Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fjörutíu íbúðir rísi við mót Safamýrar og Háaleitisbrautar

Reykja­vík­ur­borg hef­ur sett fram til­lögu um að 40 íbúð­ir rísi í kring­um skjól­sæl­an inn­garð á óbyggð­um reit á mót­um Safa­mýr­ar, Háa­leit­is­braut­ar og Miklu­braut­ar. Til stend­ur að láta lóð­ina í hend­ur Bjargs íbúða­fé­lags.

Fjörutíu íbúðir rísi við mót Safamýrar og Háaleitisbrautar
Teikning Áform eru um að byggja 40 íbúðir á óbyggðu borgarlandi við mót Háaleitisbrautar, Safamýrar og Miklubrautar. Mynd: Úr skipulagstillögu Grímu arkitekta

Til stendur að auglýsa deiliskipulag fyrir allt að 40 íbúðir í fjölbýli á lóðinni Safamýri 58–60 í Reykjavík. Engar byggingar eru á þessum reit í dag, en hann er staðsettur á horni Safamýrar, Háaleitisbrautar og Miklubrautar.

Deiliskipulagstillaga sem er til meðferðar í borgarkerfinu gerir ráð fyrir að húsið sem rísi á staðnum verði þriggja til fjögurra hæða hátt, en Bjarg íbúðafélag hefur þegar fengið vilyrði fyrir því að byggja á reitnum.

Hugmyndin er að inngarður á lóðinni veiti bæði skjól gegn veðri og vindum og umferðarhávaða, sem er allnokkur á þessum slóðum.

Í tillögunni, sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar í vikunni, segir að byggð á þessum reit styrki verslun á svæðinu og stuðli að betri nýtingu innviða í borginni.

Þar segir að nýbyggingin verði nokkurs konar enda- eða byrjunarpunktur á götuásýndum Safamýrar og Miklubrautar og þess vegna sé mikilvægt að hún myndi eðlilegt framhald þeirra bygginga …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár