Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Akranes íhugar að fjarlægja séra Friðrik af lista yfir heiðursborgara

Bæj­ar­yf­ir­völd á Akra­nesi eru að skoða að fjar­lægja séra Frið­rik Frið­riks­son af lista yf­ir heið­urs­borg­ara í bæn­um. Ástæð­an eru frétt­ir um að hann hafi áreitt drengi. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á næsta bæj­ar­stjórn­ar­fundi.

Akranes íhugar að fjarlægja séra Friðrik af lista yfir heiðursborgara
Á Akranesi Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK á Íslandi, sést hér með drengjum á Akranesi. Bærinn íhugar nú að fjarlægja hann af lista yfir heiðursborgara.

Bæjaryfirvöld á Akranesi íhuga nú að fjarlægja séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM og KFUK, af lista yfir heiðursborgara í bænum. Þetta segja þeir Haraldur Benediktsson bæjarstjóri og Valgarður Jónsson, forseti bæjarstjórnar, í samtölum við Heimildina.

Séra Friðrik var gerður að heiðursborgara árið 1947. Átta einstaklingar hafa verið gerðir að heiðursborgurum á Akranesi.

Ástæðan eru fréttir um að séra Friðrik hafi verið haldinn barnagirnd og áreitt drengi. Rót þeirrar umfjöllunar er bók um ævi séra Friðriks eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Stóra afhjúpunin í þeirri bók er þessi háttsemi séra Friðriks gagnvart drengjum. Eftir útkomu bókarinnar hafa tvö dæmi um áreitni séra Friðriks gagnvart drengjum á Akranesi komið fram. 

Borgaryfirvöld í Reykjavík greindu frá því í gær að stytta af séra Friðriki og dreng í miðbænum yrði fjarlægð í ljós þeirrar umræðu sem bókin hefur leitt af sér. 

„Ég býst við að það verði tekin ákvörðun um þetta á næsta bæjarstjórnarfundi, sem verður á þriðjudaginn.“

Ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi 

Haraldur Benediktsson segir: „Við fengum ábendingu um þetta, að hann væri heiðursborgari, og ég veit að pólitíkin er í debatt um þetta.Haraldur, sem áður var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er nú bæjarstjóri á Akranesi eftir að hafa verið ráðinn í starfið og er því ekki kjörinn fulltrúi og þar með stjórnmálamaður lengur. 

Valgarður Jónsson úr Samfylkingunni segir um málið: „Við erum ekki búin að klára samtalið á meðal kjörinna fulltrúa. En þeirri spurningu hefur verið varpað upp hvort það sé ekki rétt að fjarlægja þetta nafn af listanum yfir heiðursborgara Akraness vegna þeirra upplýsinga sem hafa komið fram.

Hann segir að ástæðan fyrir umræðunni sé að þolendur séra Friðriks eigi að njóta vafans í málinu. „Ég býst við að það verði tekin ákvörðun um þetta á næsta bæjarstjórnarfundi, sem verður á þriðjudaginn.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BDÞ
    Birgir Dalai Þórðarson skrifaði
    Aldeilis illa grundað og ekki íhugað af bæjarstjórn Akraness! Ég bjó ungur drengur á Skaga og man eftir KFUM samkomum þar og hvað Sr. Friðrik var þægilegur og skemmtilegur gamall kall með skegg. Hann klappaði mann á kollinn og sagði m.a. "mikið er alltaf gaman að sjá þig svona fallegur drengurinn". Í heimsókn í Vaglaskóg tók hann mig upp og man ég vindla ilminn. Sr. Friðrik var kraftaverka maður sbr KFUM og KFUK Valur Vatnaskógur o.m.fl. jákvætt sem hann stóð fyrir. Mikil skömm allar þessar fordæmingar, sem nær ekkert eru rökstuddar og hver étur eftir öðrum. Mikil er skömm þeirra Egils sjónvarps manns og Guðmundar sagnfræðings að nota Illar sögur til að selja bækur. Hvorugur þeirra hafa hitt Sr. Friðrik né vita mikið um hann störf og athafnir.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það eiga allir íbúar að vera heiðursborgarar. Minnsta tannhjólið í úrverki gerir jafnmikið gagn og driffjöðurin.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sr. Friðrik og drengirnir

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Forsetaembættið getur ekki afturkallað fálkaorðu séra Friðriks
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

For­seta­embætt­ið get­ur ekki aft­ur­kall­að fálka­orðu séra Frið­riks

Ein­ung­is er hægt að að aft­ur­kalla rétt fálka­orðu­hafa sem eru á lífi til að bera orð­una. Þeg­ar orðu­haf­ar falla frá fell­ur rétt­ur­inn til að bera orð­una nið­ur. Dæmi er um að rétt­ur­inn til að bera fálka­orð­una hafi ver­ið aft­ur­kall­að­ur en þetta mun ekki að ger­ast í til­felli séra Frið­riks Frið­riks­son­ar.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár