Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vildu fella út ákvæði um gjald á húseigendur vegna varnargarða

Minni­hluti alls­herj­ar­nefnd­ar vildi að ákvæði um sér­staka gjald­töku á alla hús­eig­end­ur lands­ins yrði fellt út úr frum­varp um vernd mik­il­vægra inn­viða á Reykja­nesi. Þrátt fyr­ir að því hafi ver­ið hafn­að sam­þykktu þing­menn­irn­ir frum­varp­ið sem varð að lög­um seint í gær­kvöldi.

Vildu fella út ákvæði um gjald á húseigendur vegna varnargarða
Virkjunin varin Bygging varnargarðar við orkuverið í Svartsengi er þegar hafin. Öll framkvæmdin verður greidd úr ríkissjóði og fjármögnuð með gjaldi sem lagt verður á húseigendur. Garðarnir verða allt að átta metrar á hæð. Myndin sýnir mögulegt útlit þeirra. Mynd: Verkís

Rétt fyrir miðnætti í gær, mánudag, voru samþykkt lög á Alþingi um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Þau veita dómsmálaráðherra heimild, að fenginni tillögu ríkislögreglustjóra, að taka ákvörðun um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna sem miða að því að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir verði fyrir tjóni af völdum náttúruvár sem tengist eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga. Þegar er hafin vinna við byggingu garða til verndar orkuveri HS Orku í Svartsengi, sem einnig munu vernda Bláa lónið.

Í tillögu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verður garðurinn fullbyggður um fjögur hundruð þúsund rúmmetrar að stærð. Hann verður þó byggður í áföngum. Byrjað verðu á því að reisa 2–3 metra varnarlínu sem síðan verður hækkuð upp í að meðaltali átta  metra hæð. Þrátt fyrir að unnið yrði á vöktum og með töluverðum afköstum verktaka má gera ráð fyrir að það taki um 30-40 sólarhringa að fullbyggja garðinn.

Fjármagnað með gjaldi á húseigendur

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að kostnaður við uppbyggingu varnargarðs við Svartsengi sé áætlaður 2,5 milljarðar króna auk 20% óvissu sem gert er ráð fyrir að minnki þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Með lagasetningunni er einnig sett á  gjaldtaka til þriggja ára, svonefnt forvarnagjald, sem innheimt verður af brunatryggðum húseignum. Gjaldið rennur í ríkissjóð, segir í greinargerð frumvarpsins, og að því sé ætlað að standa undir kostnaði við fyrirbyggjandi framkvæmdir. Af því leiðir, segir í greinargerðinni, „að allur kostnaður vegna þeirra framkvæmda sem dómsmálaráðherra ákveður að ráðast í“ samkvæmt hinum nýsamþykktu lögum greiðist úr ríkissjóði.

PíratiHalldóra Mogensen.

Minnihluti allsherjarnefndar, sem skipaður er Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata, Bergþóri Ólasyni, Miðflokki og Eyjólfi Ármannssyni, þingmanni Flokks fólksins, gerði þennan hluta frumvarpsins að umfjöllunarefni í áliti sínu á frumvarpinu. Í stað þess að standa undir fyrirséðum útgjöldum við byggingu varnargarða og fleiri framkvæmda með nýjum skatti taldi minnihlutinn „eðlilegast að greiða þessi útgjöld einfaldlega beint úr ríkissjóði“. Í samhengi ríkisfjármála væri ekki um óyfirstíganlega fjárhæð að ræða og því einfaldara að líta til varasjóðs ríkisstjórnarinnar eða bæta útgjöldunum við fjárlög næsta árs.

Hver er asinn?

Forvarnargjaldinu er ætla að vera tímabundið en minnihlutinn bendir í áliti sínu á að í flutningsræðu forsætisráðherra hafi komið skýrt fram að áform væru um að taka upp sambærilega gjaldtöku með varanlegum hætti á næstu árum til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af aukinni eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum. „Ef ríkisstjórnin telur ástæðu til að koma slíkri gjaldtöku á með varanlegum hætti væri eðlilegt að ræða kosti og galla slíkrar umgjarðar í sjálfstæðu þingmáli sem fengi fulla þinglega meðferð, frekar en að stíga fyrstu skrefin í þá átt með frumvarpi sem afgreitt er á einum degi„. Jafnframt taldi minnihlutinn óljóst hver „asinn“ væri við þann hluta málsins í ljósi þess að gjaldtökuákvæðið á ekki að taka gildi fyrr en um áramótin. Minni hlutinn lagði því til að fella brott þau ákvæði frumvarpsins sem sneru að sérstakri gjaldtöku vegna framkvæmda við varnargarða í nágrenni Svartsengis, og var breytingartillaga þess efnis lögð fram. 

