Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lýsir tungukossi séra Friðriks: „Mikilvægt að segja frá“

Sig­urð­ur Árni Þórð­ar­son prest­ur lýs­ir minn­ingu frænda síns, sem nú er lát­inn, af því þeg­ar séra Frið­rik Frið­riks­son kyssti hann á munn­inn og lét tung­una fylgja með.

Lýsir tungukossi séra Friðriks: „Mikilvægt að segja frá“
Frændinn var sjö eða átta ára Sigurður Árni Þórðarson prestur segir mikilvægt að fá fram vitnisburðina um hegðun séra Friðrik Friðrikssonar, sem sést hér á mynd, í garð drengja. Frændi hans var sjö eða átta ára þegar Friðrik kyssti hann tungukossi.

„Mér finnst vera mjög mikilvægt að festast ekki inni í einhverri þöggunarmenningu heldur tala um þessa hluti. Það er mikilvægt að segja frá þessu,“ segir Sigurður Árni Þórðarson prestur, aðspurður í samtali við Heimildina, um frásögn frænda hans sem lenti í því þegar hann var sjö eða átta ára að séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK, kyssti hann á munninn og setti tunguna upp í hann. Sigurður Árni sagði frá þessari upplifun frænda síns í viðtali við Morgunblaðið nýlega þar sem hann ræddi um nýja bók sem hann var að gefa út. Efni viðtalsins var hins vegar ekki séra Friðrik heldur umrædd bók. 

Í viðtalinu sagði Sigurður Árni: „Það er sorglegt en þau sem eru verseruð í guðfræði vita að það eru engir dýrlingar til í þessum heimi og allra síst í hefð okkar lútersku kirkju sem hefur alltaf verið tortryggin á mannadýrkun. Ég sat einu sinni í fanginu …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    FRÁBÆRT Takk séra minn, svo sannarlega aungvir dýrlingar til í þessum heimi og allra síst innan trúarbragða.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sr. Friðrik og drengirnir

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Forsetaembættið getur ekki afturkallað fálkaorðu séra Friðriks
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

For­seta­embætt­ið get­ur ekki aft­ur­kall­að fálka­orðu séra Frið­riks

Ein­ung­is er hægt að að aft­ur­kalla rétt fálka­orðu­hafa sem eru á lífi til að bera orð­una. Þeg­ar orðu­haf­ar falla frá fell­ur rétt­ur­inn til að bera orð­una nið­ur. Dæmi er um að rétt­ur­inn til að bera fálka­orð­una hafi ver­ið aft­ur­kall­að­ur en þetta mun ekki að ger­ast í til­felli séra Frið­riks Frið­riks­son­ar.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár