Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður VR kallar lífeyrissjóðina siðlausa plágu í samfélaginu

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son seg­ir að það sé „alltaf að koma bet­ur og bet­ur í ljós að líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru plága í ís­lensku sam­fé­lagi“. Vís­ar hann til þess að sjóð­irn­ir beri fyr­ir síg laga­legri óvissu, er kem­ur að því að koma til móts við stöðu Grind­vík­inga með sama hætti og við­skipta­bank­arn­ir hafa ákveð­ið að gera.

Formaður VR kallar lífeyrissjóðina siðlausa plágu í samfélaginu
Harðorður Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýnir lífeyrissjóði og talsfólk þeirra harðlega í dag, fyrir að hafa ekki, til þessa, fellt niður vexti og verðbætur á fasteignalánum Grindvíkinga, eins og stóru viðskiptabankarnir þrír hafa ákveðið að gera.

„Það kemur alltaf jafn mikið á óvart hversu taktlausir og siðlausir lífeyrissjóðirnir og talsfólk þeirra eru. Nú hafa bankarnir ákveðið að fella niður vexti og verðbætur á húsnæðislánum Grindvíkinga, í þrjá mánuði, en sjóðirnir bera fyrir sig lagaóvissu um málið,“ skrifar Ragnar Þór í harðorðri færslu á Facebook.

Ragnar Þór segir lífeyrissjóðina geta „haft stjórnarformenn sem hafa réttarstöðu sakbornings eða verið þáttakendur með öðrum hætti í stærsta samkeppnisbrotamáli Íslandssögunnar“ en að það sé „alltaf lagaóvissa þegar kemur að því að gera eitthvað fyrir fólkið“ og aldrei megi hafa samráð þegar taka þurfi samfélagslega mikilvægar ákvarðanir. 

„Við megum ekki og getum ekki!“ segir Ragnar Þór að sé viðkvæðið frá lífeyrissjóðunum.

Öðru máli segir Ragnar Þór að gegni „þegar verja þarf kerfið eða aðlaga að þörfum fjármálakerfisins eða sérhagsmuna. Ekki er langt síðan að breyta þurfti lögum um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða svo SA gæti þrýst þeim í að bjarga Icelandair,“ skrifar formaður VR.

Hann nefnir að á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða segi að á meðal hlutverka samtakanna sé meðal annars að gæta í hvívetna hagsmuna sjóðfélaga og að hafa frumkvæmi um málefni sjóðanna og lífeyrismál og stuðla að jákvæðri ímynd þeirra.

„Það þarf ekki að kafa djúpt til að komast að þeirri niðurstöðu að landssamtökin sinni hvorugu þessu hlutverki. Og set ég stórt spurningamerki um hvort það sé hreinlega löglegt að sjóðirnir fjármagni þessi samtök.

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að lífeyrissjóðirnir eru plága í íslensku samfélagi,“ skrifar Ragnar Þór, í færslu sinni.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Mammon sér um sína. Þar sem eru fjármunir eru þjófar og afætur, isminn sem stjórnar fjármálum heimsins sér til þess að "réttir,, aðilar fái obban af virði alls þess sem skapað er. Það þarf að breyta hugsunarhætti okkar allra. Allar okkar kendir eru ræktaðar og þróaðar í sömu stöppunni, kapítalisma.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Afhverju vill verkalýðshreyfingin ekki segja upp samningunum frá 1969 ? Núverandi félagar ásamt eldriborgurum og öryrkjum eiga eftirlaunasjóðina 100% skuldlaust ! SA-fólkið á EKKERT erindi árið 2023 í stjórnum eftirlaunasjóðanna, samt skipa samtökin helming stjórnarmanna eftirlaunasjóða ! Hvaða fjárhagslegu/valdahagsmunir tengja saman ASÍ-samtökin og SA-samtökin ? Verkalýðshreyfingin skuldar eigendum sjóðanna skýringar um afhverju er EKKI nú þegar búið að segja upp samningunum frá 1969 !
    2
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Ég hef sagt það áður og segi það enn og aftur.
    Lífeyrissjóðirnir eru ekkert annað Ponzi svindl og það lögvernda svind sem launþegar er skyldaðir með lögum að taka þátt í þessum viðbjóði.
    Og hvaða andskotans svikarar og mannleysur samþykktu það að fulltrúar (útsendarar), Samtaka Arðræningja fengju sæti í stjórnum Lífeyrissjóðanna ?
    Það er sama hvar drepið er niður á þessu skítaskeri.
    SPILLINGIN GRASSERAR ALLSTAÐAR!
    2
  • Þórarinn Helgason skrifaði
    Algerlega rétt.
    3
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Það verður að sameina lífeyrisjóðina og að félagsmenn kjósi hverjir fari með stjórn mála í lífeyrsjóðum, sjóðirnir eru fyrir sjóðsfélaga en ekki fyrir einhverja gróðrapúnga út í bæ, sem láta sig engu varða hagsmuni sjóðsfélaga. Með því að sameina sparast stjórnunarkosnaður og afætum sem lifa á sjóðunum fækkar og ætti að leiða til þess að hagnaður sjóðsins hækki með meiri peningaflæði í gegnum sjóðsins.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár