi samskiptin nánast eingöngu farið fram við Árna Guðmundsson. 

Gildi Lífeyrissjóður sendi fyrir stuttu bréf til stjórnar stéttarfélagsins VR þar sem kvartað er undan framgöngu Ragnars á mótmælafundinum. Í bréfinu er hann sagður hafa verið einn helsti hvatamaður þess að mótmælin færu ekki friðsamlega fram. 

Þá kemur einnig fram í kvörtun Gildis að sjóðurinn hafi virkjað svokallaða EKKO-áætlun sem sé notuð til að bregðast við, og koma í veg fyrir, ofbeldi og áreiti á vinnustaðnum. Í bréfinu er því haldið fram að mörgum starfsmönnum sjóðsins hafi þótt mótmælin ógnandi og framferði mótmælanda, þar á meðal formanns VR, verið ígildi andlegs ofbeldis. 

Tilgangur bréfsins hafi einnig verið að vekja athygli á því að langflest starfsfólk Gildis séu félagsmenn VR og þar með hljóti það skjóta skökku við að formaður stéttarfélagsins beiti sér gegn eigin félagsmönnum með slíkum hætti.

Spurður út þetta atriði bréfsins segist Ragnar hafna því alfarið. „Mótmælin beindust ekki að starfsfólki Gildis, hvort sem það voru félagsmenn í VR eða ekki. Þessi mótmæli beindust gegn stjórnendum sjóðanna sem hafa tekið afstöðu með því að nýta sér ákveðna óvissu sem er um heimild lífeyrissjóðanna til að veita þessum þrönga hópi ívilnun á þessum erfiðu tímum.“

Stéttarfélögin hafna ásökunum stjórnenda Gildis 

Fjölmargir aðilar sem komu að mótmælunum hafa stigið fram og mótmælt yfirlýsingunum í bréfi Gildis og fullyrðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson hafi hvatt til þess að mótmælin færu fram ófriðsamlegum hætti. Í yfirlýsingu Harðar Guðbrandssonar vísar hann þeim ávirðingum, að formaðurinn hafi farið fram með offorsi, til föðurhúsanna og segir Ragnar hafa komið fram á „málefnalegan og kurteisan hátt“.

Í nýlegri yfirlýsingu stjórnarmanna Eflingar, eru ásakanir framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra Gildis gegn Ragnari Þór fordæmdar. Lýsingarnar sem birtar eru í bréfi þeirra séu fullar af ósannindum rógburði til þess föllnum að vega að mannorði Ragnars. Þá túlka stjórnamernn Eflingar bréfið sem árás á Ragnar, sem sé „um leið árás á okkur, á sjóðfélaga frá Grindavík og aðra þá sem tóku þátt í umræddum mótmælum“.

Þingmaður Flokks Fólksins kemur Ragnari til varnar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varaformaður þingflokks Flokks fólksins, sem var viðstödd mótmælin á skrifstofu Gildis, hefur einnig tjáð sig um málið í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Þar hafnar hún frásögninni og ásökununum komu  fram í bréfinu frá Gildi. Ekkert ofbeldi hafi átt sér stað og allir hafi haldið ró sinni, þar á meðal Ragnar Þór.  Í færslunni varpar hún þeirri spurningu fram hvort það sé „núna orðið „ofbeldi“ að boða til mótmæla?“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár