Mynd 1:
Myndin hér að ofan var tölvugerð fyrir allnokkrum árum. Hvern á hún að sýna?
Mynd 2:
Hver málaði þetta málverk?
Almennar spurningar:
1. Hún heitir Cherilyn Sarkasian, en hvað er hún kölluð?
2. Í hvaða landi var bílategundin Bentley upphaflega framleidd?
3. Hver var aðalsöngvari hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns?
4. Alexandra Popp er fótboltakona sem stundum hefur reynst Íslendingum þung í skauti. Fyrir hvaða landslið leikur hún?
5. Hvað af Norðurlöndum hefur flestar Michelin-stjörnur sem úrvalsveitingastöðum eru veittar?
6. Hvaða menningarþáttur, sem enn er á dagskrá, hóf göngu sína í sjónvarpi 2007?
7. Hvað er Honolulu?
8. Í hvaða landi vann stjórnmálamaðurinn Geert Wilders mikinn sigur á dögunum?
9. Hvað heitir forsætisráðherra Svíþjóðar?
10. Eleanor, Jane, Julia, Lucy, Martha, Michelle, Rita. Þessi kvenmannsnöfn koma öll fyrir í heiti laga með Bítlunum. Nema eitt, sem er ...?
11. Hvað þýðir skammstöfunin Covid þegar talað er um sjúkdóminn Covid-19?
12. Með hvaða fótboltaliði spilar Orri Óskarsson?
13. Reykjavík er fjölmennasti þéttbýlisstaður landsins og Kópavogur er í öðru sæti. En hvaða bær er í þriðja sæti?
14. Hvað heitir höfuðborg Kanada?
15. Athos, Portoz og Aramis voru ... hverjir?
Svör við myndaspurningum:
Athugasemdir (2)