Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Faðirinn á Íslandi og leitar sona sinna

Barns­fað­ir Eddu Bjark­ar Arn­ar­dótt­ur er kom­inn til Ís­lands og leit­ar nú sona sinna. Lög­mað­ur hans kall­ar eft­ir því að sá eða sú sem hýs­ir þá stígi fram. „Ég skil það þannig að yf­ir­völd viti ekki einu sinni hvar syn­ir hans eru,“ seg­ir lög­mað­ur­inn.

Faðirinn á Íslandi og leitar sona sinna
Lögreglan „Þeir hafa skapað sér líf í Noregi. Þeir munu snúa þangað aftur, þeir hafa varið meirihluta ævinnar í Noregi,“ segir Sjak um drengina. Hann hvetur þau sem vita hvar þeir eru til þess að láta lögregluna vita. Mynd: Bára Huld Beck

„Sá sem hefur tekið þessi börn eða er með þau hjá sér, hann mun finnast. Hann ætti að vakna á hverjum degi og bíða þess að yfirvöld banki á hurðina hjá honum,“ segir Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur. 

Faðirinn er nú hér á landi og leitar sona sinna. 

Edda Björk var á þriðjudag færð í gæsluvarðhald á Hólmsheiði vegna komandi réttarhalda yfir henni í Noregi. Hún var síðan flutt með valdi af lögreglumönnum frá Hólmsheiði fyrr í dag og er útlit fyrir að hún sé nú á leið til Noregs. Dagsetning fyrir réttarhöldin hefur ekki verið gefin út.

Ástæða þessa er forsjárdeila sem Edda og barnsfaðir hennar standa í vegna þriggja sona þeirra. Norskir dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir eigi að búa hjá föður sínum en Edda fór þrátt fyrir það með syni sína til Íslands fyrir um einu og hálfu ári síðan og hér hafa þeir búið síðan þá. Edda hefur verið kærð fyrir að nema drengina á brott. Lengsti mögulegi fangelsisdómur sem hún gæti fengið hljóðar upp á sex ár.

Nú eru drengirnir í felum, óljóst er hver tók ákvörðun um að fela þá og hvar þeir eru niðurkomnir. Fjölskylda Eddu hefur sagt þá vera örugga og að þeim líði vel. 

„Umbjóðandi minn ætlar að vera á Íslandi þangað til börnunum er komið með öruggum hætti aftur heim [til Noregs],“ segir Sjak. „Ég skil það þannig að yfirvöld viti ekki einu sinni hvar synir hans eru.“

Sá sem hýsir börnin eigi að stíga fram

Faðirinn kallar eftir því að hver sá sem veit hvar synir hans eru niðurkomnir láti lögregluna vita, segir Sjak sem telur að manneskjan sem nú hýsi börnin gæti verið að fremja lögbrot. 

LögmaðurSjak R. Haaheim.

„Við búumst við því að sá sem er með börnin stígi fram innan sólarhrings,“ segir Sjak. 

Hann telur að fram að þessu hafi verið einblínt um of á réttindi móðurinnar Eddu og tími sé til kominn að setja hag drengjanna í forgrunn. „Þeir búa í Noregi,“ segir Sjak. 

En nú eru þeir á Íslandi? 

„Lagalega séð búa þeir í Noregi,“ segir Sjak sem ætlar að kalla eftir því að drengirnir fái réttargæslumann. „Við réttarhöldin í Noregi mun sérfræðivitni bera vitni um það hvaða skaða valdið börnum að taka þau frá vinum sínum og úr skóla með því að fela þau einhversstaðar.“ 

En nú hafa drengirnir skapað sér líf á Íslandi, gæti það ekki skaðað þá að fara aftur til Noregs? 

„Þeir hafa skapað sér líf í Noregi. Þeir munu snúa þangað aftur, þeir hafa varið meirihluta ævinnar í Noregi.“ 

Hvað ef þeir hafna því að fara aftur? 

„Þeir hafa ekki neitað því að fara. Múgur hefur reynt að koma í veg fyrir framgang réttlætisins. Það er ekkert til að vera stoltur af. Börnin vilja fara heim en þeim hefur verið neitað um augljós réttindi sín.“ 

Aðspurður segir Sjak að faðirinn hafi ekki kallað eftir handtöku Eddu, það hafi verið aðgerðir á vegum norskra og íslenskra yfirvalda. Aftur á móti segir hann að erfitt hafi verið að fá íslensk yfirvöld til samstarfs. „Norðurlöndin ættu að vinna saman í svona málum,“ segir Sjak. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Lýtur Ĝóða Fólkið í gras fyrir lögum
    -1
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Eru börnin réttlaus?
    Barist um eins og hverna annan varning!
    7
  • Kristín Magnúsdóttir skrifaði
    Mikil harka í þessu máli og dapurlegt á sjá hvernig stjórnvöld hafa tekið þátt í að glæpavæða fjölskyldumál.
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ekki hægt að taka afstöðu til þessa máls enda vitum við ekki forsendur málsins. Hefðu Íslendingar brugðist öðruvísi við ef við snérum málinu við, pabbinn komið með drengina hingað eftir að móðurinni hefði verið dæmd forsjá?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
6
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár