Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Reykjavík sem hvarf

Baga­legt er að ný út­gáfa af Reykja­vík sem aldrei varð, sem var fyrst gef­in út ár­ið 2014 á for­lagi Crymo­geu, sé ekki upp­færð út­gáfa. Þrátt fyr­ir þenn­an ágalla er verk­ið vel unn­in út­tekt á til­urð og sögu þess­ara bygg­inga og þeirra lóða sem komu til greina fyr­ir stað­setn­ingu þeirra.

Reykjavík sem hvarf
Bók

Reykja­vík sem ekki varð

Höfundur Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg
Angústúra
224 blaðsíður
Niðurstaða:

Það var fengur að þessari bók á sínum tíma og þeir sem fóru á mis við ritið þá vegna vinsælda þess geta nú tryggt sér eintak. Höfundar eru hvattir til frekari verka af sama tagi almenningi til uppfræðslu og bættrar þekkingar á skipulagi og húsabyggingum til opinberrar þjónustu.

Gefðu umsögn

Óvæntar vinsældir bókarinnar Reykjavík sem ekki varð sem kom út 2014/15 á forlagi Crymogeu í 3.500 eintökum sem seldust upp leiddu til þess að Angústúra hefur gefið rit þeirra Önnu Drafnar og Guðna Vilbergs út á ný.

Bókin, sem er í stóru broti, 27,5 x 21,5, og fallega umbrotin af Studio studio gerir grein fyrir sögulegum afdrifum bygginga í Reykjavík á liðnum hundrað og fimmtíu árum: Alþingishúsinu, áætlunum um hús á Arnarhóli, háborginni á Skólavörðuholti, hugmyndum og framkvæmdum við Þjóðleikhús, pælingum og byggingu ráðhúss og stjórnarráðshús, Seðlabankanum og tónlistarhúsi.

Bagalegt er að ný útgáfa skuli ekki uppfærð: í hana vantar nýbyggingu Alþingis við Vonarstræti, áætlanir frá 2004 um stækkun Þjóðleikhúss, sem menningarmálaráðherra hefur lýst yfir að huga skuli að, nýlega aflagða viðbyggingu á stjórnarráðsreitnum en þær endurbætur hefðu þýtt umturnun á ritinu. Þrátt fyrir þennan ágalla er verkið vel unnin úttekt á tilurð og sögu þessara bygginga og þeirra lóða sem komu til greina fyrir staðsetningu þeirra. Er ekki á einum stað að finna jafn greinargóða greiningu á þessum byggingum og reiki þeirra um miðborgarsvæðið. 

„Þannig leiðir umfjöllun höfunda hratt til þess að lesandi fyllist furðu yfir gáleysi ríkis og sveitarfélags“

Bókin er þægileg aflestrar, ríkulega myndskreytt og leiðir skýrt í ljós hvað stefnuleysi og ráðleysi hefur lengi ríkt í stjórnsýslu landsmanna um opinberar byggingar og mætti þá mörgu bæta við. Það sem á vantar í bókina kallar raunar á annað sambærilegt bindi frekari úttektar: sagan af Listasafninu, en fyrstu tillögur um fjármögnun þeirrar byggingar leiddi til þess að Þjóðminjasafnið var reist, sagan af viðbótarbyggingu listasafnsins á Miklatúni sem aldrei varð, byggingarsaga húsa á Öskjuhlíð við hitaveitugeymana, byggingarsagan reitsins við Ingólfsstræti frá húsi Fiskifélagsins sem nú endurbyggt heitir Sky-hotel, markaðsskálanum og íshúsi þeirra Espolín-bræðra sem aldrei varð en þar er nú ráðuneytisbygging.

Áhersla höfunda er fyrst og fremst á staðsetningu húsa, útliti þeirra og fyrirhugaðri notkun en síður á innri rýmum og hversu framsýnir forkólfar nýrra bygginga voru á sinni tíð. Minna má á að þá loks var undirbúið ráðhús í lokatilraun varð það strax við byggingarlok orðið of lítið. Þannig leiðir umfjöllun höfunda hratt til þess að lesandi fyllist furðu yfir gáleysi ríkis og sveitarfélags: nýlegt dæmi um þá áætlun stjórnvalda að Listasafni Íslands skuli nú deilt í gamalt íshús með viðbyggingum við Fríkirkjuveg og næst í afgreiðslusal Landsbankans og fundar- og vinnuherbergi á efri hæðum hússins við Austurstræti: henta þeir salir með tilliti til loftræsingar og hitastjórnunar, flutninga á verkum milli hæða og aðkomu þeirra í húsið?

Þannig er það raunar einn galli við verkið hvað höfundar sýna liðnum tíma og gömlum ákvörðunum mikla kurteisi, fálæti jafnvel. Hver sá sem leggst í húsasögu af þessu tagi hlýtur að spyrja: hvaða hugmyndafræðilegar röksemdir, hvaða hagsmunir lágu að baki þeim ákvörðunum sem réðu til dæmis því að hola húsi Hæstaréttar vestan við Þjóðleikhúsið og þannig tryggja það til framtíðar að leikhúsbyggingin, sem er í raun 19. aldar fyrirbæri (sem er enn skýrara á fyrstu útlitsteikningum og þversníðum hússins sem birt voru opinberlega í tengslum við endurbyggingu hússins á sínum tíma), yrði enn um langa framtíð aflukt á alla vegu og framleiðslugeta á þeim bæ takmörkuð um alla framtíð sem svo leiðir til dýrari rekstrar? Eins vakna spurningar um „framtíðarsýn“ þeirra sem réðu því að ráðhús Reykjavíkur var byggt „of lítið“ þegar í upphafi.

„Þannig er það raunar einn galli við verkið hvað höfundar sýna liðnum tíma og gömlum ákvörðunum mikla kurteisi, fálæti jafnvel“

Nú hafa höfundar haldið áfram ritasmíð: tóku Laugaveginn fyrir í annarri eins bók. Okkur bráðvantar rit af þessu tagi, alþýðleg rit sem gera grein fyrir hvernig manngert umhverfi okkar var mótað af ráfandi, rislitlu og fákunnandi yfirvöldum og ráðgjöfum. Taka má sem dæmi tónlistarhús sem tekið var að safna til á stríðsárunum seinni og Tónlistarfélagið vildi reisa í Hljómskálagarðinum, síðar var það teiknað inn í Túnum, svo verða samtök til sem berjast fyrir að það komi inn í hugmyndaheim stjórnvalda ríkis og borgar en þá vill þáverandi borgarstjóri að það rísi í Kvosinni. Teikningu er hent og efnt til alþjóðlegrar samkeppni og vinningstillaga valin – af hverjum? Þar með er byggingu sem almenningur á að sækja gangandi eða bílandi lokað á bak við hraðbraut Sæbrautar/Kalkofnsvegar og Tryggvagötu. Húsið er á endanum fjármagnað með svo þröngum lánum að salarverð þar hamlar allra hópa tónlistarflutnings nema dægurmenningar,  sinfóníuflutnings og ráðstefnuhalds.

Kapp er best með forsjá.

Það var fengur að þessari bók á sínum tíma og þeir sem fóru á mis við ritið þá vegna vinsælda þess geta nú tryggt sér eintak. Höfundar eru hvattir til frekari verka af sama tagi, almenningi til uppfræðslu og bættrar þekkingar á skipulagi og húsabyggingum til opinberrar þjónustu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár