Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Vilja fimmfalda bankaskatt og hirða rúmlega 30 milljarða af bönkunum

Flokk­ur fólks­ins vill stór­auka skatt­lagn­ingu á ís­lensku við­skipta­bank­anna. Verði frum­varp­ið sam­þykkt myndi banka­skatt­ur­inn sem flokk­ur­inn legg­ur til nema helm­ingi hagn­að­ar stóru bank­anna þriggja á fyrstu níu mán­uð­um árs­ins.

Vilja fimmfalda bankaskatt og hirða rúmlega 30 milljarða af bönkunum
Formaður Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd: Bára Huld Beck

Þing​flokkur Flokks fólksins mun á morgun flytja frumvarp um að hækka bankaskattinn svokallaða úr 0,145 prósent og upp í 0,838 prósent. Ef frumvarpið yrði samþykkt myndi það þýða fimmföldun á skattinum, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja yfir 50 milljörðum króna. Það myndi skila ríkissjóði rúmlega 30 milljörðum króna í tekjur vegna skattsins, en tekjur hans vegna bankaskattsins, sem var lækkaður á meðan að kórónuveirufaraldurinn stóð yfir, í fyrra voru 5,3 milljarðar króna.

Í tilkynningu sem Flokkur fólksins sendi frá sér í kvöld kemur fram að samkvæmt frumvarpinu eigi að endurskoða gjaldhlutfallið þegar vextir húsnæðislána fara aftur undir fimm prósent. Þar segir enn fremur að Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafi ekki séð sér ekki fært um að vera áfram meðflutningsmenn á frumvarpinu eftir að hlutfallinu var breytt úr 0,376 prósent  í 0,838 prósent.

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en hinir fimm þingmenn hans eru meðflutningsmenn.

Högnuðust um 61 milljarð á níu mánuðum

Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki högnuðust samtals um 60,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er 10,9 milljörðum krónum meira en bankarnir græddu á sama tímabili í fyrra og hagnaðurinn hefur því aukist um 22 prósent. 

Landsbankinn tvöfaldaði hagnað sinn á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins milli ára. Það verður þó að taka ýmislegt inn í jöfnuna. Hann fór úr 11,3 milljörðum króna í 22,4 milljarða króna. Alls 14,2 prósent eignarhlutur Landsbankans, í Eyri Invest, stærsta eiganda Marel með 24,7 prósent hlut, hefur til að mynda rýrnað verulega í virði á tæpum tveimur árum. Hann myndar uppistöðuna í hlutabréfaeign bankans sem voru metin á 20,6 milljarða króna í byrjun árs í fyrra en var bókfærð á níu milljarða króna og hefur þar með lækkað í virði um 11,6 milljarða króna á tímabilinu. Þorri þeirrar lækkunar, tæpir tíu milljarðar króna, átti sér stað í fyrra en hlutabréf í Marel hafa haldið áfram að lækka á þessu ári.

Íslandsbanki, sem hefur hagnast um 18,4 milljarða króna það sem af er ári, þurfti að greiða 860 milljónir króna af stjórnvaldssektinni sem lögð var á bankann fyrir margháttuð og alvarleg brot sem framin voru þegar hann tók þátt í sölunni á sjálfum sér. Alls nam sektin 1.160 milljónum króna en Íslandsbanki tók til hliða 300 milljónir króna til að mæta yfirvofandi sekt á fjórða ársfjórðungi 2022. 

Arion banki hagnaðist um 19,5 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er um 600 milljónum krónum minna en á sama tímabili árið áður. Þá var Arion hins vegar með einskiptishagnað upp á 6,9 milljarða króna, að uppistöðu vegna sölunnar á Valitor. Því eiga allir bankarnir það sameiginlegt að svokallaður undirliggjandi rekstur, sem felur í sér að lána peninga og selja þjónustu, hefur heilt yfir verið að styrkjast verulega. 

Vaxtatekjur í miklu vexti

Mestur er vöxturinn í vaxtatekjum bankanna, þeim tekjum sem þeir hafa af því að lána heimilum og fyrirtækjum landsins peninga og rukka vexti fyrir. 

Hreinar vaxtatekjur þeirra voru samanlagt rúmlega 113 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er tæplega 19 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Vaxtatekjur bankanna þriggja hafa því vaxið um fimmtung milli ára. Þeir segja að þetta sé tilkomið vegna vaxtahækkana og stærra útlánasafns. 

Til að átta sig á því hvað hreinar vaxtatekjur eru stór partur af starfsemi fjármálakerfisins má benda á að hreinar vaxtatekjur Landsbankans, stærsta banka landsins, voru 82 prósent af öllum rekstrartekjum hans það sem af er ári. 

Vaxtamunur hærri en á Norðurlöndunum

Vaxta­tekjurnar byggja á mun­inum á þeim vöxtum sem bank­arnir borga fyrir að fá pen­inga að láni og þeim vöxtum sem þeir rukka fyrir að lána ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum fjár­muni. Sá munur kallast vaxtamunur. Hann var 2,7 til 3,1 prósent á árinu 2022, sem er meiri munur en var árið áður, þegar hann var 2,3 til 2,8 prósent. Um mitt þetta ár var hann kominn í 2,9 til 3,2 prósent.

Vaxtamunurinn dróst saman hjá bæði Íslandsbanka, þar sem hann fór úr 3,2 í 2,9 prósent, og Arion banka, þar sem hann fór úr 3,2 í 3,0 prósent, á þriðja ársfjórðungi. Hann jókst hins vegar hjá ríkisbankanum, úr 2,9 í 3,1 prósent, sem þýðir að hann er nú mestur þar. 

Þessi vaxtamunur er mjög mikill í norrænum samanburði. Í skýrslu starfshóps Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem birt var í sumar sagði að hjá öðrum norrænum bönkum af svipaðri stærð og þeir íslensku sé hann 1,6 prósent og hjá stórum norrænum bönkum sé hann enn minni, eða 0,9 prósent. Þetta er staðan þrátt fyrir að íslensku bankarnir hafi fengið ríflega skattalækkun þegar bankaskatturinn var lækkaður um marga milljarða króna á ári og að þeir hafi verið að hagræða verulega. Sá ávinningur sem orðið hefur af þeim aðgerðum virðist ekki skila sér til viðskiptavina.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Heyr heyr Flokkur fólksins!
    0
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Hvað með að hækka fjármagnstekjuskatt um að minsta kosti 5% úr 22 í 27% og láta þá ríku greiða aðeins meira ?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
3
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
9
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu