Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Frásögn dómsmálaráðherra er afar villandi“

Lög­mað­ur nokk­urra venesú­elskra rík­is­borg­ara sem fóru með leiguflugi Út­lend­inga­stofn­un­ar til Venesúela í gær hyggst fara í dóms­mál við ís­lenska rík­ið fyr­ir hönd þeirra. Hann seg­ir mál­flutn­ing dóms­mála­ráð­herra um at­burð­ina vill­andi.

„Frásögn dómsmálaráðherra er afar villandi“
Ráðherrann Upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, Fjalar Sigurðarson, hefur neitað beiðni Heimildarinnar um viðtal við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögmaðurinn Helgi Þorsteinsson Silva segir málflutning dómsmálaráðherra um atburðarásina í Venesúela eftir að hælisleitendur voru sendir þangað frá Íslandi villandi. Ráðherrann, Guðrún Hafsteinsdóttir, ræddi málið við mbl.is í dag en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins hefur neitað viðtalsbeiðni Heimildarinnar. 

Í viðtalinu segir Guðrún að hópurinn sé nú frjáls ferða sinna og að allir séu komnir með vegabréfin sín. Heimildin hefur rætt við einn einstakling úr hópnum sem var sleppt í gær. 

„Þeir sem hafa fengið tvöfalda neitun, hjá Útlendingastofnun og kærunefnd, það er eiginlega alveg borðleggjandi að ríkinu verður stefnt til ógildingar á þeim úrskurðum“
Helgi Þorsteinsson Silva

Helgi dregur það ekki sérstaklega í efa að fólkið hafi verið leyst úr haldi en saknar þess að Guðrún sé látin svara fyrir önnur brot á réttindum fólksins sem það hefur sagt frá.  

„Þessi frásögn dómsmálaráðherra er afar villandi því hún tekur ekki á alvarlegustu ásökununum sem hafa komið fram frá tugum fólks við lögmenn sína, ekki bara mig. Þær eru þær að tekið hafi verið af þeim fé og þau látin fylla út ýmis skjöl – þar á meðal að þau hafi framið föðurlandssvik sem er refsivert brot. Hún nefnir það ekki í einu orði,“ segir Helgi. 

„Það eru pólitískar ofsóknir“

Málflutningur ráðherrans sé því ekki lýsandi fyrir ástandið. 

LögmaðurHelgi telur að allnokkrir úr hópnum ættu að fá vernd eftir atburði miðvikudagsins.

Hvað lýsir þá ástandinu? 

„Það að vopnaðar sveitir hafa tekið fjölmörg viðtöl – sem eru frekar eins og yfirheyrslur – af öllum, merkja þau og mynda í bak og fyrir. Einhverjar frásagnir eru um að það hafi verið haft af þeim fé, mjög líklegt að þeir sem halda því enn þá muni ekki halda því mikið lengur og þetta að þau hafi verið látin skrifa undir fjölda skjala án þess að fá að kynna sér efni þeirra. Þau sem hafi þó náð að kynna sér það lauslega hafi séð að þau hafi skrifað undir að þau hafi framið föðurlandssvik. Það lýsir ástandinu. Það eru pólitískar ofsóknir,“ segir Helgi. 

Hann ætlar núna að senda inn viðbótarrökstuðning – byggðan á aðgerðum venesúelskra stjórnvalda gagnvart fólkinu sem flaug til Venesúela frá Íslandi á miðvikudag – fyrir mál fólks sem er enn hér á landi og er í umsóknarferli um alþjóðlega vernd eða hefur fengið neitun.

„Maður gerir ráð fyrir því að margir þeirra gætu í kjölfarið fengið alþjóðlega vernd,“ segir Helgi. „Þeir sem hafa fengið tvöfalda neitun, hjá Útlendingastofnun og kærunefnd, það er eiginlega alveg borðleggjandi að ríkinu verður stefnt til ógildingar á þeim úrskurðum.“

Með vernd á Íslandi en staðsett í Venesúela

Hvað hópinn sem farinn er úr landi varðar segir Helgi að fyrir þau sem drógu umsóknina sína til baka og þáðu far til Venesúela og styrk frá íslenskum stjórnvöldum sé lítið hægt að gera. 

En hvað með fólkið sem fór út og hafði fengið tvöfalda neitun?

„Þeir eru enn með umboð hjá íslenskum lögmanni og fyrir þá mun ég fara í dómsmál þó að þeir séu komnir til Venesúela. Ef það fer þannig eins og ég held að það fari og úrskurðurinn verður ógildur – þá stöndum við frammi fyrir því að þeir eru með vernd á Íslandi en séu í Venesúela.“

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Þvílíkt og annað eins, á nú að reyna að ljúga þetta fólk inn í landið aftur..
    -8
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    All líf reynir að forða sér frá hinu óþekkta það gildir jafnt um mannfólkið og dýrin sem við höldum vera lveg skynlaus
    0
  • ÓG
    Ólafur Gunnarsson skrifaði
    Hver borgar löfræðingnum?
    0
    • GEJ
      Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
      Við gerum það í formi skatta, er það ekki augljóst?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár