Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Kallar samning HSÍ við Arnarlax „hneyksli“ og segir hann sýna „stórkostlegan dómgreindarskort“

HSÍ greindi í dag frá því að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax væri orð­ið eitt af bak­hjörl­um sam­bands­ins. Guð­mund­ur Þórð­ur Guð­munds­son, far­sæl­asti þjálf­ari ís­lenska hand­bolta­lands­liðs­ins frá upp­hafi seg­ir að hann hefði aldrei sam­þykkt að bera slíka aug­lýs­ingu frá „þessu fyr­ir­tæki sem vill nýta sér ís­lenska lands­l­ið til að lappa upp á dap­ur­lega ímynd sína.“

Kallar samning HSÍ við Arnarlax „hneyksli“ og  segir hann sýna „stórkostlegan dómgreindarskort“
Hörð gagnrýni Guðmundur Þórður tók við þjálfun karlalandsliðs Íslands í þriðja sinn á ferlinum í febrúar 2018 og sinnti því þangað til í febrúar síðastliðinn þegar hann hætti störfum. Mynd: Sven Mendel/Wikipedia

„Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er regin hneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar.“ Þetta segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands sem stýrði liðinu meðal annars til silfurverðlauna á ólympíuleikunum sumarið 2008, í Facebook-færslu sem birtist í dag. Tilefnið er nýtt samkomulag milli Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) og laxeldisfyrirtækisins Arnarlax um að það síðarnefnda verði einn af bakhjörlum HSÍ að minnsta kosti til næstu þriggja ára. 

FærslaÞetta skrifaði Guðmundur Þórður Guðmundsson á Facebook í dag.

Í tilkynningu sem birtist á vef Arnlarlax vegna þessa er haft eftir Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, að það sé mikið fagnaðarefni fyrir sambandið að skrifa undir samstarfssamninga við nýja bakhjarla. „Flestir bakhjarlar HSÍ í dag hafa verið í bakvarðarsveit okkar í yfir áratugi, það er von okkar hjá HSÍ að samstarfið við Arnarlax verði farsælt og ánægjulegt.“

Þar segir Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, að fyrirtækið viti „að handbolti er stór hluti af íslensku íþróttalífi og við gætum ekki verið stoltari en að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem HSÍ er á. Áfram Ísland!“

Guðmundur Þórður vísar til þess í færslu sinni að Arnarlax var nýverið sektað af Matvælastofnun að upphæð 120 milljón króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. „Arnarlax sýndi þar fullkomið og vítavert aðgæsluleysi til skaða fyrir íslenska náttúru. Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu.“

Sektað í fyrra

Í nóvember í fyrra sektaði Matvælastofnun Arnarlax um 120 milljónir króna vegna þess að fyrirtækið tilkynnti ekki um strok á eldislöxum úr sjókví í Arnarfirði sem gat fannst á í ágúst árið 2021. MAST hafði aldrei áður sektað laxeldisfyrirtæki vegna slysasleppingar hér á landi. 

Í upplýsingagjöf norska fyrirtækisins, Salmar AS, í ársreikningi fyrir 2022 er þessi sekt ekki nefnd sérstaklega í yfirliti um sektargreiðslur þess og ekki er minnst á það að fyrirtækið veit ekki hvað um varð um tæplega 82 þúsund eldislaxa sem voru í kvínni. 

Eins og annar af fyrirrennurum Heimildarinnar, Stundin, greindi frá í fyrra þá voru eldislaxar sem veiddust í Mjólká í Arnarfirði raktir til Arnarlax. Í yfirliti yfir brot Salmar á lögum og reglum í Noregi og á Íslandi, sem og sektargreiðslum fyrirtækisins, kemur fram að fyrirtækið hafi engin brot framið og að það hafi greitt 0 krónur í sektir á Íslandi í fyrra. 

Í ársreikningi Salmar, sem á rúmlega 50 prósenta hlut í Arnarlaxi, segir enn fremur um þetta: „SalMar er með það að markmiði að enginn eldislax sleppi hjá fyrirtækinu og tekur öll slík tilfelli alvarlega. Árið 2022 voru tvö slík tilfelli í Noregi og ekkert á Íslandi. Samtals sluppu 11 laxar úr sjókvíum okkar í Noregi og á Íslandi, sem þýðir að minna en 0,00002 prósent allra laxa sem SalMar var með í sjókvíum sínum.“

Mikil andstaða við starfsemina

Arnarlax stundar laxeldi í sjókvíum. Hlutfall þeirra sem eru andvíg laxeldi í sjókvíum við Ísland hefur vaxið um 50 prósent á síðustu tveimur árum; farið úr 46 prósent í ágústkönnun Maskínu 2021 í 69 prósent í könnun sem fyrirtækið framkvæmdi í þessum mánuði. 

Í ágúst 2021 voru 23 prósent svarenda hlynnt laxeldi í sjókvíum en það hlutfall er nú komið niður í tíu prósent. Þetta kom fram í nýbirtri könnun sem Maskína gerði á afstöðu landsmanna til laxeldis. 

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins reyndust líklegastir til þess að segjast hlynntir laxeldi í sjókvíum en samt voru einungis 21 prósent þeirra hlynntir því. Kjósendur Samfylkingarinnar reyndust hvað andvígastir en 85 prósent þeirra sögðust andvígir laxeldi í sjókvíum við Ísland. 

Heimildin birti nýverið myndbönd frá Veigu Grétarsdóttur, kajakræðara og náttúruverndarsinna, sem sýndu lús- og bakteríuétna laxa í sjókvíum Arctic Fish í Tálknafirði. Myndböndin vöktu hörð viðbrögð. Hægt er að sjá eitt þeirra hér að neðan. 

Veiga Grétarsdóttir
Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    Ótrúlega hugsunarlaus og galið.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Handboltinn er ljótur slagsmálaleikur og er engan veginn til fyrirmyndar sem íþrótt. 'i minum huga er þetta bara iðnaður sem nýtur óeðlilegs stuðning yfirvöldum. Rifja má upp að Ísraelska greiðslumiðnunarfyrirtækið er blóðmjólkar íslenskan almenning styrkir einnig þennan boltaiðnað.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár