Fé eyrnamerkt stígum ratar ekki til framkvæmda

Sam­kvæmt svari Kópa­vogs­bæj­ar við fyr­ir­spurn full­trúa Pírata í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd bæj­ar­ins hef­ur fé sem áætl­að hef­ur ver­ið í stíga­fram­kvæmd­ir ekki rat­að í fram­kvæmd­ir nema að hluta. Í fyrra fóru ein­ung­is 10,6 millj­ón­ir í stíga­fram­kvæmd­ir, af þeim 40 millj­ón­um sem heim­ild var fyr­ir í áætl­un­um bæj­ar­ins.

Fé eyrnamerkt stígum ratar ekki til framkvæmda
Kópavogur Á undanförnum fjórum árum hefur einungis 87 milljónum af 160 milljónum sem áætlaðar hafa verið til stígaframkvæmda í bókhaldi bæjarins verið varið til framkvæmda. Fulltrúar minnihlutans gagnrýna þetta. Mynd: Golli

Kópavogsbær hefur ekki varið nema hluta þess fjár sem heimilt hefur verið að ráðstafa sérstaklega til stígaframkvæmda í bænum á undanförnum árum, en frá 2019 til 2022 var samkvæmt áætlunum bæjarins heimilt að verja 40 milljónum króna árlega til slíkra framkvæmda. 

Minnst var fjárfest í fyrra, er 10,6 milljónir króna runnu til stígaframkvæmda. Þá stóðu 29,4 milljónir króna eftir ónýttar samkvæmt bókhaldi bæjarins. Í heildina varði bærinn 87,7 milljónum í stígaframkvæmdir á árunum 2019-2022 af þeim 160 milljónum sem heimilt var að framkvæma fyrir. 

Þessar upplýsingar komu fram í svari við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar, fulltrúa Pírata í umhverfis- og samgöngunefnd bæjarins, sem lagt var fram á fundi 21. nóvember. Hann og aðrir fulltrúar minnihlutans gagnrýndu þetta og sögðu óheppilegt að stór hluti af því fé sem bærinn ráðstafaði til stígagerðar væri ekki nýtt til framkvæmda og hyrfi svo úr málaflokknum þegar ekki væri framkvæmt.

Bentu fulltrúarnir svo á að …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Elín Kona Eddudóttir skrifaði
    Vel athugað, takk fyrir að vekja athygli á þessu 👍
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár