Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verð í Bónus í flestum tilfellum einni krónu lægra en hjá samkeppninni

Sam­an­burð­ur á mat­ar­körf­um sýn­ir að hægt er að spara 350 krón­ur í rúm­lega 45 þús­und króna inn­kaup­um með því að versla frek­ar í Bón­us en Krón­unni og 412 krón­ur með því að versla frek­ar þar en í Nettó.

Verð í Bónus í flestum tilfellum einni krónu lægra en hjá samkeppninni
Dýrtíð Matarkarfan hefur hækkað mikið í verði síðustu misseri. Matur og drykkur er sá undirliður verðbólgu sem hækkað hefur mest síðastliðið ár. Mynd: Samsett / Heimildin

Ódýrasta matarkarfan á Íslandi kostar 45.430 krónur og hana er hægt að kaupa hjá Bónus. Hún er 0,8 prósent lægri en matarkarfan í Krónunni og 0,9 prósent lægri en matarkarfan í Nettó. Ef þessi hlutföll eru þýdd yfir í krónur og aura þá þýðir það að neytandi sem kaupir matarkörfu sem samanstendur af þeim 76 vörum sem bornar eru saman á heimasíðu Verðgáttarinnar sparar sér 350 krónur á slíkri matarkörfu með því að versla í Bónus frekar en Krónunni og 412 krónur með því að velja Bónus frekar en Nettó. 

Úttekt Heimildarinnar, sem framkvæmd var miðvikudaginn 15. nóvember, á því verði sem aðgengilegt er í Verðgáttinni, sýnir að í langflestum tilvikum er verðmunurinn á vörum lítill sem enginn. Af þeim 76 vörum sem tilgreindar eru var Bónus með lægsta verðið í næstum öllum vöruflokkum. Í 61 tilviki munaði hins vegar einungis einni krónu á verðinu hjá Bónus og því næstlægsta …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Heitir þetta samkeppni ?
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Þessi góða grein segir að samtrygging kaupmanna sé svo góð að einungið þurfi að hafa í huga hvert sé ódýrast að aka!
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er þegjandi samkomulag um að Bónus stjórni gerfisamkeppninni. Eina lausnin er að ganga í ESB, taka upp evru og fá hingað erlendar verslanir og banka. Í leiðinni yrði kvótinn tekinn af LÍÚ.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár