Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Yfirveguð í óvissu – með skjálfta í taugakerfinu

Í fjölda­hjálp­ar­mið­stöð­inni í Kórn­um í Kópa­vogi bíð­ur nú fólk í óvissu – en þó yf­ir­veg­að. Flest­ir sem þar dvelja núna eru af er­lendu bergi brotn­ir. Blaða­mað­ur ræddi við full­trúa Rauða kross­ins og spjall­aði við fólk sem þarna leit­ar skjóls.

Yfirveguð í óvissu – með skjálfta í taugakerfinu
Menn og dýr Bæði menn og dýr leita skjóls undan jarðhræringunum í Grindavík. Og heimilin standa tóm. Mynd: Anton Brink

Við bílastæðinu við íþróttamiðstöðina í Kórnum í Kópavogi er faðir að bardúsa við bílskott hlaðið pokum og töskum, en inni í bíl sitja eiginkona hans og unglingsdóttir. Þau eru á leið til læknis, dóttir hans skelfur, hún er stressuð og hefur ekkert getað sofið. Hjónin hafa búið í tuttugu og fimm ár í Grindavík, þar sem þau hafa unnið í fiskvinnslu, en koma frá Marokkó, nánar tiltekið Marrakesh, og upplifa nú að þau séu að missa allt, segir heimilisfaðrinn sem vill ekki láta nafn síns getið en gefur sér þó tíma til að ræða hratt við blaðamann. Á meðan kallar konan hans á hann. Það liggur á að komast til læknis.

Flestir sem dvelja þessa stundina í fjöldahjálparmiðstöðinni eru af erlendu bergi brotnir, fólk sem kemur héðan og þaðan úr heiminum, enda er starfsfólk af erlendum uppruna að stórum hluta í störfum sem skapa verðmæti og hagvöxt hér á landi. Þeir Íslendingar sem eru hér upp aldir og búa að tengslaneti eru margir farnir annað, auk þess sem það er fámennt í augnablikinu þar sem ýmsir héldu í tímabundna verðmætabjörgun, en allt fólkið sem var farið áður en formleg rýming átti sér stað tók jafnvel ekki helstu verðmæti með sér. Auk þess eru margir frá Póllandi nú þegar flognir þangað.

Skjálftarnir voru í taugakerfinu

Stefnt er að því að fjöldahjálparmiðstöðin verði opin í þrjá daga, síðan breytist hún í upplýsingamiðstöð og flytur væntanlega í húsnæði Rauða krossins. Inni á skrifstofu er fólk sem vinnur að því að redda húsnæði.

Flestir hér núna tala ekki íslensku,segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður fjöldahjálparstöðvarinnar, og útskýrir að um sé að ræða fólk með minnsta baklandið sem kemur m.a. frá Póllandi, Rúmeníu, Grikklandi, Eistlandi, Litháen og Úkraínu. Íslendingar hafa meira bakland og geta leitað til vina og kunningja. En erlendu verkamennirnir síður. En það eru eru nokkrir Íslendingar hér núna, um þrjátíu manns.“ 

Mismunandi staðaGylfi Þór Þorsteinsson segir Íslendinga hafa meira bakland en fólk sem er upprunalega frá öðrum löndum.

Hann segir að fyrst við komuna hafi fólk riðað út af öllum skjálftunum – sem voru orðnir á nokkra sekúndna fresti.

Skjálftarnir hafa reynt á fólk, enda segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, starfsmaður fjöldahjálparinnar, að fólki hafi verið með mikla riðu þegar það kom. Þegar það lagðist niður, þá gat það í byrjun ekki sofnað því það var allt á hreyfingu. Fólk var að vakna upp og halda að það væri að koma jarðskjálfti. Því það hafði í nokkra sólarhringa verið að vakna við jarðskjálfta og skjálftarnir voru í taugakerfinu,útskýrir hún og um leið að það hafi fyrst verið aðra og þriðju nóttina sem fólk náði lengri samfelldum svefni.

Standa vaktinaÁslaug Yngadóttir Túliníus og Hildur Vattnes Kristjánsdóttir.

Það sögðu allir að þetta hefði verið alltof mikið, segir þá neyðarfulltrúinn Áslaug Yngvadóttir Túliníus. Þetta var svo miklu meira en hafði verið áður.

Grindvíkingar virkjuðu neyðarvarnir

Að sögn þeirra hefur ríkt yfirvegun miðað við aðstæður en jafnframt mikil óvissa. Upphaflega hafi aðgerðirnar ekki verið kallaðar neyðarrýming en fólk hafi þó verið beðið um að rýma mjög hratt. En Grindvíkingar höfðu byrjað að rýma sjálfir, helmingurinn var þegar farinn. Þær útskýra að til séu þrjár tegundir af rýmingu: neyðarrýming og svo skipulögð rýming, þar sem fólk hefur tvo til þrjá klukkutíma til að rýma, en síðan sé það sjálfskipuð rýming, þegar íbúar á svæðinu hefja sjálfir rýmingu.

Við héldum að það yrði ekki rýmt. Og svo færðist kvikan, þá breyttist allt. Auðvitað breyttist það þá, segir Áslaug og fer yfir að miðstöðin hafi opnað því einhverjir hafi verið komnir á undan, áður en búið var að rýma formlega. Af því við vorum búin að auglýsa hvernig við ætluðum að gera þetta, svo Grindvíkingar vissu hvert þeir ættu að fara.

Svo kerfið virkaði, bætir Hildur við. Grindvíkingar voru fáránlega vel undirbúnir. Þeir virkjuðu neyðarvarnir með því að byrja að rýma.

Áslaug segist halda að það hafi aðeins tekið um einn og hálfan tíma að rýma. Og Hildur samsinnir því: Það liggur við að Almannavarnir hafi frétt í fréttunum að fólk væri byrjað rýma.

Sjálfboðaliðarnir voru virkjaðir á föstudagskvöld og þurftu að opna fjöldahjálparmiðstöðina með hraði. Boðið barst um hálf átta, þau voru komin klukkan átta og það opnaði um leið og þau mættu. Það tók aðeins innan við klukkutíma að setja allt upp, enda stór hópur af sjálfboðaliðum sem mættu.

Hildur álítur að fólk sé að byrja að átta sig á að mögulega geti það aldrei snúið heim. Nú komi bara upplýsingar um hverjir megi fara í verðmætabjörgun.

Ég myndi segja að fólk sé svolítið hrætt núna, segir þá Áslaug. Það eru komnir nokkrir dagar. Þetta er þriðji dagurinn sem það er ekki með hlutina sína og fer ekki í vinnu.

Þetta var falskt öryggi, verður Hildi að orði. Af því við erum bara búin að vera með túristagos fyrir utan byggð og fólk í Grindavík er vant því að það séu jarðskjálftar. Svo allt í einu ... fer öðruvísi atburðarás af stað.

 

Foreldrar undir árásum í Úkraínu – sonur að flýja Grindavík

Í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar er fólk á stjái. Þarna má sjá dýrabúr í stöflum fyrir framan íþróttabikara og á hillu blasir við barnadót í umbúðum sem unglingsstelpa virðir fyrir sér ásamt mömmu sinni, án þess að taka neitt. Faðir leiðir grátandi stelpu á barnsaldri út úr svefnsalnum, hún hefur dottið og meitt sig.

Við anddyri salarins spjalla tveir menn fyrir framan fótboltaspil en þeir koma báðir frá Úkraínu. Annar þeirra, Sergeiy Synyakov, flutti til Íslands árið 2001 og hefur búið í Grindavík síðan þá þar sem hann hefur starfað í fiskvinnslufyrirtækinu Stakkavík. En félagi hans, Andrii Lohvynenko, flúði fyrir aðeins þremur mánuðum frá Úkraínu. Búið er að hernema þorpið hans – Ivanivka Herson discrit – og þar eru nú foreldrar hans undir árásum. Þau eru bændur. 

ÚkraínumennAndrii Lohvynenko flúði Úkraínu fyrir þremur mánuðum síðan. Sergeiy Synyakov hefur búið á Íslandi í rúma tvo áratugi. Þeir starfa báðir í Grindavík.

Eftir komuna hefur Andrii starfað hjá Einhamar Seafood – en veit nú ekkert hvað bíður sín. Sergeiy túlkar fyrir hann en báður tala þeir pólsku, rússnesku og úkranísku, auk þess sem Sergeiy talar íslensku. Hann kveðst samt nota pólsku meira en íslensku og stundum hvái Pólverjar: Hvar lærðirðu svona góða pólsku? Og,hlær hann, þá svara ég: Nú, á Íslandi!

Þeir bera sig vel – yfirvegað, líkt og Hildur og Áslaug lýstu fólkinu þarna – en um leið er óvissan algjör.

Ég er pínulítið barn!

Feðginin Pétur Holger Ragnarsson og Rakel Sólilja Pétursdóttir, sem er tveggja ára, eru jafnframt til í að spjalla aðeins. Hann er að athuga með leikskólapláss fyrir dótturina og spá í hvernig framtíðin sé í þeim málum.

Bæði hann og mamma hennar geta unnið fjarvinnu í bænum en þau hafa unnið hjá Elko. Aftur á móti vantar leikskólapláss, það er ekkert fyrir Rakel Sólilju að gera.

Ég er pínulítið barn! segir hún.

Pabbi hennar segir að deginum áður hafi hann byrjað að syrgja eigur sínar. Maður er ekki með miklar vonir um að fá allt til baka – til að verða ekki fyrir höggi seinna. Það væri bara mjög gaman ef það yrði svo, að maður fengi eitthvað aftur af því sem eftir varð.“ 

Maður og pínulítið barnPétur er að athuga með leikskólapláss fyrir Rakel Sólilju dóttur sína. Hún lýsir sjálfri sér sem pínulitlu barni.

Hann segir þau eiga hús í Grindavík, sem þau keyptu þar. Fjölskylda konu hans, Dagnýju Kolbeinsdóttur, búi þarna og hafi búið. Nú séu þau hingað og þangað, í Reykjavík og hjá vinafólki í Keflavík.

Svo fann einhver íbúð til að leigja í Reykjavík. En ég átti líka fjölskyldu þarna og þetta hefur verið mjög erfitt fyrir hana, veit ég.

Hann telur þau vera mjög heppin. Við getum verið hjá mömmu og pabba um tíma í herbergi, og getum haldið áfram að vinna, margir sem geta það ekki. Örugglega miklu erfiðara fyrir marga aðra en okkur, eins erfitt og það er.

Langar að taka utan um nemendur mína

Grunnskólakennarinn Sigrún Sverrisdóttir telur sig jafnframt vera nokkuð vel stadda miðað við marga aðra. Hún er á rölti um miðstöðina ásamt ungum syni sínum, Bjarka Marínó Smárasyni, og kíkir eftir nemendum sínum sem brennur á henni að hlúa að.

Við erum fimm manna fjölskylda, svarar hún aðspurð og segir líðan þeirra eftir atvikum ágæta en þau séu komin með húsnæði. Hún segir að hugurinn sé þó pínu þokukenndur og að síðustu dagar hafi verið tilfinningalegur rússíbani. Allskonar pælingar og hugsanir hafi farið í gegnum hausinn.

Vill faðma nemendurSigrún Sverrisdóttir er kennari. Hugur hennar er hjá nemendum.

Að sögn hennar hafa fjölskyldumeðlmir verið mishræddir, sumir alltof rólegir og kannski ekki alveg undirbúnir undir það sem kom í kjölfar skjálftanna. Við vorum farin af stað áður en rýmingin var. Maður hefði kannski tekið fleira og öðruvísi með sér vitandi að við myndum ekki ná að snúa strax til baka.

Ég er ennþá ekki að átta mig á að kannski séum við að fara að senda börnin í aðra skóla og ég að kenna í öðru húsi. Sumir hafa þörf fyrir að komast strax í rútínu, meðan aðrir þurfa tíma með nærfjölskyldu og vera í næði.

Hún kveðst finna að á því séu, eðlilega, skiptar skoðanir. Ef ég tala sem kennari, þá langar mig að taka utan um nemendur mína og sjá hvernig þeim líður. Þess vegna kom ég, til að sjá hvort að ég hitti nemendur. Maður hefur auðvitað mestar áhyggjur af börnunum sem hafa ekki eins tengslanet og börn sem eiga foreldra að erlendum uppruna – og fleiri. Ég hef sérstakar áhyggjur af fólki sem hefur ekki mikið tengslanet og vil að þau viti að það er einhver að hugsa til þeirra.

Hún segir þau fjölskylduna hafa fengið lánaða íbúð næstu daga, já – eða vikur. Hún telur þau vera heppin og segist vera, að því leytinu til, nokkuð róleg. En hún er rosaleg þessi óvissa, að vita ekki neitt. Ég ætlaði bara að vera hjá pabba um helgina og hvíla mig á skjálftunum. Svo maður er ekki að átta sig alveg á þessu. Og ekki börnin heldur.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár