Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fjörutíu íbúðir rísi við mót Safamýrar og Háaleitisbrautar

Reykja­vík­ur­borg hef­ur sett fram til­lögu um að 40 íbúð­ir rísi í kring­um skjól­sæl­an inn­garð á óbyggð­um reit á mót­um Safa­mýr­ar, Háa­leit­is­braut­ar og Miklu­braut­ar. Til stend­ur að láta lóð­ina í hend­ur Bjargs íbúða­fé­lags.

Fjörutíu íbúðir rísi við mót Safamýrar og Háaleitisbrautar
Teikning Áform eru um að byggja 40 íbúðir á óbyggðu borgarlandi við mót Háaleitisbrautar, Safamýrar og Miklubrautar. Mynd: Úr skipulagstillögu Grímu arkitekta

Til stendur að auglýsa deiliskipulag fyrir allt að 40 íbúðir í fjölbýli á lóðinni Safamýri 58–60 í Reykjavík. Engar byggingar eru á þessum reit í dag, en hann er staðsettur á horni Safamýrar, Háaleitisbrautar og Miklubrautar.

Deiliskipulagstillaga sem er til meðferðar í borgarkerfinu gerir ráð fyrir að húsið sem rísi á staðnum verði þriggja til fjögurra hæða hátt, en Bjarg íbúðafélag hefur þegar fengið vilyrði fyrir því að byggja á reitnum.

Hugmyndin er að inngarður á lóðinni veiti bæði skjól gegn veðri og vindum og umferðarhávaða, sem er allnokkur á þessum slóðum.

Í tillögunni, sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar í vikunni, segir að byggð á þessum reit styrki verslun á svæðinu og stuðli að betri nýtingu innviða í borginni.

Þar segir að nýbyggingin verði nokkurs konar enda- eða byrjunarpunktur á götuásýndum Safamýrar og Miklubrautar og þess vegna sé mikilvægt að hún myndi eðlilegt framhald þeirra bygginga …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár