Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verð í Bónus í flestum tilfellum einni krónu lægra en hjá samkeppninni

Sam­an­burð­ur á mat­ar­körf­um sýn­ir að hægt er að spara 350 krón­ur í rúm­lega 45 þús­und króna inn­kaup­um með því að versla frek­ar í Bón­us en Krón­unni og 412 krón­ur með því að versla frek­ar þar en í Nettó.

Verð í Bónus í flestum tilfellum einni krónu lægra en hjá samkeppninni
Dýrtíð Matarkarfan hefur hækkað mikið í verði síðustu misseri. Matur og drykkur er sá undirliður verðbólgu sem hækkað hefur mest síðastliðið ár. Mynd: Samsett / Heimildin

Ódýrasta matarkarfan á Íslandi kostar 45.430 krónur og hana er hægt að kaupa hjá Bónus. Hún er 0,8 prósent lægri en matarkarfan í Krónunni og 0,9 prósent lægri en matarkarfan í Nettó. Ef þessi hlutföll eru þýdd yfir í krónur og aura þá þýðir það að neytandi sem kaupir matarkörfu sem samanstendur af þeim 76 vörum sem bornar eru saman á heimasíðu Verðgáttarinnar sparar sér 350 krónur á slíkri matarkörfu með því að versla í Bónus frekar en Krónunni og 412 krónur með því að velja Bónus frekar en Nettó. 

Úttekt Heimildarinnar, sem framkvæmd var miðvikudaginn 15. nóvember, á því verði sem aðgengilegt er í Verðgáttinni, sýnir að í langflestum tilvikum er verðmunurinn á vörum lítill sem enginn. Af þeim 76 vörum sem tilgreindar eru var Bónus með lægsta verðið í næstum öllum vöruflokkum. Í 61 tilviki munaði hins vegar einungis einni krónu á verðinu hjá Bónus og því næstlægsta …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Heitir þetta samkeppni ?
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Þessi góða grein segir að samtrygging kaupmanna sé svo góð að einungið þurfi að hafa í huga hvert sé ódýrast að aka!
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er þegjandi samkomulag um að Bónus stjórni gerfisamkeppninni. Eina lausnin er að ganga í ESB, taka upp evru og fá hingað erlendar verslanir og banka. Í leiðinni yrði kvótinn tekinn af LÍÚ.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár