Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ganga er vanmetin þjálfun

Sjúkra­þjálf­ar­inn Gauti Grét­ars­son svar­ar spurn­ing­um um ávinn­ing þess að ganga og hlaupa. Ný­ver­ið birt­ist grein á vef The New York Times þar sem nið­ur­stað­an var að hlaup væru betri en göng­ur. Gauti seg­ir göngu hins veg­ar van­metna hreyf­ingu.

Ganga er vanmetin þjálfun
Ganga í náttúrunni Með því að ganga þjálfum við skilningarvitin okkar og upplifum mikilvæg tengsl við náttúruna. Mynd: Shutterstock

Í nýlegri grein bandaríska fjölmiðilsins The New York Times var þeirri spurningu velt upp hvort að ganga eða hlaup skilaði meiri ávinningi fyrir líkamlega heilsu. Greinin ber titilinn Hlaup eða ganga: hvort er betra fyrir langvarandi heilsu?

Sérfræðingar og niðurstöður rannsókna svöruðu spurningunni á þá leið að hlaup væru líklega aðeins betri. Vert er þó að taka fram að göngutúrar töldust almennt hafa mjög jákvæð áhrif á heilsu fólks, enda er öll hreyfing betri en engin. Rökin fyrir því að hlaup væru talin betri hreyfing þegar kemur að langvarandi heilsu voru þau að líkaminn er fljótur að aðlagast göngu og hægt er að fá sama ávinning af hlaupum nema á styttri tíma. Megininntak greinarinnar er því að gagnlegt væri að auka hraða göngu eða, ef möguleiki væri á, breyta henni í stutt hlaup. 

„Ef hægt er að breyta einhverjum hluta af göngutúrnum í hlaup, er möguleiki á mörgum af sömu …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár