Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Formaður VR kallar lífeyrissjóðina siðlausa plágu í samfélaginu

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son seg­ir að það sé „alltaf að koma bet­ur og bet­ur í ljós að líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru plága í ís­lensku sam­fé­lagi“. Vís­ar hann til þess að sjóð­irn­ir beri fyr­ir síg laga­legri óvissu, er kem­ur að því að koma til móts við stöðu Grind­vík­inga með sama hætti og við­skipta­bank­arn­ir hafa ákveð­ið að gera.

Formaður VR kallar lífeyrissjóðina siðlausa plágu í samfélaginu
Harðorður Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýnir lífeyrissjóði og talsfólk þeirra harðlega í dag, fyrir að hafa ekki, til þessa, fellt niður vexti og verðbætur á fasteignalánum Grindvíkinga, eins og stóru viðskiptabankarnir þrír hafa ákveðið að gera.

„Það kemur alltaf jafn mikið á óvart hversu taktlausir og siðlausir lífeyrissjóðirnir og talsfólk þeirra eru. Nú hafa bankarnir ákveðið að fella niður vexti og verðbætur á húsnæðislánum Grindvíkinga, í þrjá mánuði, en sjóðirnir bera fyrir sig lagaóvissu um málið,“ skrifar Ragnar Þór í harðorðri færslu á Facebook.

Ragnar Þór segir lífeyrissjóðina geta „haft stjórnarformenn sem hafa réttarstöðu sakbornings eða verið þáttakendur með öðrum hætti í stærsta samkeppnisbrotamáli Íslandssögunnar“ en að það sé „alltaf lagaóvissa þegar kemur að því að gera eitthvað fyrir fólkið“ og aldrei megi hafa samráð þegar taka þurfi samfélagslega mikilvægar ákvarðanir. 

„Við megum ekki og getum ekki!“ segir Ragnar Þór að sé viðkvæðið frá lífeyrissjóðunum.

Öðru máli segir Ragnar Þór að gegni „þegar verja þarf kerfið eða aðlaga að þörfum fjármálakerfisins eða sérhagsmuna. Ekki er langt síðan að breyta þurfti lögum um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða svo SA gæti þrýst þeim í að bjarga Icelandair,“ skrifar formaður VR.

Hann nefnir að á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða segi að á meðal hlutverka samtakanna sé meðal annars að gæta í hvívetna hagsmuna sjóðfélaga og að hafa frumkvæmi um málefni sjóðanna og lífeyrismál og stuðla að jákvæðri ímynd þeirra.

„Það þarf ekki að kafa djúpt til að komast að þeirri niðurstöðu að landssamtökin sinni hvorugu þessu hlutverki. Og set ég stórt spurningamerki um hvort það sé hreinlega löglegt að sjóðirnir fjármagni þessi samtök.

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að lífeyrissjóðirnir eru plága í íslensku samfélagi,“ skrifar Ragnar Þór, í færslu sinni.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Mammon sér um sína. Þar sem eru fjármunir eru þjófar og afætur, isminn sem stjórnar fjármálum heimsins sér til þess að "réttir,, aðilar fái obban af virði alls þess sem skapað er. Það þarf að breyta hugsunarhætti okkar allra. Allar okkar kendir eru ræktaðar og þróaðar í sömu stöppunni, kapítalisma.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Afhverju vill verkalýðshreyfingin ekki segja upp samningunum frá 1969 ? Núverandi félagar ásamt eldriborgurum og öryrkjum eiga eftirlaunasjóðina 100% skuldlaust ! SA-fólkið á EKKERT erindi árið 2023 í stjórnum eftirlaunasjóðanna, samt skipa samtökin helming stjórnarmanna eftirlaunasjóða ! Hvaða fjárhagslegu/valdahagsmunir tengja saman ASÍ-samtökin og SA-samtökin ? Verkalýðshreyfingin skuldar eigendum sjóðanna skýringar um afhverju er EKKI nú þegar búið að segja upp samningunum frá 1969 !
    2
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Ég hef sagt það áður og segi það enn og aftur.
    Lífeyrissjóðirnir eru ekkert annað Ponzi svindl og það lögvernda svind sem launþegar er skyldaðir með lögum að taka þátt í þessum viðbjóði.
    Og hvaða andskotans svikarar og mannleysur samþykktu það að fulltrúar (útsendarar), Samtaka Arðræningja fengju sæti í stjórnum Lífeyrissjóðanna ?
    Það er sama hvar drepið er niður á þessu skítaskeri.
    SPILLINGIN GRASSERAR ALLSTAÐAR!
    2
  • Þórarinn Helgason skrifaði
    Algerlega rétt.
    3
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Það verður að sameina lífeyrisjóðina og að félagsmenn kjósi hverjir fari með stjórn mála í lífeyrsjóðum, sjóðirnir eru fyrir sjóðsfélaga en ekki fyrir einhverja gróðrapúnga út í bæ, sem láta sig engu varða hagsmuni sjóðsfélaga. Með því að sameina sparast stjórnunarkosnaður og afætum sem lifa á sjóðunum fækkar og ætti að leiða til þess að hagnaður sjóðsins hækki með meiri peningaflæði í gegnum sjóðsins.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár