Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Grindvíkingar fá sálræna fyrstu hjálp

Elfa Dögg S. Leifs­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur hjá Rauða kross­in­um seg­ir að Grind­vík­ing­ar hafi áhyggj­ur af hús­næð­is­mál­um og lífsaf­komu sinni. Á ann­að hundrað Grind­vík­ing­ar hafa leit­að til þjón­ustumið­stöðv­ar í Reykja­vík sem var opn­uð á fimmtu­dag. Sér­stök áhersla er þar lögð á sál­ræna fyrstu hjálp.

Grindvíkingar fá sálræna fyrstu hjálp
Mikilvægt að Grindvíkingar hittist og tali saman Sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands sem starfar í þjónustumiðstöð sem er nú opin fyrir íbúa Grindavíkur segir að þar verði lögð áhersla á sálræna fyrstu hjálp. Þar geti Grindvíkingar líka hist enda mikilvægt að fólk hittist, tali saman og styðji hvert annað.

 „Líðan fólks er afskaplega misjöfn og hún sveiflast. Það getur verið dagamunur á hvernig Grindvíkingum líður eftir atburði síðustu vikna. Það er mjög mikilvægt að þau fái sálræna aðstoð,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur hjá Rauða krossinum. Hún starfar í þjónustumiðstöðinni sem var opnuð á hádegi á fimmtudag. Það eru Almannavarnir og Rauði kross Íslands sem standa að miðstöðinni. 

Mikilvægt að fólk frá Grindavík styðji hvert annað. Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir að enginn skiji betur líðan íbúa Grindavíkur en þau sem séu að ganga í gegnum það sama.

Frá því að hún var opnuð hafa á bilinu 150-160 Grindvíkingar leitað sér aðstoðar þar, segir Elfa Dögg. Þau koma hingað til að fá sálræna fyrstu hjálp. Lögð er áhersla á það og hér er þjálfað fólk frá Rauða krossinum sem tekur á móti fólki, býður uppá samtöl og nærveru. Fólk getur komið hvenær sem er yfir daginn,“ segir Elfa Dögg og bætir við að það sé mikilvægt að Grindvíkingar hittist og hlúi hver að öðrum. Hér höfum við orðið vitni að mörgum fallegum augnablikum þó stutt sé síðan við opnuðum. Við erum að sjá fólk sem er að hittast og faðmast og styðja hvert annað. Það er nefnilega svo að enginn skilur betur líðan íbúanna en þau sem eru að ganga í gegnum það sama. Það er því mikilvægt að fólk hittist og tali saman og styðji hvert annað. Og það geta þau gert hér.“ 

„Fólk hefur miklar áhyggjur af húsnæðismálum og lífsviðurværi sínu“
Elfa Dögg S. Leifsdóttir
sálfræðingur Rauða krossins

Hún segir að velferðarsvið Grindavíkurbæjar sé einnig með aðstöðu í miðstöðinni.  „Þetta er hugsað sem alhliða þjónustumiðstöð og hún mun þróast í takt við þarfir Grindvíkinga. Þá er hér hægt að fá aðstoð frá Vinnumálastofnun og hér er líka hugað er að húsnæðismálum.“ 

Elfa Dögg segir að á næstu dögum eigi allt sem Grindvíkingar þurfi að takast á við vegna atburðanna að vera aðgengilegt á einum stað. Það er afskaplega erfitt fyrir fólk að þurfa að bíða eftir svörum varðandi þessi mál. Fólk hefur miklar áhyggjur af húsnæðismálum og lífsviðurværi sínu. Svo hefur verið mikil óvissa vegna skjálftanna í langan tíma þannig að fólk er mjög þreytt.“ 

Þjónustumiðstöðin er á þriðju hæð í Tryggvagötu 19, gamla Tollhúsinu og er opin alla virka daga milli 10 og 18.  

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár