Skilgreina á tengda aðila í sjávarútvegi með sama hætti og gert er í Samkeppnislögum, gangi nýtt frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra eftir. Veiðigjald af uppsjávarfiski mun hækka en á móti fellur út 10 prósent álag sem lagt hefur verið á slíkan afla. Áætlað er að 800 milljónir króna til viðbótar við núverandi tekjur af veiðigjaldi munu skila sér í ríkissjóð, verði þessi breyting gerð. Áætlaðar tekjur af veiðigjöldum án afslátta er í ár 9,4 milljarðar og 9,1 milljarður á því næsta.
„Stjórnvöld skortir heildaryfirsýn yfir það hvernig eigna- og stjórnunartengslum er háttað milli fyrirtækja í sjávarútvegi.“
Frumvarpsdrög voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í morgun. Breytingarnar sem drögin fela í sér eru umtalsverð og snerta margar hliðar þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem nú er í gildi. Þau gera til að mynda ráð fyrir að hámarksaflahlutdeild útgerða geti farið upp í allt að fimmtán prósent, séu fyrirtækin skráð á markað. Í dag …
Athugasemdir