Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Skúli í Subway vildi meiri Seljalandsfoss

Skúli Gunn­ar Sig­fús­son, oft kennd­ur við Su­bway, leit­að­ist ný­lega eft­ir þvi að eign­ast meira af Selja­lands­fossi, en hann á þeg­ar ríf­lega 40% í foss­in­um. Skúli og eig­end­ur minni hluta náðu ekki sam­an og hef­ur Skúli því lagt ár­ar í bát. Hann seg­ist samt ætla að halda áfram upp­bygg­ingu á svæð­inu í sátt og sam­lyndi við hina eig­end­urna.

Skúli í Subway vildi meiri Seljalandsfoss
Við fossinn Seljalandsfoss er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Skúli Gunnar Sigfússon, sem gjarnan er kenndur við Subway, varð nýlega stærsti einstaki eigandinn í Seljalandsfossi þegar hann keypti Seljalandssel. Skömmu áður hafði hann fest kaup á jörðinni Eystra-Seljalandi en samanlagt á hann nú ríflega 40 prósent í fossinum. 

Tveir eigendur eiga auk Skúla stóra hluti í fossinum, eigendur Seljalands annars vegar og Ytra-Seljalands hins vegar, hvor um sig með tæp 27% í fossinum. Tveir aðrir eiga svo minni hluti í fossinum, um 3% hvor. 

Í október gerði Skúli tilraunir til þess að kaupa frekari hluti í fossinum en þeim þreifingum er nú lokið. 

„Ég bauð þarna í litla hluti og ég er búinn að vera að skoða eitthvað en nú er ég bara sáttur,“ segir Skúli.

Kominn til að vera„Ég fer ekkert út þarna á næstunni, alls ekki,“ segir Skúli.

Var þeim tilboðum ekki vel tekið?

„Það bara náðist ekki saman. Það var …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Á virkilega að gera auðmönnum kleift að kaupa fell og fossa, ár og læki. Er ekki nóg að útgerðin eigi allan fiskkvóta, sameign þjóðarinnar?
    4
    • LBE
      Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
      ég er alveg sammála. Þetta er okkar sameign. Þetta er ekki góð þróun, hræðilega sorglegt bara,
      4
  • AF
    Anna Friðriksdóttir skrifaði
    Ætti ekki fyrirsögnin að hljóma: "Skúli vildi meira af Seljalandsfossi"?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár