Ódýrasta matarkarfan á Íslandi kostar 45.430 krónur og hana er hægt að kaupa hjá Bónus. Hún er 0,8 prósent lægri en matarkarfan í Krónunni og 0,9 prósent lægri en matarkarfan í Nettó. Ef þessi hlutföll eru þýdd yfir í krónur og aura þá þýðir það að neytandi sem kaupir matarkörfu sem samanstendur af þeim 76 vörum sem bornar eru saman á heimasíðu Verðgáttarinnar sparar sér 350 krónur á slíkri matarkörfu með því að versla í Bónus frekar en Krónunni og 412 krónur með því að velja Bónus frekar en Nettó.
Úttekt Heimildarinnar, sem framkvæmd var miðvikudaginn 15. nóvember, á því verði sem aðgengilegt er í Verðgáttinni, sýnir að í langflestum tilvikum er verðmunurinn á vörum lítill sem enginn. Af þeim 76 vörum sem tilgreindar eru var Bónus með lægsta verðið í næstum öllum vöruflokkum. Í 61 tilviki munaði hins vegar einungis einni krónu á verðinu hjá Bónus og því næstlægsta …
Athugasemdir (3)