Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Við eflumst við að koma saman

Elí Hörpu- og Ön­und­ar­bur er að sækja um styrk fyr­ir íþrótta­hóp­inn sinn fyr­ir trans fólk en hon­um finnst mik­il­vægt að kynna sam­fé­lag­ið sitt fyr­ir alls kon­ar íþrótt­um í ör­uggu rými. Hon­um líð­ur oft van­mátt­ug­um fyr­ir stöð­unni fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs en seg­ir engu að síð­ur að þeg­ar fólk komi sam­an efl­ist hann.

Við eflumst við að koma saman

„Ég heiti Elí Hörpu- og Önundarbur og við erum í Háskóla Íslands. Ég er að sækja um styrk í lýðheilsusjóð fyrir íþróttahóp sem ég er með fyrir trans fólk en fresturinn rennur út í dag. Við ætlum að reyna að ná í smá pening til að geta haldið honum áfram og gert eitthvað skemmtilegt. 

Hingað til höfum við haldið okkur mest í íþróttasalnum hérna í háskólanum að gera almennar styrktaræfingar með lóðum og ketilbjöllum. Við höfum líka farið einu sinni í Roller Derby og á föstudaginn ætlar Margrét Erla Maack að vera með danstíma fyrir okkur. Einn daginn langar okkur að fara á kajak og í klifur og alls konar. 

Fyrst og fremst erum við að kynna trans fólk fyrir alls konar íþróttum í öruggu rými, það er oft erfiðara fyrir þennan hóp að mæta í íþróttir, út af klefum og almennri stemningu. Svo það er næs að vera í hóp. Ég hef verið með frá byrjun og var fyrst að skipuleggja hann einn og var við að gefast upp og hætta þegar þrír meðlimir buðust til að hjálpa mér og nú erum við fjögur í skipulagsteyminu. Ég er mjög mikil íþróttamanneskja og mig langaði að binda saman áhugamálið mitt og gera eitthvað fyrir samfélagið mitt. 

Mér efst í huga þessa dagana eru fjöldamorðin á Gaza. Það er mikið í gangi og Ísland-Palestína stendur sig svakalega vel að skipuleggja viðburði og maður reynir að taka þátt. Það gerir mig reiðan að stjórnvöld gera ekki neitt í þessum hryllingi. Og það er almennt afstöðuleysi í hinum vestræna heimi, eins og með Iceland Noir-bókmenntahátíðina sem bauð Hillary Clinton að koma og tala og virðast ekki ætla að gera neitt. 

Stundum líður mér eins og ég sé mjög vanmáttugur fyrir þessu en þegar fólk kemur saman þá eflist maður. 

Það augnablik sem breytti lífi mínu var örugglega bara þegar ég fór til Frakklands í skiptinám í menntaskóla. Ég var á náttúrufræðibraut áður en ég fór út en þegar ég kom til baka skipti ég yfir í félagsvísindi og heimspeki og það breytti mjög miklu fyrir mig. 

Það breytti lífi mínu að hitta fólk sem var alls konar, ekki svona rosalega einsleitt og menntaskólinn minn á Íslandi var. Það er mjög umbreytandi að vera unglingur og flytja í annað land og læra nýtt tungumál. Hvaða námskeið var skemmtilegast? Sko, þetta var bara menntaskóli og það var ógeðslega leiðinlegt í skólanum. Ég skildi enga frönsku fyrst og svaf í tímum. Það var bara fólkið og stemningin. Ég eignaðist ótrúlega góða vini, ég hitti einn þeirra í gærkvöldi og ég er enn þá í sambandi við fósturfjölskylduna mína sem ég bjó hjá, þrettán árum seinna.“ 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár