Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Iceland Noir bókmenntahátíð ritskoðar ummæli

Um­mæli sem gagn­rýna komu Hillary Cl­int­on á Ice­land No­ir bók­mennta­há­tíð hafa ver­ið fjar­lægð af sam­fé­lags­miðl­um há­tíð­ar­inn­ar. Um­mæl­in voru fjar­lægð til að gæta orð­spors há­tíð­ar­inn­ar sam­kvæmt ein­um af skipu­leggj­end­um henn­ar.

Iceland Noir bókmenntahátíð ritskoðar ummæli
Rithöfundur hvetur til sniðgöngu Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir rithöfundar standa að baki Iceland Noir bókmenntahátíð en hátíðin hefur verið gagnrýnd fyrir að bjóða Hillary Clinton þáttöku vegna afstöðu hennar til vopnahlés á Gaza. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur hvetur aðra rithöfunda til að sniðganga hátíðina vegna þessa.

„Bókmenntahátíð Iceland Noir kynnir einstakan bókmenntaviðburð í Reykjavík, sunnudaginn 19. nóvember 2023 kl. 16 í Eldborgarsal Hörpu. Hillary Rodham Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kemur fram í Hörpu og ræðir meðal annars um skáldsöguna State of Terror [...] Stofnendur Iceland Noir hátíðarinnar, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir, Kynna Clinton og Penny á svið.“

Kynning á viðburðiSvona kom lýsing á viðburðnum fram á heimasíðu Hörpu áður en viðburðurinn var fjarlægður.

Svona leit lýsing á viðburðinum út á heimasíðu Hörpu en textinn hefur nú verið fjarlægður sem og allar auglýsingar Iceland Noir bókmenntahátíðarinnar um viðburðinn en hátíðin hafði auglýst viðburðinn bæði á heimasíðu sinni og samfélagsmiðlum.

Miðasala Hörpu staðfestir að búið sé að fjarlægja upplýsingar um viðburðinn af heimasíðu Hörpu að ósk viðburðarhaldara, Iceland Noir, og ástæðan sé sú að vegna þess að uppselt sé á viðburðinn þurfi ekki að auglýsa hann frekar. Þetta er hins vegar ekki almenn stefna Hörpu varðandi viðburði og auglýsingu á þeim og tíðkast almennt ekki. 

Í viðtali við Vísi þann 14. september er haft eftir Yrsu Sigurðar að skipuleggjendur hafi „togað í alla þá spotta sem hægt var að toga í til að tryggja komu Clinton á hátíðina.“

Ekki ritskoðun heldur sjálfsagður réttur

Viðburðurinn var gagnrýndur á samfélagsmiðlum og snéru þau mótmæli einkum að því að Hillary Clinton hafi talað gegn vopnahléi á Gaza og „dreift fals upplýsingum um stöðuna þar,“ eins og einn mótmælandi komst að orði. Öll ummæli sem voru gagnrýnin á viðburðinn voru hins vegar fjarlægð af samfélagsmiðlum. 

Ummæli fjarlægðEins og sjá má á þessari mynd hafa ummæli er varða komu Hillary Clinton á Iceland Noir bókmenntahátíð verið fjarlægð.

Einn af skipuleggjendum hátíðarinnar segist ekki telja það vera ritskoðun heldur sé eingöngu verið að „eyða spammi sem hrannast upp á síðu hátíðarinnar,“ starfsmaðurinn „hljóti að hafa rétt til þess að stýra því hvað fær að vera það, rétt eins og aðrir sem noti þessa samfélagsmiðla.“ Ummælin hafi verið fjarlægð til þess að gæta orðspors hátíðarinnar. 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlum í gær. „Það að fá pólitíkusa er afstaða,“ skrifar Bergþóra og bætir við: „Það að henda óhentugum athugasemdum af síðunni ykkar er afstaða. Þetta er þöggun.“ Bergþóra kallar eftir því að hátíðin afbóki Hillary ásamt því að hvetja rithöfunda til þess að afboða sig á hátíðina. 

Sniðganga vegna menningarþvottar

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bókmenntahátíðin hefur verið gagnrýnd eða hvatt sé til þess að sniðganga hana. Í fyrra afbókaði rithöfundurinn Sjón komu sína á hátíðina vegna veru Katrínar Jakobsdóttur á hátíðinni. Í færslu á Twitter sagði Sjón að stjórnendur hátíðarinnar leyfðu forsætisráðherra að koma fram sem manneskju menningar á sama tíma og grimm meðferð ríkisstjórnar hennar á hælisleitendum væri ekki veitt athygli.

Tilkynning Sjóns kom í kjölfar lögregluaðgerðar þar sem fimmtán hælisleitendur voru fluttir með valdi úr landi, meðal þeirra var hælisleitandi í hjólastól. Ítrekað hefur verið reynt að fá viðbrögð Ragnars Jónassonar og Yrsu Sigurðardóttur vegna þessarar fréttar en án árangurs. 

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár