Samkvæmt frétt sem birtist á vefmiðlinum Nútímanum í morgun staðfestu „heimildarmenn innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu“ við miðilinn í hvernig ástandi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona var í þegar lögreglan kom á vettvang á skemmtistaðnum Kiki aðfararnótt laugardags; að hún hefði verið „dáin áfengisdauða,“ upplýsingar sem lögreglan hefur ekki gefið út opinberlega.
Samkvæmt svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Heimildarinnar verða þessar staðhæfingar sem þarna koma fram teknar til skoðunar. Sé þetta rétt, að slíkar upplýsingar hafi borist frá lögreglunni sé það „óheimilt,“ samræmist ekki vinnureglum lögreglunnar og sé brot á trúnaði.
Í frétt Nútímans kemur einnig fram að „þingmaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en svo sleppt þegar í ljós kom að skemmtistaðurinn vildi ekki leggja fram kæru auk þess sem hann hafði ekki ollið líkamstjóni eða eignaspjöllum á staðnum“ og það sett í samhengi við dagbók lögreglu sem á að staðfesta upplýsingarnar frá lögreglunni. Arndís Anna sagði í …
Athugasemdir (1)