Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kallar samning HSÍ við Arnarlax „hneyksli“ og segir hann sýna „stórkostlegan dómgreindarskort“

HSÍ greindi í dag frá því að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax væri orð­ið eitt af bak­hjörl­um sam­bands­ins. Guð­mund­ur Þórð­ur Guð­munds­son, far­sæl­asti þjálf­ari ís­lenska hand­bolta­lands­liðs­ins frá upp­hafi seg­ir að hann hefði aldrei sam­þykkt að bera slíka aug­lýs­ingu frá „þessu fyr­ir­tæki sem vill nýta sér ís­lenska lands­l­ið til að lappa upp á dap­ur­lega ímynd sína.“

Kallar samning HSÍ við Arnarlax „hneyksli“ og  segir hann sýna „stórkostlegan dómgreindarskort“
Hörð gagnrýni Guðmundur Þórður tók við þjálfun karlalandsliðs Íslands í þriðja sinn á ferlinum í febrúar 2018 og sinnti því þangað til í febrúar síðastliðinn þegar hann hætti störfum. Mynd: Sven Mendel/Wikipedia

„Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er regin hneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar.“ Þetta segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands sem stýrði liðinu meðal annars til silfurverðlauna á ólympíuleikunum sumarið 2008, í Facebook-færslu sem birtist í dag. Tilefnið er nýtt samkomulag milli Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) og laxeldisfyrirtækisins Arnarlax um að það síðarnefnda verði einn af bakhjörlum HSÍ að minnsta kosti til næstu þriggja ára. 

FærslaÞetta skrifaði Guðmundur Þórður Guðmundsson á Facebook í dag.

Í tilkynningu sem birtist á vef Arnlarlax vegna þessa er haft eftir Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, að það sé mikið fagnaðarefni fyrir sambandið að skrifa undir samstarfssamninga við nýja bakhjarla. „Flestir bakhjarlar HSÍ í dag hafa verið í bakvarðarsveit okkar í yfir áratugi, það er von okkar hjá HSÍ að samstarfið við Arnarlax verði farsælt og ánægjulegt.“

Þar segir Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, að fyrirtækið viti „að handbolti er stór hluti af íslensku íþróttalífi og við gætum ekki verið stoltari en að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem HSÍ er á. Áfram Ísland!“

Guðmundur Þórður vísar til þess í færslu sinni að Arnarlax var nýverið sektað af Matvælastofnun að upphæð 120 milljón króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. „Arnarlax sýndi þar fullkomið og vítavert aðgæsluleysi til skaða fyrir íslenska náttúru. Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu.“

Sektað í fyrra

Í nóvember í fyrra sektaði Matvælastofnun Arnarlax um 120 milljónir króna vegna þess að fyrirtækið tilkynnti ekki um strok á eldislöxum úr sjókví í Arnarfirði sem gat fannst á í ágúst árið 2021. MAST hafði aldrei áður sektað laxeldisfyrirtæki vegna slysasleppingar hér á landi. 

Í upplýsingagjöf norska fyrirtækisins, Salmar AS, í ársreikningi fyrir 2022 er þessi sekt ekki nefnd sérstaklega í yfirliti um sektargreiðslur þess og ekki er minnst á það að fyrirtækið veit ekki hvað um varð um tæplega 82 þúsund eldislaxa sem voru í kvínni. 

Eins og annar af fyrirrennurum Heimildarinnar, Stundin, greindi frá í fyrra þá voru eldislaxar sem veiddust í Mjólká í Arnarfirði raktir til Arnarlax. Í yfirliti yfir brot Salmar á lögum og reglum í Noregi og á Íslandi, sem og sektargreiðslum fyrirtækisins, kemur fram að fyrirtækið hafi engin brot framið og að það hafi greitt 0 krónur í sektir á Íslandi í fyrra. 

Í ársreikningi Salmar, sem á rúmlega 50 prósenta hlut í Arnarlaxi, segir enn fremur um þetta: „SalMar er með það að markmiði að enginn eldislax sleppi hjá fyrirtækinu og tekur öll slík tilfelli alvarlega. Árið 2022 voru tvö slík tilfelli í Noregi og ekkert á Íslandi. Samtals sluppu 11 laxar úr sjókvíum okkar í Noregi og á Íslandi, sem þýðir að minna en 0,00002 prósent allra laxa sem SalMar var með í sjókvíum sínum.“

Mikil andstaða við starfsemina

Arnarlax stundar laxeldi í sjókvíum. Hlutfall þeirra sem eru andvíg laxeldi í sjókvíum við Ísland hefur vaxið um 50 prósent á síðustu tveimur árum; farið úr 46 prósent í ágústkönnun Maskínu 2021 í 69 prósent í könnun sem fyrirtækið framkvæmdi í þessum mánuði. 

Í ágúst 2021 voru 23 prósent svarenda hlynnt laxeldi í sjókvíum en það hlutfall er nú komið niður í tíu prósent. Þetta kom fram í nýbirtri könnun sem Maskína gerði á afstöðu landsmanna til laxeldis. 

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins reyndust líklegastir til þess að segjast hlynntir laxeldi í sjókvíum en samt voru einungis 21 prósent þeirra hlynntir því. Kjósendur Samfylkingarinnar reyndust hvað andvígastir en 85 prósent þeirra sögðust andvígir laxeldi í sjókvíum við Ísland. 

Heimildin birti nýverið myndbönd frá Veigu Grétarsdóttur, kajakræðara og náttúruverndarsinna, sem sýndu lús- og bakteríuétna laxa í sjókvíum Arctic Fish í Tálknafirði. Myndböndin vöktu hörð viðbrögð. Hægt er að sjá eitt þeirra hér að neðan. 

Veiga Grétarsdóttir
Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    Ótrúlega hugsunarlaus og galið.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Handboltinn er ljótur slagsmálaleikur og er engan veginn til fyrirmyndar sem íþrótt. 'i minum huga er þetta bara iðnaður sem nýtur óeðlilegs stuðning yfirvöldum. Rifja má upp að Ísraelska greiðslumiðnunarfyrirtækið er blóðmjólkar íslenskan almenning styrkir einnig þennan boltaiðnað.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár