Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ragnar Þór Ingólfsson: „Mótmælin beindust að stjórnendum Gildis, ekki starfsfólki“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son seg­ir ásak­arnin­ar í bréfi, sem stjórn­end­ur líf­eyr­is­sjóðs­ins Gildi sendu til stjórn­ar VR, koma sér á óvart. Hann seg­ist sjálf­ur ekki hafa haft sig mik­ið frammi á mót­mæla­fund­in­um sem hafi far­ið frið­sam­lega fram. Þá vís­ar ásök­un­um um árás­ir gegn eig­in fé­lags­mönn­um á bug. Mót­mæl­in hafi ekki beinst að starfs­fólki Gild­is, held­ur stjórn­end­um sjóðs­ins.

Ragnar Þór Ingólfsson: „Mótmælin beindust að stjórnendum Gildis, ekki starfsfólki“
Ragna Þór Ingólfsson formaður VR vísar ásökunum stjórnenda Gildis á bug. Mynd: Bára Huld Beck

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, hafnar fullyrðingum um framgöngu og hegðun hans á mótmælafundi sem átti sér stað í húsakynnum Gildis lífeyrissjóðs, sem birtust í kvörtunarbréfi sem Gildi sendi stjórn VR. Í samtali við Heimildina segir Ragnar engum hafi stafað ógn eða hætt af þeim sem voru að mótmæla. Mótmælin hafi farið „mjög friðsamlega fram“ sem aðrir sem voru viðstaddir mótmælin geti staðfest. 

„Þarna voru börn, eldra fólk, Grindvíkingar sem eru í mikilli óvissu og í skelfilegri stöðu. Þarna voru formenn annarra verkalýðsfélaga eins og verkalýðsfélag Grindavíkur og sömuleiðis vélstjóra og sjómannafélag Grindavíkur,“ segir Ragnar Þór.

Tilgangur mótmælanna var að þrýsta á lífeyrissjóðinn að koma betur til móts við íbúa Grindavíkur sem eiga húsnæðislán hjá sjóðnum.  

Ragnar segir yfirlýsinguna um framferði sitt koma sér á gríðarlega á óvart og sig hafa farið á farið á „fjölda funda með fólki úr pólitíkinni þar sem skoðanaskipti eru mun hvassari og harkalegri heldur en þau sem fóru þarna fram“.

Þá tekur hann fram sjálfur hafi hann nánast ekkert tekið til máls. Fundinum hafi að mestu verið stýrt af Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur og hafi samskiptin nánast eingöngu farið fram við Árna Guðmundsson. 

Gildi Lífeyrissjóður sendi fyrir stuttu bréf til stjórnar stéttarfélagsins VR þar sem kvartað er undan framgöngu Ragnars á mótmælafundinum. Í bréfinu er hann sagður hafa verið einn helsti hvatamaður þess að mótmælin færu ekki friðsamlega fram. 

Þá kemur einnig fram í kvörtun Gildis að sjóðurinn hafi virkjað svokallaða EKKO-áætlun sem sé notuð til að bregðast við, og koma í veg fyrir, ofbeldi og áreiti á vinnustaðnum. Í bréfinu er því haldið fram að mörgum starfsmönnum sjóðsins hafi þótt mótmælin ógnandi og framferði mótmælanda, þar á meðal formanns VR, verið ígildi andlegs ofbeldis. 

Tilgangur bréfsins hafi einnig verið að vekja athygli á því að langflest starfsfólk Gildis séu félagsmenn VR og þar með hljóti það skjóta skökku við að formaður stéttarfélagsins beiti sér gegn eigin félagsmönnum með slíkum hætti.

Spurður út þetta atriði bréfsins segist Ragnar hafna því alfarið. „Mótmælin beindust ekki að starfsfólki Gildis, hvort sem það voru félagsmenn í VR eða ekki. Þessi mótmæli beindust gegn stjórnendum sjóðanna sem hafa tekið afstöðu með því að nýta sér ákveðna óvissu sem er um heimild lífeyrissjóðanna til að veita þessum þrönga hópi ívilnun á þessum erfiðu tímum.“

Stéttarfélögin hafna ásökunum stjórnenda Gildis 

Fjölmargir aðilar sem komu að mótmælunum hafa stigið fram og mótmælt yfirlýsingunum í bréfi Gildis og fullyrðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson hafi hvatt til þess að mótmælin færu fram ófriðsamlegum hætti. Í yfirlýsingu Harðar Guðbrandssonar vísar hann þeim ávirðingum, að formaðurinn hafi farið fram með offorsi, til föðurhúsanna og segir Ragnar hafa komið fram á „málefnalegan og kurteisan hátt“.

Í nýlegri yfirlýsingu stjórnarmanna Eflingar, eru ásakanir framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra Gildis gegn Ragnari Þór fordæmdar. Lýsingarnar sem birtar eru í bréfi þeirra séu fullar af ósannindum rógburði til þess föllnum að vega að mannorði Ragnars. Þá túlka stjórnamernn Eflingar bréfið sem árás á Ragnar, sem sé „um leið árás á okkur, á sjóðfélaga frá Grindavík og aðra þá sem tóku þátt í umræddum mótmælum“.

Þingmaður Flokks Fólksins kemur Ragnari til varnar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varaformaður þingflokks Flokks fólksins, sem var viðstödd mótmælin á skrifstofu Gildis, hefur einnig tjáð sig um málið í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Þar hafnar hún frásögninni og ásökununum komu  fram í bréfinu frá Gildi. Ekkert ofbeldi hafi átt sér stað og allir hafi haldið ró sinni, þar á meðal Ragnar Þór.  Í færslunni varpar hún þeirri spurningu fram hvort það sé „núna orðið „ofbeldi“ að boða til mótmæla?“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár