Ljóst er að mál hennar Eddu Bjarkar Arnardóttur mun ekki fara fyrir dóm í Noregi fyrr en á nýju ári, þar sem dómstólar eru þétt bókaðir í desember. Þrátt fyrir það verður Edda Björk send út til Noregs á morgun eða hinn ef ekkert verður gert í hennar máli.
Þetta segir einn lögmanna Eddu Bjarkar sem hefur verið hennar innan handar í fyrirmálum í samtali við Heimildina. „Edda hefur alltaf ætlað sér að mæta fyrir dóm. Þetta er sjö barna móðir en hún vill allavega að það sé komið á dagskrá úti,“ segir sami lögmaður, sem ekki vildi láta nafns sín getið, í samtali við Heimildina.
Edda Björk stendur í forsjárdeilu við fyrrum eiginmann sinn í Noregi, en hann einn fer með forsjá drengjanna. Hún var handtekin fyrr í vikunni eftir að handtökuskipun var lögð á hana frá Noregi.
Átti hún rétt á að hitta drengina þeirra þrjá í 16 klukkustundir á ári áður en hún kom drengjunum til Íslands. Hafa þeir verið hér á Íslandi í núna 20 mánuði og komið sér fyrir í félagslífinu og skólum.
„Hún væri tilbúin að vera með ökklaband ef málið snýst eingöngu um að þeir séu hræddir um að hún mæti ekki fyrir dómi“
Lögmaður Eddu gagnrýnir aðferðir lögreglunnar, bæði hvernig hún var eftirlýst en einnig að hún sitji á Hólmsheiði með öðrum föngum. Lögreglan á höfuborgarsvæðinu birti myndir af Eddu Björk og lýsti eftir henni á samfélagsmiðlum sínum.
Þykir lögmanninum þetta furðulegt þar, sem ekki sé venjan að lýsa eftir glæpamönnum á slíkan hátt.
Systir Eddu Bjarkar tjáir sig fyrir hennar hönd
Rétt fyrir hádegi í dag setti systir Eddu Bjarkar inn Facebook færslu fyrir hennar hönd. Þar segir hún frá því að Edda missti forræðið yfir börnunum sínum í Noregi þar sem Edda fékk sjálf ekki að taka þátt í réttarhöldunum.
Athugasemdir