„Árið 2016 í Venesúela var versta ár sem ég hef upplifað. Ég beið einu sinni í röð í stórmarkaði í tvo daga til að kaupa mat og svo þegar ég loksins komst inn þá var það eina sem var eftir 500 gramma pakki af smjöri. Þannig að ég keypti hann og fór með heim. Það var bara enginn annar matur,“ segir José Daniel, 25 ára gamall Venesúelabúi, sem dvalið hefur á Íslandi í eitt ár eftir að hafa gefist upp á ástandinu í Venesúela. Heimildin tók viðtal við hann á Kaffihúsi Vesturbæjar þar sem hann vildi bara fá vatnsglas.
Hann segir að ástandið í Venesúela hafi verið svo slæmt á þessum tíma, svo lítið var til af mat, að fólk hafi fagnað því mjög þegar hægt var að taka mangó af trjánum. „Ég man hvað við vorum ánægð þegar mangótíminn kom. Við borðuðum bara mangó, mangó, mangó. Við sögðum …
Athugasemdir (3)