Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

JBT býður mörg hundruð milljarða í Marel og vill taka yfir félagið

Við­skipta­stríð­ið um yf­ir­ráð yf­ir Mar­el tók á sig nýja mynd í nótt þeg­ar fé­lag­inu barst óskuld­bind­andi yf­ir­töku­til­boð. Nú hef­ur ver­ið greint frá því að sá sem ætl­ar að taka yf­ir Mar­el er JBT, sem er með höf­uð­stöðv­ar í Chicago. Til­boð JBT er upp á 482 krón­ur á hlut, eða tæp­lega 38 pró­sent yf­ir dags­loka­gengi gær­dags­ins.

JBT býður mörg hundruð milljarða í Marel og vill taka yfir félagið
Stærstir í stærsta eigandanum Feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson, sem var forstjóri Marel í áratug, eru saman stærstu eigendur Eyris Invest, sem er stærsti eigandi Marel. Mynd: Marel

Klukkan fjögur í nótt var birt tilkynning í Kauphöll Íslands um að Marel, næst verðmætasta félaginu í Kauphöll Íslands, hefði borist óskuldbindandi yfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. 

Í tilkynningunni kom ekki fram hver hafi sett fram þessa yfirlýsingu en þar sagði að henni fylgi „óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7 prósent hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna.“ Eyrir Invest er langstæsti einstaki eigandi Marel.

Ekkert kemur fram um hvaða gengi hið óskuldbindandi yfirtökutilboð miðar við en markaðsvirði Marel í lok dags í gær var 264,5 milljarðar króna.

Í tilkynningunni sagði að Marel muni „fara yfir og meta framangreinda óskuldbindandi viljayfirlýsingu af kostgæfni með hliðsjón af langtímahagsmunum félagsins og allra hluthafa þess. Ekki liggur fyrir nein vissa um hvort umrædd yfirlýsing muni leiða til formlegs skuldbindandi yfirtökutilboðs, eða skilmála þess.“

Klukkan 10:20 birtist svo önnur tilkynning þar sem fram kemur að það sé John Bean Technologies Corporation (JBT), sem er stór alþjóðleg matvælaframleiðslusamstæða með höfuðstöðvar í Chicago í Bandaríkjunum, sem hafi lagt fram tilboðið. Þar kemur fram að um valfrjálst yfirtökutilboð sé að ræða sem „verði aðeins sent að undangenginni ásættanlegri niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og stjórnarsamþykki JBT.“

Þá kemur fram að mögulegt valfrjálst yfirtökutilboð JBT, þegar og ef það verður lagt fram, verði háð eftirfarandi fyrirvörum:

  1. Samþykki viðeigandi eftirlitsaðila
  2. Samþykki hluthafa JBT
  3. Að a.m.k. 90 prósent hluthafa Marel samþykki tilboðið

Dagslokagengi bréfa í Marel í gær var 350 krónur á hlut. Tilboð JBT er upp á 482 krónur á hlut, eða tæplega 38 prósent yfir dagslokagengi gærdagsins, fyrir allt útistandandi hlutafé í Marel. Tillaga JBT að verðmati er byggð á þeirri forsendu að útistandandi hlutir séu 754 milljónir og staða áhvílandi lána nemi 827 milljónum evra. Gengi bréfa í Marel hefur rokið upp í Kauphöllinni í morgun eftir tilkynningarnar, en sem stendur nemur hækkunin tæpum 29 prósentum.

Óskuldbindandi viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir að 25 prósent af endurgjaldinu verði greitt með reiðufé og 75 prósent verði í formi hlutabréfa í JBT. „Það kemur jafnframt fram að hluthafar Marel muni eiga u.þ.b. 36 prósent af hlutum í JBT eftir möguleg viðskipti. Engar frekari upplýsingar koma fram eða liggja fyrir um gengi hluta í JBT eða hugsanlegt skiptigengi.“

Stríðið um Marel

Heimildin fjallaði ítarlega um stríðið sem geisar um yfirráð yfir Marel í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að feðgarnir Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon, sem eru stærstu eigendur Eyris Invest, teldu einn stærsta banka lands­ins, Arion banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. 

Liður í þeirri fléttu hefði verið að leysa til sín hluta af eign Árna Odds, sem er var forstjóri Marel í áratug en var knúinn til að segja af sér í byrjun mánaðar, í Eyri Invest. Ásakanir liggja fyrir gagnvart Arion banka þess efnis að bankinn hafi átt í samræðum við áðurnefnd fjárfestingarfélög um að kaupa þá hluti áður en gengið var frá veðkalli gagnvart Árna Oddi, en það var gert eftir að veðþekja lána hans fór undir 150 prósent. Arion banki hefur staðfastlega neitað því að hafa átt í slíkum samræðum, bæði fyrir og eftir að veðkallið var framkvæmt. 

Þá hafa erlendir sjóðir verið að skoða það um tíma að taka yfir Marel. Ein þeirra leiða sem þeir hafa verið með til skoðunar er að reyna að kaupa hlut Eyris og annars stórs hluthafa og mynda með því yfirtökuskyldu í félaginu.

Þá hafði Árni Oddur átt í beinum viðræðum við stóran íslenskan aðila um aðkomu að Marel áður en að veðkallinu kom. Sá aðili er Samherja-samstæðan. 

Við veðkallið fór hlutur feðganna í Eyri Invest – Þórður hafði lána hluta af sinni eign sem veð fyrir lánum Árna Odds – niður í 29 prósent en deilur standa um þau 9,3 prósent sem Arion banki segist halda á en hefur ekki gert upp við feðgana eins og lánasamningur og lög segja til um.

Sagði af sér og fór í greiðslustöðvun

Árni Oddur telur Arion banka ekki hafa hagað sér í góðri trú og telur sig hafa sett fram nægjanleg ný veð til að hafa staðið við þá lánasamninga sem bankinn ákvað að gjaldfella. Við það telur hann að veðþekjan hafi farið yfir 200 prósent, sem lánasamningurinn krafðist að hún yrði, og þar með gæti Arion banki ekki leyst til sín bréf hans. Bankinn var ósammála.

Í kjölfar veðkallsins sagði Árni Oddur af sér sem forstjóri Marel og bað um greiðslustöðvun. Í tilkynningu sagði Árni Oddur að greiðslustöðvunin væri vegna „þeirrar réttaróvissu sem skapast hefur vegna aðgerða Arion banka, sem leyst hefur til sín hluta hlutabréfa minna í Eyri Invest, leiðandi fjárfestis í Marel, þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings við bankann hafi verið fullnægt.“ 

Greiðslustöðvun Árna Odds var fengin fram með dómsúrskurði. Hún var veitt til þriggja vikna og rennur því út 28. nóvember næstkomandi. Á þeim tíma verður kannað hvaða eignir séu til staðar hjá Árna Oddi og hvaða skuldir, og hvort eignirnar dugi fyrir skuldunum.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grátrana sást á Vestfjörðum
1
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
5
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
7
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
8
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár