Seinni mynd:
Hvað nefnist klaufdýr þetta?
Almennar spurningar:
- Hvað heitir höfuðborg Belgíu?
- Íslenska kvennalandsliðið í handbolta gerði á dögunum óheppilegt jafntefli við Afríkuþjóð eina. Hver er sú þjóð?
- Belgía, Bretland, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland. Eitt af þessum ríkjum var EKKI meðal stofnríkja ESB (eða fyrirrennara þess). Hvaða ríki er það?
- Hver lét hafa þetta eftir sér: „Mig furðar þetta rót. Í hverju skoti skúm og ryk og skran og rusl og dót.“
- Undir hvaða nafni er Vladimir Uljanov þekktastur?
- Einn af helstu herforingjum Napóleons Bónaparte varð konungur í Evrópuríki einu og sat til dauðadags 1844. Hvaða ríki var það?
- Í hvaða borg er nú stærsta bókasafn í heiminum?
- Á hvaða plánetu sólkerfisins eru gróðurhúsaáhrifin augljósust?
- Hvaða kunni poppsöngvari söng með hljómsveitinni Plastic Ono Band?
- Í hvaða landi eru Chianti vín framleidd?
- Í hvaða bíómynd kemur ofurtölvan HAL 9000 við sögu?
- Hvað heitir leikstjóri Avatar-bíómyndanna?
- Framleiðandi tölvuleiksins Grand Theft Auto hefur tilkynnt að ný útgáfa leiksins muni birtast 2025. Hvaða númer mun hún bera?
- Hvað heitir stærsti fjörðurinn sem gengur inn úr Breiðafirði?
- Ingibjörg Einarsdóttir gekk í hjónaband 1845 og þótti það orðið tímabært. Hverjum giftist hún?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Jacqueline Kennedy Onassis. Á seinni myndinni er gnýr.
Svör við almennum spurningum:
1. Brussel. — 2. Angóla. — 3. Bretland. — 4. Soffía frænka. — 5. Lenín. — 6. Svíþjóð. — 7. Washington. — 8. Venusi. — 9. John Lennon. — 10. Ítalíu. — 11. 2001: A Space Odyssey. — 12. Cameron. — 13. Sex. — 14. Hvammsfjörður. — 15. Jóni Sigurðssyni.
Athugasemdir