Skáldsagan, hvað í fjandanum er hún? Á hún erindi, er einhver að lesa? Stútar gervigreindin henni, eru algóryþmar Facebook og TikTok að fela hana fyrir okkur? Týnist hún í fortíðinni eða úti í geimi, er hún föst í borginni eða vaknaði hún timbruð og týnd eftir sveitaball? Er eitthvert pláss fyrir hana í heimi stríða og frétta af hamförum, hlutabréfum og ójöfnuði?
Tekst skáldsagan á við nútímann, við heiminn – og á hún að gera það? Er erindisleysið kannski einmitt erindið? Sem minnir okkur á það sem skiptir alltaf máli, þegar fréttirnar hafa dáleitt okkur um að ákveðnir hlutir skipti öllu máli, hvort sem það er hrunið, kófið, nýjasta stríðið eða nýjustu náttúruhamfarirnar.
Þetta er vissulega eilífðarspurning. En skáldsagan snýst líka um eilífðarspurningarnar. Við spurðum rithöfunda, þýðendur, kennara, borgarfulltrúa og hljóðbókaframleiðendur að þessu og ýmsu öðru varðandi skáldsöguna.
Skáldsagan er sérhannaður sjónauki
„Skáldsagan er leikur. Að lesa og að …
Athugasemdir (1)