Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Leiðinleg en ekki erfið ákvörðun

Körfuknatt­leiks­kon­an Helena Sverr­is­dótt­ir hef­ur lagt skóna á hill­una en ætl­ar að halda áfram að byggja upp kvenna­bolt­ann. „Ég hef lengi vel bar­ist fyr­ir því að kon­ur fái jöfn tæki­færi og karl­ar. Það er enn þá mjög langt í land.“

Leiðinleg en ekki erfið ákvörðun
Leikjahæst og best Helena Sverrisdóttir er leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og hefur tólf sinnum verið kjörin körfuboltakona ársins. Hún ætlar að halda áfram að byggja upp kvennaboltann. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er með hugann við það að reyna að byggja upp kvennaboltann og hef alltaf haft mikinn áhuga á að reyna að gera hann sem bestan og hafa sem besta umgjörð í kringum þær,“ segir Helena Sverrisdóttir, besta körfuknattleikskona Íslands, sem lagði nýverið skóna á hilluna eftir 30 ára farsælan feril. Hún hefur nú snúið sér að þjálfun, samhliða því að kenna á unglingastigi í grunnskóla. „Á meðan ég er að þjálfa finnst mér mjög líklegt að ég verði bara kvenna megin.“

Lífið hefur alltaf snúist um körfubolta og mun líklega halda áfram að gera það. Helena var fimm ára gömul þegar hún byrjaði að æfa. „Foreldrar mínir voru í stjórn í körfunni í Haukum. Þetta hefur alltaf verið hluti af fjölskyldunni, við erum fjögur systkini og við vorum öll að æfa. Karfa hefur alltaf verið hluti af okkur.“

Leikjahæsti leikmaður landsliðsins

Helena spilaði með uppeldisfélaginu, Haukum, til 19 ára aldurs þegar hún fór í nám til Bandaríkjanna og spilaði í háskólaboltanum þar. Á atvinnumannaferlinum spilaði hún einnig í Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu. Hún sneri heim fyrir fimm árum og spilaði með Val í þrjú tímabil áður en hún fór aftur heim í Hafnarfjörðinn. Helena er leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og hefur tólf sinnum verið kjörin körfuboltakona ársins. Ástríðan fyrir körfuboltanum leynir sér ekki. „Þetta er ótrúlega skemmtileg íþrótt. Mér finnst enn þá í dag gaman að spila körfubolta. Þú þarft bæði að vera góð líkamlega og andlega, í hausnum, þú þarft að vera svolítið klár. Körfubolti er áskorun á mismunandi hátt. Þetta er bara langskemmtilegasta íþróttin.“ 

„Ég er ekki að fara að fá gervihné 36 ára og fá nýtt á 10–15 ára fresti þar til ég dey“

Líkaminn sagði stopp

Síðustu tvö ár hefur Helena verið að glíma við meiðsli í hné og ákvörðunin um að leggja skóna á hilluna hefur legið í loftinu. „Ég hef alltaf sagt að mig langaði að spila þangað til að líkaminn myndi segja stopp.“ Nú hefur það raungerst. Brjóskskemmdir í hné. Ákvörðunin var ekki erfið, en hún var leiðinleg, að sögn Helenu. „Þetta var svolítið sjálfgefið. Ég er ekki að fara að fá gervihné 36 ára og fá nýtt á 10–15 ára fresti þar til ég dey. Ákvörðunin var eiginlega bara tekin fyrir mig.“ 

Helena hlakkar til að verja meiri tíma með fjölskyldunni, að geta sest niður með manninum sínum og stelpunum þeirra, sem eru sjö og (bráðum) þriggja ára, og borðað saman kvöldmat. Rútínulífið heillar. „Ég er samt enn að þjálfa og verð alveg með liðinu mínu í leikjum. Þó að ég sé ekki að mæta á allar æfingar þá verð ég samt helling uppi í íþróttahúsi.“

Setur fókus á stelpur

Helena er að þjálfa stelpur í yngri flokkum hjá Haukum. „Ég hef alltaf sett fókusinn á stelpur. Það vantar mjög oft þjálfara kvenna megin, það er eins og flestir þjálfarar sæki alltaf í að þjálfa frekar stráka.“ Helena lauk námi í kennsluréttindum í sumar og námskeið í kynjajafnrétti sem var hluti af náminu opnaði augu hennar. „Ég hef lengi vel barist fyrir því að konur fái jöfn tækifæri og karlar. Það er enn þá mjög langt í land, sérstaklega í íþróttaheiminum, þetta er mjög karllægt umhverfi. Um leið og ég sé eitthvað sem er ekki eins og það á að vera hef ég alltaf verið tilbúin að stíga inn í og mun pottþétt gera enn þá meira af því núna.“

Það mun hún ekki aðeins gera í körfuboltanum. Helena er að kenna á unglingastigi og kann vel við sig í því umhverfi. Samfélagsfræði, kynjafræði og enska eru hennar greinar. „Ég hef aldrei verið í hefðbundinni vinnu, körfuboltinn hefur verið mitt starf. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf og ég sé fyrir mér að geta gert þetta í langan tíma.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“
Allt af létta

„Mjög skrít­ið að sjá and­lit­ið á sér alls stað­ar“

Þeg­ar Heim­ild­in ræddi við Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur hafði hún ekki náð til­skild­um fjölda með­mæl­enda til að geta boð­ið sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Hún dró fram­boð sitt til baka dag­inn sem for­setafram­bjóð­end­urn­ir skil­uðu und­ir­skriftal­ist­an­um. Sig­ríð­ur svar­aði ekki hversu mikl­um fjár­hæð­um hún eyddi í fram­boð­ið.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu