Kópavogsbær hefur ekki varið nema hluta þess fjár sem heimilt hefur verið að ráðstafa sérstaklega til stígaframkvæmda í bænum á undanförnum árum, en frá 2019 til 2022 var samkvæmt áætlunum bæjarins heimilt að verja 40 milljónum króna árlega til slíkra framkvæmda.
Minnst var fjárfest í fyrra, er 10,6 milljónir króna runnu til stígaframkvæmda. Þá stóðu 29,4 milljónir króna eftir ónýttar samkvæmt bókhaldi bæjarins. Í heildina varði bærinn 87,7 milljónum í stígaframkvæmdir á árunum 2019-2022 af þeim 160 milljónum sem heimilt var að framkvæma fyrir.
Þessar upplýsingar komu fram í svari við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar, fulltrúa Pírata í umhverfis- og samgöngunefnd bæjarins, sem lagt var fram á fundi 21. nóvember. Hann og aðrir fulltrúar minnihlutans gagnrýndu þetta og sögðu óheppilegt að stór hluti af því fé sem bærinn ráðstafaði til stígagerðar væri ekki nýtt til framkvæmda og hyrfi svo úr málaflokknum þegar ekki væri framkvæmt.
Bentu fulltrúarnir svo á að …
Athugasemdir (1)