„Mér finnst vera mjög mikilvægt að festast ekki inni í einhverri þöggunarmenningu heldur tala um þessa hluti. Það er mikilvægt að segja frá þessu,“ segir Sigurður Árni Þórðarson prestur, aðspurður í samtali við Heimildina, um frásögn frænda hans sem lenti í því þegar hann var sjö eða átta ára að séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK, kyssti hann á munninn og setti tunguna upp í hann. Sigurður Árni sagði frá þessari upplifun frænda síns í viðtali við Morgunblaðið nýlega þar sem hann ræddi um nýja bók sem hann var að gefa út. Efni viðtalsins var hins vegar ekki séra Friðrik heldur umrædd bók.
Í viðtalinu sagði Sigurður Árni: „Það er sorglegt en þau sem eru verseruð í guðfræði vita að það eru engir dýrlingar til í þessum heimi og allra síst í hefð okkar lútersku kirkju sem hefur alltaf verið tortryggin á mannadýrkun. Ég sat einu sinni í fanginu …
Athugasemdir (1)