Skúli Gunnar Sigfússon, sem gjarnan er kenndur við Subway, varð nýlega stærsti einstaki eigandinn í Seljalandsfossi þegar hann keypti Seljalandssel. Skömmu áður hafði hann fest kaup á jörðinni Eystra-Seljalandi en samanlagt á hann nú ríflega 40 prósent í fossinum.
Tveir eigendur eiga auk Skúla stóra hluti í fossinum, eigendur Seljalands annars vegar og Ytra-Seljalands hins vegar, hvor um sig með tæp 27% í fossinum. Tveir aðrir eiga svo minni hluti í fossinum, um 3% hvor.
Í október gerði Skúli tilraunir til þess að kaupa frekari hluti í fossinum en þeim þreifingum er nú lokið.
„Ég bauð þarna í litla hluti og ég er búinn að vera að skoða eitthvað en nú er ég bara sáttur,“ segir Skúli.

Var þeim tilboðum ekki vel tekið?
„Það bara náðist ekki saman. Það var …
Athugasemdir (3)