Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut 8. desember 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 8. des­em­ber.

Spurningaþraut 8. desember 2023
Fyrri mynd: Hvað hét kona þessi?

Seinni mynd:

Hvað nefnist klaufdýr þetta?

Almennar spurningar: 

  1. Hvað heitir höfuðborg Belgíu?
  2. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta gerði á dögunum óheppilegt jafntefli við Afríkuþjóð eina. Hver er sú þjóð?
  3. Belgía, Bretland, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland. Eitt af þessum ríkjum var EKKI meðal stofnríkja ESB (eða fyrirrennara þess). Hvaða ríki er það?
  4. Hver lét hafa þetta eftir sér: „Mig furðar þetta rót. Í hverju skoti skúm og ryk og skran og rusl og dót.“
  5. Undir hvaða nafni er Vladimir Uljanov þekktastur?
  6. Einn af helstu herforingjum Napóleons Bónaparte varð konungur í Evrópuríki einu og sat til dauðadags 1844. Hvaða ríki var það?
  7. Í hvaða borg er nú stærsta bókasafn í heiminum?
  8. Á hvaða plánetu sólkerfisins eru gróðurhúsaáhrifin augljósust?
  9. Hvaða kunni poppsöngvari söng með hljómsveitinni Plastic Ono Band?
  10. Í hvaða landi eru Chianti vín framleidd?
  11. Í hvaða bíómynd kemur ofurtölvan HAL 9000 við sögu?
  12. Hvað heitir leikstjóri Avatar-bíómyndanna?
  13. Framleiðandi tölvuleiksins Grand Theft Auto hefur tilkynnt að ný útgáfa leiksins muni birtast 2025. Hvaða númer mun hún bera?
  14. Hvað heitir stærsti fjörðurinn sem gengur inn úr Breiðafirði?
  15. Ingibjörg Einarsdóttir gekk í hjónaband 1845 og þótti það orðið tímabært. Hverjum giftist hún?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Jacqueline Kennedy Onassis. Á seinni myndinni er gnýr.
Svör við almennum spurningum:
1.  Brussel.  —  2.  Angóla.  —  3.  Bretland.  —  4.  Soffía frænka.  —  5.  Lenín.  —  6.  Svíþjóð.  —  7.  Washington.  —  8.  Venusi.  —  9.  John Lennon.  —  10.  Ítalíu.  —  11.  2001: A Space Odyssey.  —  12.  Cameron.  —  13.  Sex.  —  14.  Hvammsfjörður.  —  15.  Jóni Sigurðssyni.
Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár