Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég er sagður vera klikkaður fyrir að halda í vonina að fá að búa á Íslandi“

25 ára gam­all flótta­mað­ur frá Venesúela, José Daniel, seg­ir að bú­set­an þar í landi hafi ver­ið erf­ið vegna mat­ar­skorts og glæpa. Hann hef­ur hjálp­að kon­unni sinni að flýja til Banda­ríkj­anna frá Venesúela með því að tína dós­ir og flösk­ur í Reykja­vík. Dótt­ir þeirra varð eft­ir hjá tengda­for­eldr­um hans í Venesúela.

„Ég er sagður vera klikkaður fyrir að halda í vonina að fá að búa á Íslandi“
Hefur ekki gefið upp alla von José Daniel segir að hann hafi ekki gefið upp alla von um að fá að setjast að á Íslandi þó flest bendi til þess að hann verði sendur úr landi. Hann sést hér í stiganum á JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur. Mynd: Golli

„Árið 2016 í Venesúela var versta ár sem ég hef upplifað. Ég beið einu sinni í röð í stórmarkaði í tvo daga til að kaupa mat og svo þegar ég loksins komst inn þá var það eina sem var eftir 500 gramma pakki af smjöri. Þannig að ég keypti hann og fór með heim. Það var bara enginn annar matur,segir José Daniel, 25 ára gamall Venesúelabúi, sem dvalið hefur á Íslandi í eitt ár eftir að hafa gefist upp á ástandinu í Venesúela. Heimildin tók viðtal við hann á Kaffihúsi Vesturbæjar þar sem hann vildi bara fá vatnsglas. 

Hann segir að ástandið í Venesúela hafi verið svo slæmt á þessum tíma, svo lítið var til af mat, að fólk hafi fagnað því mjög þegar hægt var að taka mangó af trjánum. „Ég man hvað við vorum ánægð þegar mangótíminn kom. Við borðuðum bara mangó, mangó, mangó. Við sögðum …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafson skrifaði
    sudur ameríka og stríd Tad er altaf stríd í sudur ameríku Strídid snýst adalega um dóp Ísland er ekki med nein tengsl vid sudur ameríku Vid ættum frekar ad taka vid nokkur hundrud túsund kínverjum Tad eru vidskipta tengls vid kína vid kaupum af kínverjum plast leikføng og hrísgrjón en kínverjar kaupa ekkert af okkur ekki einu sinni kartøflur sem er kjarna fæda og helt írum livandi til tugi ára í einu sveltinu Vid verslum ekkert frá austur evrópu ekkert en sitjum uppi med 90 túsund austur evrópu búa Dósir í rvk til ad senda konunni pening Tad fást 30 kr fyrir dósina Hvar liggur tessi fjársjódur á gøtunum Tad eru engar tómar dósir á gøtum íslands Kanski einhverjar í ruslinu á laugarveginum En tad er gott ad enhvar nenni ad tína upp dósir ef einhverjar eru Fólk hendir ekki dósum á vídarvangi islendingar vita betur en ad henda rusli En í ásbrú tar sem flóttafólk var tar var hent rusli á vídarvangi hellingur af rusli Og hugsunin var vindurinn tekur tetta rusl og hvert fer vindurinn med ruslid Ekki í sorpu Í ásbrú urdu allir flótta menn ad eiga 70 tommu sjónvarp tví tad var svo leidinlegt tar og pappin utan af sjónvørpunum var hent út á vídarvang ásamt ødru rusli og vindurinn tók tad tad hevur ekki sest annar eins subbuskapur í ásbrú eins og eftir tetta flóttafólk á ferdalagi í velferdar kervum annara landa
    0
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Hverskonar bull er þetta, hann kemr einn, og safnar svo dósum fyrir konuna sína, en hvað með barnið og foreldrana,semsagt í lagi þó að þau séu matarlaus og allslaus.. trúi ekki einu orði af þessu bulli..
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár