Undanfarna daga hafa auglýsingar á vegum „Blanka“ sést í fjölmiðlum, en myndmerki sem svipa til myndmerkja íslenskra banka á borð við Arion banka, Íslandsbanka og Kviku hafa verið notuð í auglýsingunum.
„Blanki“ hefur sent nokkrar fréttatilkynningar á fjölmiðla, bæði um að Reynir Grétarsson stofnandi Creditinfo og fyrrverandi forstjóri SaltPay, verði skipaður stjórnarformaður Blanka og um að umhverfisauglýsingar á vegum Blanka á höfuðborgarsvæðinu hafi verið teknar úr birtingu.
Heimildin getur upplýst að um er að ræða lið í herferð á vegum ÖBÍ réttindasamtaka, sem virðist eiga að stuðla að vitundarvakningu um stöðu fatlaðs fólks á húsnæðismarkaði. Ný skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks var gefin út af ÖBÍ 9. nóvember.
Talsmaður ÖBÍ vildi ekki staðfesta að um væri að …
Athugasemdir