Hún var felld.

En þrátt fyrir að gjaldtakan hafi verið inni í frumvarpinu er um það voru greidd atkvæði eftir þriðju umræðu málsins á Alþingi samþykktu þingmenn minnihluta allsherjarnefndar það enda töldu þeir markmið þess, að byggja varnargarða til að vernda byggðina í Grindavík og nauðsynlega innviði, mikilvægt.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Það var vægast sagt stórundarleg ákvörðun að láta Grindvíkinga taka þátt í fjármögnun varnarmannvirkja umhverfis einkafyrirtæki með skatti á hús þeirra. Jafnvel þó húsin fari ekki undir hraun þá eru mörg þeirra nú þegar mikið skemmd og vel gæti þannig farið að þetta yrðu einu húsin á landinu sem verða Reykjaneseldum að bráð. Það er nokkuð augljóst að þau verða ónothæf það sem eftir er þessa árs nema e.t.v. með ströngum skilyrðum um að íbúar séu reiðubúnir að rýma þau fyrirvaralaust hvenær sem er. Sennilega væri best fyrir alla að miða við að ekki verði föst búseta í Grindavík þetta skólaár.
    0
  • Guðjón Halldórsson skrifaði
    Það vantar að krefjast svar við þeirri einföldu spurningu hvers vegna hluthafar einkafyrirtækjann sem verið er að vernda og bjarga eru ekki látin borga ! og samkvæmt forsætisráðherra, þá kom það ekki til umræðu - hverslags rugl stjórnsýsla og virðingaleysi fyri skattfé er hér í gangi.
    2
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ég hef sagt það áður og ætla að segja það enn og aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er gjörspillt valdaelíta sem svífst einskis. Veit ekki hvernig aðrir flokkar myndu höndla aðstæður sem þessar en eins og þið vitið þá stendur Bjarni Benediktsson fyrir sölu á bönkum og öllu því sem einhver gróði er af, ástæðuna segir hann vera að ríkið eigi ekki að standa í áhættufjárfestingum.

    Við sáum það í Covidinu að sterkefnuð fyrirtæki í einkaeigu þar sem framkvæmdastjórar mala gull og lifa skv. því, fengu rekstrarstyrki og greiddu svo sér sveran arð stuttu síðar. Við sáum þetta í bankasölunni og við sjáum þetta enn. En, svo kemur fallið og hver ber þá ábyrgðina þegar glæpahyskið hefur mergsogið eignir sem við höfum stofnað til?

    Allmenningur borgar en glæpahyskið stofnar nýja kennitölu og byrjar upp á nýtt.

    Bláa Lónið og HS orka er í einkaeigu en forsætisráðherfan er á sömu línu og Bjarni Ben. Alamenningur á að borga þau troða ofaní kokið á okkur tillögu þess efnis að húseigendur skuli greiða. Annaðhvort er Katrín Jakobsdóttir glæpakvendi eða nautheimsk nema að hvort tveggja sé. Það er aldrei betra að koma einhverju í gegn en þegar almenningur er í sjokki og finnur til með þolendum.

    Einkavæða allan gróða og ríkisvæða allt tap. Andskotinn!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
3
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
4
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Háleit markmið formannanna þriggja
6
Fréttir

Há­leit markmið formann­anna þriggja

Lækk­un vaxta, auk­in verð­mæta­sköp­un í at­vinnu­lífi og efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki eru á með­al þess sem ný rík­is­stjórn ætl­ar sér að setja á odd­inn. En hún ætl­ar líka að ráð­ast í gerð Sunda­braut­ar, festa hlut­deild­ar­lán í sessi, hækka ör­orku­líf­eyri, kjósa um að­ild­ar­við­ræð­ur við ESB og svo mætti lengi telja. Hér verð­ur far­ið í gróf­um drátt­um yf­ir stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár