Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Faðirinn á Íslandi og leitar sona sinna

Barns­fað­ir Eddu Bjark­ar Arn­ar­dótt­ur er kom­inn til Ís­lands og leit­ar nú sona sinna. Lög­mað­ur hans kall­ar eft­ir því að sá eða sú sem hýs­ir þá stígi fram. „Ég skil það þannig að yf­ir­völd viti ekki einu sinni hvar syn­ir hans eru,“ seg­ir lög­mað­ur­inn.

Faðirinn á Íslandi og leitar sona sinna
Lögreglan „Þeir hafa skapað sér líf í Noregi. Þeir munu snúa þangað aftur, þeir hafa varið meirihluta ævinnar í Noregi,“ segir Sjak um drengina. Hann hvetur þau sem vita hvar þeir eru til þess að láta lögregluna vita. Mynd: Bára Huld Beck

„Sá sem hefur tekið þessi börn eða er með þau hjá sér, hann mun finnast. Hann ætti að vakna á hverjum degi og bíða þess að yfirvöld banki á hurðina hjá honum,“ segir Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur. 

Faðirinn er nú hér á landi og leitar sona sinna. 

Edda Björk var á þriðjudag færð í gæsluvarðhald á Hólmsheiði vegna komandi réttarhalda yfir henni í Noregi. Hún var síðan flutt með valdi af lögreglumönnum frá Hólmsheiði fyrr í dag og er útlit fyrir að hún sé nú á leið til Noregs. Dagsetning fyrir réttarhöldin hefur ekki verið gefin út.

Ástæða þessa er forsjárdeila sem Edda og barnsfaðir hennar standa í vegna þriggja sona þeirra. Norskir dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir eigi að búa hjá föður sínum en Edda fór þrátt fyrir það með syni sína til Íslands fyrir um einu og hálfu ári síðan og hér hafa þeir búið síðan þá. Edda hefur verið kærð fyrir að nema drengina á brott. Lengsti mögulegi fangelsisdómur sem hún gæti fengið hljóðar upp á sex ár.

Nú eru drengirnir í felum, óljóst er hver tók ákvörðun um að fela þá og hvar þeir eru niðurkomnir. Fjölskylda Eddu hefur sagt þá vera örugga og að þeim líði vel. 

„Umbjóðandi minn ætlar að vera á Íslandi þangað til börnunum er komið með öruggum hætti aftur heim [til Noregs],“ segir Sjak. „Ég skil það þannig að yfirvöld viti ekki einu sinni hvar synir hans eru.“

Sá sem hýsir börnin eigi að stíga fram

Faðirinn kallar eftir því að hver sá sem veit hvar synir hans eru niðurkomnir láti lögregluna vita, segir Sjak sem telur að manneskjan sem nú hýsi börnin gæti verið að fremja lögbrot. 

LögmaðurSjak R. Haaheim.

„Við búumst við því að sá sem er með börnin stígi fram innan sólarhrings,“ segir Sjak. 

Hann telur að fram að þessu hafi verið einblínt um of á réttindi móðurinnar Eddu og tími sé til kominn að setja hag drengjanna í forgrunn. „Þeir búa í Noregi,“ segir Sjak. 

En nú eru þeir á Íslandi? 

„Lagalega séð búa þeir í Noregi,“ segir Sjak sem ætlar að kalla eftir því að drengirnir fái réttargæslumann. „Við réttarhöldin í Noregi mun sérfræðivitni bera vitni um það hvaða skaða valdið börnum að taka þau frá vinum sínum og úr skóla með því að fela þau einhversstaðar.“ 

En nú hafa drengirnir skapað sér líf á Íslandi, gæti það ekki skaðað þá að fara aftur til Noregs? 

„Þeir hafa skapað sér líf í Noregi. Þeir munu snúa þangað aftur, þeir hafa varið meirihluta ævinnar í Noregi.“ 

Hvað ef þeir hafna því að fara aftur? 

„Þeir hafa ekki neitað því að fara. Múgur hefur reynt að koma í veg fyrir framgang réttlætisins. Það er ekkert til að vera stoltur af. Börnin vilja fara heim en þeim hefur verið neitað um augljós réttindi sín.“ 

Aðspurður segir Sjak að faðirinn hafi ekki kallað eftir handtöku Eddu, það hafi verið aðgerðir á vegum norskra og íslenskra yfirvalda. Aftur á móti segir hann að erfitt hafi verið að fá íslensk yfirvöld til samstarfs. „Norðurlöndin ættu að vinna saman í svona málum,“ segir Sjak. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Lýtur Ĝóða Fólkið í gras fyrir lögum
    -1
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Eru börnin réttlaus?
    Barist um eins og hverna annan varning!
    7
  • Kristín Magnúsdóttir skrifaði
    Mikil harka í þessu máli og dapurlegt á sjá hvernig stjórnvöld hafa tekið þátt í að glæpavæða fjölskyldumál.
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ekki hægt að taka afstöðu til þessa máls enda vitum við ekki forsendur málsins. Hefðu Íslendingar brugðist öðruvísi við ef við snérum málinu við, pabbinn komið með drengina hingað eftir að móðurinni hefði verið dæmd forsjá?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Mest lesið

Menntaðar ungar konur í Reykjavík líklegastar til að vilja banna hvalveiðar
6
Fréttir

Mennt­að­ar ung­ar kon­ur í Reykja­vík lík­leg­ast­ar til að vilja banna hval­veið­ar

Reyk­vík­ing­ar, há­skóla­borg­ar­ar, kon­ur, ungt fólk og stuðn­ings­menn flokka sem eru ekki á þingi og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eru þeir hóp­ar í sam­fé­lag­inu sem helst vilja banna hval­veið­ar með lög­um. Ný könn­un um veið­arn­ar sýn­ir að meiri­hluti lands­manna var óánægð­ur með að Bjarni Bene­dikts­son veitti Hval hf. leyfi til lang­reyða­veiða á síð­ustu dög­um valda­tíð­ar sinn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár